Annað áfall fyrir Rússa: Ólympíumeistari fellur aftur á lyfjaprófi Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. apríl 2016 12:00 Tatyana Beloborodova, áður Lysenko, er á leið í annað keppnisbann. vísir/getty Tatyana Beloborodova, Ólympíumeistari kvenna í sleggjukasti, er komin í hóp fjölmargra rússneskra frjálsíþróttamanna sem hafa fallið á lyfjaprófi undanfarin misseri. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, greindi frá því að Beloborodova, sem áður bar eftirnafnið Lysenko, féll á lyfjaprófi og á hún yfir höfði sér að minnsta kosti tveggja ára keppnisbann. Þetta er í annað sinn sem Beloborodova sem þessi tvöfaldi heimsmeistari fellur á lyfjaprófi en hún var dæmd í tveggja ára keppnisbann árið 2007 þegar sterar fundust í lyfsýni hennar. Beloborodova hélt Evrópumeistaratitlinum sem hún vann í Gautaborg árið 2006 en heimsmet hennar upp á 78,61 metra frá því í maí 2007 var þurrkað út eftir að upp komst um lyfjamisnotkunina. Þessi tíðindi eru mikið áfall fyrir frjálsíþróttayfirvöld í Rússlandi sem hafa verið að reyna að hreinsa til hjá sér eftir að upp komst um stórfellt og kerfisbundið lyfjamisferli á síðasta ári. Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki keppa á alþjóðlegum vettvangi og eins og staðan er verður þeim meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar ef ekkert breytist. Rússar hafa beðist vægðar og munu gera grein fyrir máli sínu og útskýrt hvað þeir hafa gert til að gera hreint hjá sér á næstu vikum. Þeir vonast til að geta sent frjálsíþróttafólk sitt á Ólympíuleikana. Búist er við að Alþjóðafrjálsíþróttsambandið taki ákvörðun um framhaldið á fundi í næsta mánuði. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sjá meira
Tatyana Beloborodova, Ólympíumeistari kvenna í sleggjukasti, er komin í hóp fjölmargra rússneskra frjálsíþróttamanna sem hafa fallið á lyfjaprófi undanfarin misseri. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, greindi frá því að Beloborodova, sem áður bar eftirnafnið Lysenko, féll á lyfjaprófi og á hún yfir höfði sér að minnsta kosti tveggja ára keppnisbann. Þetta er í annað sinn sem Beloborodova sem þessi tvöfaldi heimsmeistari fellur á lyfjaprófi en hún var dæmd í tveggja ára keppnisbann árið 2007 þegar sterar fundust í lyfsýni hennar. Beloborodova hélt Evrópumeistaratitlinum sem hún vann í Gautaborg árið 2006 en heimsmet hennar upp á 78,61 metra frá því í maí 2007 var þurrkað út eftir að upp komst um lyfjamisnotkunina. Þessi tíðindi eru mikið áfall fyrir frjálsíþróttayfirvöld í Rússlandi sem hafa verið að reyna að hreinsa til hjá sér eftir að upp komst um stórfellt og kerfisbundið lyfjamisferli á síðasta ári. Rússneskir frjálsíþróttamenn mega ekki keppa á alþjóðlegum vettvangi og eins og staðan er verður þeim meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar ef ekkert breytist. Rússar hafa beðist vægðar og munu gera grein fyrir máli sínu og útskýrt hvað þeir hafa gert til að gera hreint hjá sér á næstu vikum. Þeir vonast til að geta sent frjálsíþróttafólk sitt á Ólympíuleikana. Búist er við að Alþjóðafrjálsíþróttsambandið taki ákvörðun um framhaldið á fundi í næsta mánuði.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sjá meira