Áttræður Gary Player og átta aðrir fóru holu í höggi í gær | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2016 15:15 Gary Player var léttur í gær eins og alltaf. vísir/getty Jimmy Walker stóð uppi sem sigurvegari í par 3-keppninni á The Masters í gærkvöldi en það er hin hefðbundna upphitun fyrir fyrsta risamót ársins. The Masters, sem fram fer á Agusta-vellinum í Georgíu eins og alltaf, hefst í dag en menn hituðu upp á léttu nótunum í par 3-keppninni í gær. Staða pinnanna á flötunum er þannig að auðveldara en vanalega er að fara holu í höggi enda allt til gamans gert. Fimm holur í höggi litu dagsins ljós í keppninni í fyrra en það tvöfaldaðist næstum í ár. Alls fóru níu kylfingar holu í höggi í par 3-keppninni í gær, þar á meðal hinn áttræði Gary Player. Allt ætlaði um koll að keyra þegar þessi mikli höfðingi sökti upphafshögginu á sjöundu braut. Þetta var í fjórða sinn sem hann fer holu í höggi í þessari keppni. Rickie Fowler og Justin Thomas fóru svo báðir holu í höggi á fjórðu braut og brutust þá út mikili fagnaðarlæti. Jordan Spieth sló á eftir þeim en náði ekki að setja boltann ofan í. Sigurvegarinn Jimmy Walker auk þeirra Andy Sullivan, Zach Johnson, David Lingmerth, Smylie Kaufman og Webb Simpson fóru einnig holu í höggi í gær. Myndband af þessari ásaveislu má sjá með því að smella hér. Golf Tengdar fréttir Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jimmy Walker stóð uppi sem sigurvegari í par 3-keppninni á The Masters í gærkvöldi en það er hin hefðbundna upphitun fyrir fyrsta risamót ársins. The Masters, sem fram fer á Agusta-vellinum í Georgíu eins og alltaf, hefst í dag en menn hituðu upp á léttu nótunum í par 3-keppninni í gær. Staða pinnanna á flötunum er þannig að auðveldara en vanalega er að fara holu í höggi enda allt til gamans gert. Fimm holur í höggi litu dagsins ljós í keppninni í fyrra en það tvöfaldaðist næstum í ár. Alls fóru níu kylfingar holu í höggi í par 3-keppninni í gær, þar á meðal hinn áttræði Gary Player. Allt ætlaði um koll að keyra þegar þessi mikli höfðingi sökti upphafshögginu á sjöundu braut. Þetta var í fjórða sinn sem hann fer holu í höggi í þessari keppni. Rickie Fowler og Justin Thomas fóru svo báðir holu í höggi á fjórðu braut og brutust þá út mikili fagnaðarlæti. Jordan Spieth sló á eftir þeim en náði ekki að setja boltann ofan í. Sigurvegarinn Jimmy Walker auk þeirra Andy Sullivan, Zach Johnson, David Lingmerth, Smylie Kaufman og Webb Simpson fóru einnig holu í höggi í gær. Myndband af þessari ásaveislu má sjá með því að smella hér.
Golf Tengdar fréttir Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45