Elfar Árni: Mjög hissa er ég sá að hann fékk aðeins gult Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. mars 2016 13:00 Elfar Árni í leik gegn Blikum. vísir/stefán „Ég er með mar við augað eftir þetta,“ segir KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson sem var skallaður ansi hraustlega í leik KA og Selfoss um nýliðna helgi Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfoss, missti þá stjórn á skapi sínu. Hljóp að Elfari Árna og skallaði hann fast í andlitið. „Ég var merkilega góður á eftir. Ég var nokkuð æstur þarna í kjölfarið en róaðist fljótt. Ég kláraði leikinn og ekkert vesen hvað það varðar,“ segir Elfar en hann hafði ekki lent í því áður að vera skallaður. „Þetta var frekar vont.“Sjá einnig: Aðeins gult spjald fyrir að skalla andstæðing | Myndband Elfar Árni meiddist illa í ágúst árið 2013. Þá fékk hann þungt högg á höfuðið í leik Breiðabliks og KR en hann lék þá með Blikum. Húsvíkingurinn missti meðvitund og var fluttur burt í sjúkrabíl. Svo alvarlegt var atvikið að leikurinn var flautaður af. Hann segir að þetta höfuðhögg hafi ekki vakið upp gömlu, alvarlegu meiðslin sem hann varð fyrir í þeim leik. „Ég er ekki með neinn svima og hef ekki verið neitt eftir mig.“Sjá einnig:Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði Ástæðan fyrir því að Stefán Ragnar snöggreiðist svona er að Elfar Árni fer aðeins í markvörð Selfoss er hann reynir að komast í boltann. „Ég er á fullu og teygi mig í boltann. Markvörðurinn er á undan en ég kem aðeins við hann. Það var óviljaverk og ég tek það strax á mig og ætla að biðjast afsökunar er hann kemur aðvífandi og skallar mig,“ segir Elfar en hvernig brást hann við er hann sá að Stefán fékk aðeins gult fyrir skallann? „Ég var mjög hissa.“ Elfar Árni segir að Stefán Ragnar sé búinn að hringja í sig og biðjast afsökunar. „Við áttum gott spjall og þessu máli er lokið af minni hálfu.“Þetta var gult spjald á báða leikmenn. Þetta yrði langt bann í flestum löndum í kringum okkur en gult hér. Stundum skil...Posted by Saevar Petursson on Monday, March 21, 2016 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
„Ég er með mar við augað eftir þetta,“ segir KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson sem var skallaður ansi hraustlega í leik KA og Selfoss um nýliðna helgi Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfoss, missti þá stjórn á skapi sínu. Hljóp að Elfari Árna og skallaði hann fast í andlitið. „Ég var merkilega góður á eftir. Ég var nokkuð æstur þarna í kjölfarið en róaðist fljótt. Ég kláraði leikinn og ekkert vesen hvað það varðar,“ segir Elfar en hann hafði ekki lent í því áður að vera skallaður. „Þetta var frekar vont.“Sjá einnig: Aðeins gult spjald fyrir að skalla andstæðing | Myndband Elfar Árni meiddist illa í ágúst árið 2013. Þá fékk hann þungt högg á höfuðið í leik Breiðabliks og KR en hann lék þá með Blikum. Húsvíkingurinn missti meðvitund og var fluttur burt í sjúkrabíl. Svo alvarlegt var atvikið að leikurinn var flautaður af. Hann segir að þetta höfuðhögg hafi ekki vakið upp gömlu, alvarlegu meiðslin sem hann varð fyrir í þeim leik. „Ég er ekki með neinn svima og hef ekki verið neitt eftir mig.“Sjá einnig:Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði Ástæðan fyrir því að Stefán Ragnar snöggreiðist svona er að Elfar Árni fer aðeins í markvörð Selfoss er hann reynir að komast í boltann. „Ég er á fullu og teygi mig í boltann. Markvörðurinn er á undan en ég kem aðeins við hann. Það var óviljaverk og ég tek það strax á mig og ætla að biðjast afsökunar er hann kemur aðvífandi og skallar mig,“ segir Elfar en hvernig brást hann við er hann sá að Stefán fékk aðeins gult fyrir skallann? „Ég var mjög hissa.“ Elfar Árni segir að Stefán Ragnar sé búinn að hringja í sig og biðjast afsökunar. „Við áttum gott spjall og þessu máli er lokið af minni hálfu.“Þetta var gult spjald á báða leikmenn. Þetta yrði langt bann í flestum löndum í kringum okkur en gult hér. Stundum skil...Posted by Saevar Petursson on Monday, March 21, 2016
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira