Stílisti Kardashian fjölskyldunnar eftirsótt í Hollywood Ritstjórn skrifar 6. apríl 2016 20:00 Monca Rose ásamt Khloé Kardashian og vinkonu. Glamour/Getty Það eru ekki margir sem þekkja nafn Monicu Rose en það er ekki ólíklegt að maður hefur séð hennar handbragð á fatastíl stjarnana þar sem hún er einn eftirsóttasti stílistinn í Hollywood núna. Monica byrjaði sem stílisti Kim Kardashian West og hefur ásamt eiginmanni hennar Kanye West breytt fataskáp raunveruleikastjörnunnar töluvert á síðustu árum. Mikil ánægja var með störf Monicu og núna sér hún um að stílisera alla Kardashian fjölskylduna eins og hún leggur sig sem og systurnar Bellu og Gigi Hadid og Chrissy Teigen svo einhverjar séu nefndar. Allar eiga þær sameiginlegt að vera þekktar fyrir smekklegan stíl sem margir reyna að leika eftir. Monica er mikið fyrir að klæða viðskiptavini sína í náttúrulega litapallettu og einblína á að draga fram það besta í hverjum í einum. Kendall Jenner er til dæmis mikið í magabolum á meðan Kylie Jenner klæðist þröngum pilsum sem eru há í mittið. Fyrir þá sem heillast af stíl Monicu er þess virði að fylgjast með henni á Instagram hér. Stílistinn frægi.Bella og Gigi Hadid.Chrissy Teigen.Kim og Kourtney Kardashian.Kendall og Kylie Jenner. Mest lesið Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Tískuvikan í New York: Wang er mættur aftur Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Klæddist skótrendi ársins á rauða dreglinum Glamour Með sjálfbærni að leiðarljósi Glamour Taktu flugið með Chanel Glamour Kallaðu mig Caitlyn Jenner Glamour Kim Kardashian fetar nýjar slóðir Glamour
Það eru ekki margir sem þekkja nafn Monicu Rose en það er ekki ólíklegt að maður hefur séð hennar handbragð á fatastíl stjarnana þar sem hún er einn eftirsóttasti stílistinn í Hollywood núna. Monica byrjaði sem stílisti Kim Kardashian West og hefur ásamt eiginmanni hennar Kanye West breytt fataskáp raunveruleikastjörnunnar töluvert á síðustu árum. Mikil ánægja var með störf Monicu og núna sér hún um að stílisera alla Kardashian fjölskylduna eins og hún leggur sig sem og systurnar Bellu og Gigi Hadid og Chrissy Teigen svo einhverjar séu nefndar. Allar eiga þær sameiginlegt að vera þekktar fyrir smekklegan stíl sem margir reyna að leika eftir. Monica er mikið fyrir að klæða viðskiptavini sína í náttúrulega litapallettu og einblína á að draga fram það besta í hverjum í einum. Kendall Jenner er til dæmis mikið í magabolum á meðan Kylie Jenner klæðist þröngum pilsum sem eru há í mittið. Fyrir þá sem heillast af stíl Monicu er þess virði að fylgjast með henni á Instagram hér. Stílistinn frægi.Bella og Gigi Hadid.Chrissy Teigen.Kim og Kourtney Kardashian.Kendall og Kylie Jenner.
Mest lesið Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Tískuvikan í New York: Wang er mættur aftur Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Klæddist skótrendi ársins á rauða dreglinum Glamour Með sjálfbærni að leiðarljósi Glamour Taktu flugið með Chanel Glamour Kallaðu mig Caitlyn Jenner Glamour Kim Kardashian fetar nýjar slóðir Glamour