Golf

Spieth áfram með forystu á Masters

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Spieth er með eins höggs forystu eftir fyrstu tvo dagana á Masters.
Spieth er með eins höggs forystu eftir fyrstu tvo dagana á Masters. vísir/getty
Öðrum deginum á Masters-mótinu í golfi er lokið. Mótið er haldið í Augusta í Georgíu en þetta er í 80. sinn sem það fer fram.

Jordan Spieth, sem er ríkjandi meistari, er enn með forystu þrátt fyrir að hafa leikið á tveimur höggum yfir pari í dag. Spieth lék á sex höggum undir pari í gær og er því með -4.

Sjá einnig: Ótrúlegt sexpútt Ernie Els

Næstur á eftir Spieth kemur Rory McIlroy á þremur höggum undir pari. Norður-Írinn lék á einu höggi undir pari í dag.

Danny Lee frá Nýja-Sjálandi og Bandaríkjamaðurinn Scott Piercy eru svo jafnir í 3.-4. sæti á tveimur höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×