Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2016 20:00 Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. Þar segja menn að þessi einstæða móðir hafi verið frumkvöðull í fiskveiðum og flutt þekkinguna með sér til Íslands. Á Lofoten eru fiskveiðar ein helsta atvinnugreinin og athyglisvert fyrir Íslendinga að sjá hverjum hér er hampað. Fyrir framan ráðhúsið í bænum Leknes stendur minningarsteinn um Þuríði sundafylli sem Sögufélag Vestur-Vogeyjar lét gera fyrir þremur árum. „Við eigum að minnast hennar sem sigldi héðan fyrir 1100 árum. Það var mikið afrek fyrir konu að búa skip sitt, sigla til Íslands og nema þar land og láta að sér kveða,“ segir Kolbjørn Bugge, formaður Sögufélagsins á Vestvågøy, en Landnámabók segir Þuríði hafa komið frá Hálogalandi. „Hún var því kölluð sundafyllir, að hún seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi, að hvert sund var fullt af fiskum,“ segir um Þuríði.Alf Ragnar Nielsen, prófessor í Bodø við háskólann í Nordland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sagnfræðiprófessorinn Alf Ragnar Nielsen segir að þeir landnámsmenn sem mesta reynsluna höfðu af nýtingu sjávarfangs hafi komið úr Norður-Noregi. „Sú þekking kom með þegar flutt var til Íslands. Þeir voru því brautryðjendur í nýtingu sjávarauðlinda,“ segir Alf Ragnar Nielsen. Frásögn Landnámu af gjaldtöku Þuríðar sundafyllis af fiskveiðum í Ísafjarðardjúpi bendi til að hún hafi verið í forystuhlutverki. „Hún setti og Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi og tók til á kollótta af hverjum bónda í Ísafirði,“ segir Landnámabók.Þuríður tók fiskitoll af hverjum bónda í Ísafjarðardjúpi,Teikning/Jakob Jóhannsson.„Það bendir til þess að hún hafi skipulagt fiskveiðar með einhverjum hætti og haft stöðu höfðingja, þrátt fyrir að vera kona,“ segir Alf Ragnar. Í Bolungarvík er félag um Þuríði. „Mér finnst eiginlega að allar konur, sérstaklega bolvískar, ættu að hafa áhuga á þessari sögu,“ segir Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda Þuríðar sundafyllis ehf. „Þuríður sundafyllir, landnámskona Bolungarvíkur, hún er fyrirmynd allra kvenna.“ Fjallað er um Þuríði í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld.Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda félagsins Þuríður sundafyllir ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni Þetta gætu verið einhverjar elstu fornminjar á Íslandi ef rétt reynist að þarna liggi eiginkona Geirmundar heljarskinns. 17. mars 2016 20:30 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. Þar segja menn að þessi einstæða móðir hafi verið frumkvöðull í fiskveiðum og flutt þekkinguna með sér til Íslands. Á Lofoten eru fiskveiðar ein helsta atvinnugreinin og athyglisvert fyrir Íslendinga að sjá hverjum hér er hampað. Fyrir framan ráðhúsið í bænum Leknes stendur minningarsteinn um Þuríði sundafylli sem Sögufélag Vestur-Vogeyjar lét gera fyrir þremur árum. „Við eigum að minnast hennar sem sigldi héðan fyrir 1100 árum. Það var mikið afrek fyrir konu að búa skip sitt, sigla til Íslands og nema þar land og láta að sér kveða,“ segir Kolbjørn Bugge, formaður Sögufélagsins á Vestvågøy, en Landnámabók segir Þuríði hafa komið frá Hálogalandi. „Hún var því kölluð sundafyllir, að hún seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi, að hvert sund var fullt af fiskum,“ segir um Þuríði.Alf Ragnar Nielsen, prófessor í Bodø við háskólann í Nordland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sagnfræðiprófessorinn Alf Ragnar Nielsen segir að þeir landnámsmenn sem mesta reynsluna höfðu af nýtingu sjávarfangs hafi komið úr Norður-Noregi. „Sú þekking kom með þegar flutt var til Íslands. Þeir voru því brautryðjendur í nýtingu sjávarauðlinda,“ segir Alf Ragnar Nielsen. Frásögn Landnámu af gjaldtöku Þuríðar sundafyllis af fiskveiðum í Ísafjarðardjúpi bendi til að hún hafi verið í forystuhlutverki. „Hún setti og Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi og tók til á kollótta af hverjum bónda í Ísafirði,“ segir Landnámabók.Þuríður tók fiskitoll af hverjum bónda í Ísafjarðardjúpi,Teikning/Jakob Jóhannsson.„Það bendir til þess að hún hafi skipulagt fiskveiðar með einhverjum hætti og haft stöðu höfðingja, þrátt fyrir að vera kona,“ segir Alf Ragnar. Í Bolungarvík er félag um Þuríði. „Mér finnst eiginlega að allar konur, sérstaklega bolvískar, ættu að hafa áhuga á þessari sögu,“ segir Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda Þuríðar sundafyllis ehf. „Þuríður sundafyllir, landnámskona Bolungarvíkur, hún er fyrirmynd allra kvenna.“ Fjallað er um Þuríði í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld.Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda félagsins Þuríður sundafyllir ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni Þetta gætu verið einhverjar elstu fornminjar á Íslandi ef rétt reynist að þarna liggi eiginkona Geirmundar heljarskinns. 17. mars 2016 20:30 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23
Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni Þetta gætu verið einhverjar elstu fornminjar á Íslandi ef rétt reynist að þarna liggi eiginkona Geirmundar heljarskinns. 17. mars 2016 20:30
Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45