Allir krakkar þurfa að læra golf í grunnskóla í Kína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2016 22:30 Kínverskur skóli vill sjá fleiri krakka spila golf. Vísir/Getty Golf er orðið stór hluti af námi grunnskólabarna í Kína eða í það minnsta í einum grunnskólanum í Shanghæ. Golf hefur hingað til verið íþrótt fyrir þá efnameiri í Kína en ákvörðun þessa umrædda grunnskóla er liður í að breyta þeirri venju. Grunnskólinn sem um ræðir er Experimental School of Foreign Languages í Shanghæ og er hann rekinn af kínverska ríkinu. „Golf er ekki bara fyrir þá ríku. Þetta getur orðið vinsæl íþrótt hjá öllum," sagði skólastjórinn Xia Haiping. Skólastjórinn vill meina að það sé ekki nóg að læra enskuna og golfið sé hluti af vegferð barnanna að öðlast meiri þekkingu á heiminum utan Kína. Stjórnvöld í Kína hafa grætt mikið á því að selja land undir golfvelli í Kína og þá sér almenningur í Kína golfvellina sem stað fyrir elítuna og stjórnmálamenn til að hittast og stunda vafasöm viðskipti sín. Það eru margir háklassa golfvellir til í Kína og Kínverjar eiga marga unga og upprennandi kylfinga sem eru líklegir til afrek í næstu framtíð. Stjórnvöld í Kína hafa þó ekki viljað sleppa taki sína á sportinu og hafa lokað fjölda golfvella sem ekki hafa farið eftir þeirra viðmiðum. Grunnskólinn í Shanghæ hefur ákveðið að golf verði skyldufag fyrir öll börn sem eru sjö og átta ára. Skólinn hefur gefið þetta út á heimasíðu sinni. Þetta er fyrsti skólinn rekinn af kínverska ríkinu sem tekur golfið upp sem skyldugrein en það höfðu nokkrir einkareknir skólar gert áður. 390 þúsund Kínverjar fóru í golf átta sinnum eða oftar á síðasta ári en það var fækkun frá árinu 2014 þegar sú tala var 410 þúsund.Vísir/Getty Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Golf er orðið stór hluti af námi grunnskólabarna í Kína eða í það minnsta í einum grunnskólanum í Shanghæ. Golf hefur hingað til verið íþrótt fyrir þá efnameiri í Kína en ákvörðun þessa umrædda grunnskóla er liður í að breyta þeirri venju. Grunnskólinn sem um ræðir er Experimental School of Foreign Languages í Shanghæ og er hann rekinn af kínverska ríkinu. „Golf er ekki bara fyrir þá ríku. Þetta getur orðið vinsæl íþrótt hjá öllum," sagði skólastjórinn Xia Haiping. Skólastjórinn vill meina að það sé ekki nóg að læra enskuna og golfið sé hluti af vegferð barnanna að öðlast meiri þekkingu á heiminum utan Kína. Stjórnvöld í Kína hafa grætt mikið á því að selja land undir golfvelli í Kína og þá sér almenningur í Kína golfvellina sem stað fyrir elítuna og stjórnmálamenn til að hittast og stunda vafasöm viðskipti sín. Það eru margir háklassa golfvellir til í Kína og Kínverjar eiga marga unga og upprennandi kylfinga sem eru líklegir til afrek í næstu framtíð. Stjórnvöld í Kína hafa þó ekki viljað sleppa taki sína á sportinu og hafa lokað fjölda golfvella sem ekki hafa farið eftir þeirra viðmiðum. Grunnskólinn í Shanghæ hefur ákveðið að golf verði skyldufag fyrir öll börn sem eru sjö og átta ára. Skólinn hefur gefið þetta út á heimasíðu sinni. Þetta er fyrsti skólinn rekinn af kínverska ríkinu sem tekur golfið upp sem skyldugrein en það höfðu nokkrir einkareknir skólar gert áður. 390 þúsund Kínverjar fóru í golf átta sinnum eða oftar á síðasta ári en það var fækkun frá árinu 2014 þegar sú tala var 410 þúsund.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira