Keflvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í fótbolta þegar þeir unnu 4-2 sigur á Íslandsmeisturum FH eftir vítaspyrnukeppni í kvöld.
Staðan eftir 90 mínútur var markalaus og því var farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem leikmenn 1. deildarliðsins reyndust sterkari á svellinu.
Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum sínum en í 3. umferðinni varði Beitir Ólafsson frá Þórarni Inga Valdimarssyni á meðan Magnús Þórir Matthíasson skoraði fyrir Keflavík.
Í næstu umferð skaut Jonathan Hendrickx svo framhjá en Bojan Stefán Ljubicic gerði engin mistök og tryggði Keflavík sæti í undanúrslitunum.
Vítaspyrnukeppnin:
0-1 Steven Lennon skorar
1-1 Hörður Sveinsson skorar
1-2 Jeremy Serwy skorar
2-2 Axel Kári Vignisson skorar
2-2 Þórarinn Ingi Valdimarsson varið
3-2 Magnús Þórir Matthíasson skorar
3-2 Jonathan Hendrickx framhjá
4-2 Bojan Stefán Ljubicic skorar
