Elfar Árni: Mjög hissa er ég sá að hann fékk aðeins gult Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. mars 2016 13:00 Elfar Árni í leik gegn Blikum. vísir/stefán „Ég er með mar við augað eftir þetta,“ segir KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson sem var skallaður ansi hraustlega í leik KA og Selfoss um nýliðna helgi Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfoss, missti þá stjórn á skapi sínu. Hljóp að Elfari Árna og skallaði hann fast í andlitið. „Ég var merkilega góður á eftir. Ég var nokkuð æstur þarna í kjölfarið en róaðist fljótt. Ég kláraði leikinn og ekkert vesen hvað það varðar,“ segir Elfar en hann hafði ekki lent í því áður að vera skallaður. „Þetta var frekar vont.“Sjá einnig: Aðeins gult spjald fyrir að skalla andstæðing | Myndband Elfar Árni meiddist illa í ágúst árið 2013. Þá fékk hann þungt högg á höfuðið í leik Breiðabliks og KR en hann lék þá með Blikum. Húsvíkingurinn missti meðvitund og var fluttur burt í sjúkrabíl. Svo alvarlegt var atvikið að leikurinn var flautaður af. Hann segir að þetta höfuðhögg hafi ekki vakið upp gömlu, alvarlegu meiðslin sem hann varð fyrir í þeim leik. „Ég er ekki með neinn svima og hef ekki verið neitt eftir mig.“Sjá einnig:Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði Ástæðan fyrir því að Stefán Ragnar snöggreiðist svona er að Elfar Árni fer aðeins í markvörð Selfoss er hann reynir að komast í boltann. „Ég er á fullu og teygi mig í boltann. Markvörðurinn er á undan en ég kem aðeins við hann. Það var óviljaverk og ég tek það strax á mig og ætla að biðjast afsökunar er hann kemur aðvífandi og skallar mig,“ segir Elfar en hvernig brást hann við er hann sá að Stefán fékk aðeins gult fyrir skallann? „Ég var mjög hissa.“ Elfar Árni segir að Stefán Ragnar sé búinn að hringja í sig og biðjast afsökunar. „Við áttum gott spjall og þessu máli er lokið af minni hálfu.“Þetta var gult spjald á báða leikmenn. Þetta yrði langt bann í flestum löndum í kringum okkur en gult hér. Stundum skil...Posted by Saevar Petursson on Monday, March 21, 2016 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
„Ég er með mar við augað eftir þetta,“ segir KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson sem var skallaður ansi hraustlega í leik KA og Selfoss um nýliðna helgi Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfoss, missti þá stjórn á skapi sínu. Hljóp að Elfari Árna og skallaði hann fast í andlitið. „Ég var merkilega góður á eftir. Ég var nokkuð æstur þarna í kjölfarið en róaðist fljótt. Ég kláraði leikinn og ekkert vesen hvað það varðar,“ segir Elfar en hann hafði ekki lent í því áður að vera skallaður. „Þetta var frekar vont.“Sjá einnig: Aðeins gult spjald fyrir að skalla andstæðing | Myndband Elfar Árni meiddist illa í ágúst árið 2013. Þá fékk hann þungt högg á höfuðið í leik Breiðabliks og KR en hann lék þá með Blikum. Húsvíkingurinn missti meðvitund og var fluttur burt í sjúkrabíl. Svo alvarlegt var atvikið að leikurinn var flautaður af. Hann segir að þetta höfuðhögg hafi ekki vakið upp gömlu, alvarlegu meiðslin sem hann varð fyrir í þeim leik. „Ég er ekki með neinn svima og hef ekki verið neitt eftir mig.“Sjá einnig:Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði Ástæðan fyrir því að Stefán Ragnar snöggreiðist svona er að Elfar Árni fer aðeins í markvörð Selfoss er hann reynir að komast í boltann. „Ég er á fullu og teygi mig í boltann. Markvörðurinn er á undan en ég kem aðeins við hann. Það var óviljaverk og ég tek það strax á mig og ætla að biðjast afsökunar er hann kemur aðvífandi og skallar mig,“ segir Elfar en hvernig brást hann við er hann sá að Stefán fékk aðeins gult fyrir skallann? „Ég var mjög hissa.“ Elfar Árni segir að Stefán Ragnar sé búinn að hringja í sig og biðjast afsökunar. „Við áttum gott spjall og þessu máli er lokið af minni hálfu.“Þetta var gult spjald á báða leikmenn. Þetta yrði langt bann í flestum löndum í kringum okkur en gult hér. Stundum skil...Posted by Saevar Petursson on Monday, March 21, 2016
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn