Barcelona glutraði niður tveggja marka forskoti gegn Villareal í dag í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en lokatölur urðu 2-2.
Fyrir leikinn var Barcelona búið að vinna síðustu níu leiki í öllum keppnum, en Villareal náði að stöðva sigurgönguna í dag.
Ivan Rakitic kom Barcelona yfir á 21. mínútu og Neymar tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum tuttugu mínútum síðar og staðan 2-0 í hálfleik.
Flestir héldu að eftirleikurinn yrði auðveldur en svo var ekki. Cedric Bakambu minnkaði muninn á 58. mínútu fyrir Villareal og fimm mínútum síðar jöfnuðu heimamenn.
Jeremy Mathieu setti þá boltann í eigið mark, en hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið og lokatölur 2-2. Mikil harka var í leiknum, en ellefu gul spjöld fóru á loft.
Barcelona er enn á toppnum með 76 stig, með níu stiga forskot á Atletico Madrid sem er í öðru sæti, en Villareal er í fjórða sætinu með 54 stig.
Barcelona henti frá sér tveggja marka forystu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti





Bayern varð sófameistari
Fótbolti