Vildum ekki vanvirða neinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2016 13:20 Úr leik með Þrótti. Vísir/Anton Eins og áður hefur komið fram gaf Þróttur leik sinn gegn Þór í Lengjbikarkeppni karla sem fara átti fram í gær. Leikurinn átti að fara fram á Akureyri en Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, segir að ekki hafi tekist að finna hentugan leiktíma. Þróttur er nýbúinn að fara í æfingaferð til Spánar og segir að það hafi reynst erfitt fyrir menn að fá enn meira frí frá vinnu fyrir ferð til Akureyrar á þeim leikdögum sem komu til greina. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Menn fengu frí til að fara í æfingaferðina en svo gekk það bara ekki upp að finna heppilegan leikdag með Þór,“ sagði Ótthar í samtali við Vísi í dag. „Það var ekki að við vildum ekki spila. Þetta er ekki meint sem óvirðing við Þór eða hreyfinguna sem slíka. Ég skil það vel að það kunni að koma þannig út en það var alls ekki ætlun okkar.“ Þróttur hefur ekki unnið leik allt undirbúningstímabilið en Ótthar hefur ekki áhyggjur af því að þetta mál geri horfur Þróttara fyrir sumarið í Pepsi-deildinni enn verra. „Þetta er auðvitað óheppilegt en eins og Gregg [Ryder, þjálfari] hefur margoft komið inn á þá stefnum við á að vera klárir 1. maí. Það er okkar markmið.“ „Það er ekki gott að hafa ekki unnið leik í allan vetur. Maður hefur líka prófað það áður - líka að vinna alla leiki á undirbúningstímabilinu.“ Þróttur birti eftirfarandi tilkynningu á heimasíðu sinni í dag: „Ýmsar ástæður fyrir því að ekki var mögulegt fyrir okkur að leika á umræddum leikdögum. Vitað var fyrir nokkru að upphaflegur leikdagur gekk ekki upp vegna utanferðar Þróttar og næsti leikdagur sem við lögðum til gekk ekki upp vegna utanferðar Þórs. Það er alls ekki meining okkar að sýna Þór, KSÍ eða öðrum óvirðingu, fjarri því en aðstæður eru með þeim hætti að útilokað var fyrir okkur að leika á umræddum dögum og höfðum við lagt til aðra leikdaga sem ekki komu til greina af hálfu Þórs. Okkur þykir miður að svo hafi farið og biðjumst við velvirðingar á því, það er skiljanlegt að þessar aðstæður bjóði upp á hörð viðbrögð mótherja en í engu var meiningin að sýna þeim eða öðrum óvirðingu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Þróttarar náðu ekki í lið“ Þór tilkynnti á heimasíðu sinni að Þróttarar hafi gefið leik liðanna í Lengjubikarnum. 7. apríl 2016 12:45 Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. 6. apríl 2016 16:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram gaf Þróttur leik sinn gegn Þór í Lengjbikarkeppni karla sem fara átti fram í gær. Leikurinn átti að fara fram á Akureyri en Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, segir að ekki hafi tekist að finna hentugan leiktíma. Þróttur er nýbúinn að fara í æfingaferð til Spánar og segir að það hafi reynst erfitt fyrir menn að fá enn meira frí frá vinnu fyrir ferð til Akureyrar á þeim leikdögum sem komu til greina. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Menn fengu frí til að fara í æfingaferðina en svo gekk það bara ekki upp að finna heppilegan leikdag með Þór,“ sagði Ótthar í samtali við Vísi í dag. „Það var ekki að við vildum ekki spila. Þetta er ekki meint sem óvirðing við Þór eða hreyfinguna sem slíka. Ég skil það vel að það kunni að koma þannig út en það var alls ekki ætlun okkar.“ Þróttur hefur ekki unnið leik allt undirbúningstímabilið en Ótthar hefur ekki áhyggjur af því að þetta mál geri horfur Þróttara fyrir sumarið í Pepsi-deildinni enn verra. „Þetta er auðvitað óheppilegt en eins og Gregg [Ryder, þjálfari] hefur margoft komið inn á þá stefnum við á að vera klárir 1. maí. Það er okkar markmið.“ „Það er ekki gott að hafa ekki unnið leik í allan vetur. Maður hefur líka prófað það áður - líka að vinna alla leiki á undirbúningstímabilinu.“ Þróttur birti eftirfarandi tilkynningu á heimasíðu sinni í dag: „Ýmsar ástæður fyrir því að ekki var mögulegt fyrir okkur að leika á umræddum leikdögum. Vitað var fyrir nokkru að upphaflegur leikdagur gekk ekki upp vegna utanferðar Þróttar og næsti leikdagur sem við lögðum til gekk ekki upp vegna utanferðar Þórs. Það er alls ekki meining okkar að sýna Þór, KSÍ eða öðrum óvirðingu, fjarri því en aðstæður eru með þeim hætti að útilokað var fyrir okkur að leika á umræddum dögum og höfðum við lagt til aðra leikdaga sem ekki komu til greina af hálfu Þórs. Okkur þykir miður að svo hafi farið og biðjumst við velvirðingar á því, það er skiljanlegt að þessar aðstæður bjóði upp á hörð viðbrögð mótherja en í engu var meiningin að sýna þeim eða öðrum óvirðingu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Þróttarar náðu ekki í lið“ Þór tilkynnti á heimasíðu sinni að Þróttarar hafi gefið leik liðanna í Lengjubikarnum. 7. apríl 2016 12:45 Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. 6. apríl 2016 16:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
„Þróttarar náðu ekki í lið“ Þór tilkynnti á heimasíðu sinni að Þróttarar hafi gefið leik liðanna í Lengjubikarnum. 7. apríl 2016 12:45
Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. 6. apríl 2016 16:00