Sala Borgward bíla hefst í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 12:56 Borgward BX7 á bílasýningunni í Genf. Borgward bílafyrirtækið þýska hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðan árið 1961, eða í 55 ár. Sala á Borgward bílum hefst aftur í næsta mánuði og þá eingöngu á Borgward BX7 jepplingnum. Borgward fyrirtækið er nú fjármagnað með kínversku fé og framleiðslan fer einnig fram þar í landi, sem og sala hans í fyrstu. Það gæti þó breyst því Borgward hugleiðir nú einnig framleiðslu og sölu í Þýskalandi. Framleiðslugetan í Kína er 160.000 bílar á ári en gæti hratt risið í 360.000 bíla á ári. Borgward hefur nú þegar komið sér upp 100 söluaðilum sem verða líklega um 120 í enda þessa árs og 200 í enda næsta árs. Borgward mun taka ákvörðun við enda þessa árs hvort framleiðsla muni hefjast í Þýskalandi og fer nú fram fýsileikakönnun á því. Næsti bíll Borgward mun verða BX5, öllu minni jepplingur, en síðan er stefnan að framleiða tengiltvinnbíl og rafmagnsbíl fyrir Þýskumælandi markað Evrópu. Rafmagnsbíllinn á að hafa drægni uppá 250 kílómetra og verða á mjög hagstæðu verði. Höfuðstöðvar Borgward eru í Stuttgart en fjárhagslegt bakland þess er hjá Beiqi Foton Motor í Kína, sem framleiðir bíla í stórum stíl þarlendis. Stefna Borgward er að ná framleiðslu 500.000 bíla á ári á innan fárra ára og að setja fyrirtækið á hlutabréfamarkaðinn í Frankfürt.Borgward BX7 mættur á þjóðvegina. Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent
Borgward bílafyrirtækið þýska hefur ekki framleitt einn einasta bíl síðan árið 1961, eða í 55 ár. Sala á Borgward bílum hefst aftur í næsta mánuði og þá eingöngu á Borgward BX7 jepplingnum. Borgward fyrirtækið er nú fjármagnað með kínversku fé og framleiðslan fer einnig fram þar í landi, sem og sala hans í fyrstu. Það gæti þó breyst því Borgward hugleiðir nú einnig framleiðslu og sölu í Þýskalandi. Framleiðslugetan í Kína er 160.000 bílar á ári en gæti hratt risið í 360.000 bíla á ári. Borgward hefur nú þegar komið sér upp 100 söluaðilum sem verða líklega um 120 í enda þessa árs og 200 í enda næsta árs. Borgward mun taka ákvörðun við enda þessa árs hvort framleiðsla muni hefjast í Þýskalandi og fer nú fram fýsileikakönnun á því. Næsti bíll Borgward mun verða BX5, öllu minni jepplingur, en síðan er stefnan að framleiða tengiltvinnbíl og rafmagnsbíl fyrir Þýskumælandi markað Evrópu. Rafmagnsbíllinn á að hafa drægni uppá 250 kílómetra og verða á mjög hagstæðu verði. Höfuðstöðvar Borgward eru í Stuttgart en fjárhagslegt bakland þess er hjá Beiqi Foton Motor í Kína, sem framleiðir bíla í stórum stíl þarlendis. Stefna Borgward er að ná framleiðslu 500.000 bíla á ári á innan fárra ára og að setja fyrirtækið á hlutabréfamarkaðinn í Frankfürt.Borgward BX7 mættur á þjóðvegina.
Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent