Er ein kráka í hendi betri en tvær í skógi? Þorkell Helgason skrifar 6. apríl 2016 07:00 Greinarhöfundur fjallaði hér í Fréttablaðinu 2. apríl sl. um innihaldið í frumvarpsdrögum stjórnarskrárnefndar sem kynnt hafa verið. (Því miður hefur uppsetningin brenglast lítillega í blaðinu en rétt upp setta má finna greinina á vefsíðunni visir.is; https://www.visir.is/hvad-sagdi-stjornlagarad-um-tillogur-stjornarskrarnefndar-/article/2016160409845) Nú verður haldið áfram og hugað að framvindu málsins.Staðan nú Nú, nær fimm árum eftir að stjórnlagaráð lagði fram heildardrög að nýrri stjórnarskrá, búum við enn við þá gömlu, óbreytta. Við, sem viljum nýja stjórnarskrá byggða á þeim grundvelli sem stjórnlagaráð lagði, verðum að spyrja okkur hvort við teljum tillögur stjórnarskrárnefndar spor í rétta átt, áfangasigur, sem beri að fagna, eða leiðarenda málsins og um leið blindgötu. Hvort tillögurnar séu viðunandi áfangi fer að talsverðu leyti eftir því hvernig nefndin tekur á þeim ábendingum um lagfæringar sem hún hefur fengið. Verði niðurstaðan sú að endanlegar tillögur nefndarinnar séu kráka í hendi ber þá ekki að fagna því og þiggja? Hinar krákurnar tvær í skógi ættu að geta náðst síðar. Ef ekki, er þá ekki þessi eina í hendi skárri en engin? Látum svörin bíða þess sem fram vindur.Hvað svo? En jafnvel þótt stjórnarskrárnefndin nýja skili af sér viðunandi tillögum, er kálið ekki sopið þó að í ausuna sé komið. Við tekur umfjöllun á Alþingi og atkvæðagreiðsla þar. Frumvörp stjórnarskrárnefndar verða að fá stuðning 2/3 hluta greiddra atkvæði á þinginu, atkvæði 42 þingmanna, ef hinir 21 eru allir á móti. Það eitt kallar á stuðning minnst þriggja þingflokka. Þingmenn kunna að vera andvígir umræddum stjórnarskrárbreytingum, bæði þeir sem vilja sem minnstu breyta svo og hinir sem telja of skammt gengið. Að málinu yrði því sótt úr tveimur áttum. Hljóti frumvörpin, eitt, tvö eða öll þrjú, tilskilin stuðning á þingi fer málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þar eru líka settar skorður. Ekki nægir að meiri hluti þeirra, sem þátt taka, ákveði endanlega um afdrif breytingarfrumvarpanna heldur verða 40% kjósenda á kjörskrá að styðja hvert frumvarpanna til að það teljist samþykkt. Þetta er strangt skilyrði. Jafnvel þótt kosningaþátttaka yrði þokkaleg, segjum 60%, þurfa 2/3 þeirra sem þátt taka að vera fylgjandi breytingunni. Rúmur þriðjungur nær á hinn bóginn að fella málið. Eins og á þingi kynnu þá andstæðingar að sameinast gegn breytingunum. Til þess að slíkar stjórnarskrárbreytingar nái fram að ganga, þarf því að virkja stóran hluta kjósenda til þátttöku og megnið af þeim verður að sannfærast um ágæti frumvarpanna. Af þessu sést að brýnt er að undirbúa hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu vel, hafa góða kynningu – með og móti – og síðast en ekki síst að velja réttan tíma. Að mínu mati væri, úr því sem komið er, æskilegast að hafa atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða næstu þingkosningum. Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár og kosningalaga verða þingkosningar að fara fram í síðasta lagi 29. apríl 2017. Bráðabirgðaákvæðið um verklagið við stjórnarskrárbreytingu, sem til stendur að nýta, fellur úr gildi degi síðar, eða 30. apríl 2017. Þannig væri enn borð fyrir báru. Nú kann að vera sagt að óheppilegt sé að tengja saman þjóðaratkvæðagreiðslu og þingkosningar. Forseti lýðveldisins hefur tekið svo stórt upp í sig að segja það „jafnvel andlýðræðislegt í eðli sínu“ að þjóðaratkvæðagreiðsla blandaðist komandi forsetakosningum. Ekki verður tekið undir þá skoðun auk þess sem hér er ólíku saman að jafna. Það er einmitt tilvalið að spyrða saman þingkosningar og stjórnarskrármál. Stjórnarskráin mun þá verða einna efst á baugi í aðdraganda þingkosninganna. Þjóðinni gefst þannig tækifæri til að hafa samræmi í gerðum sínum, að taka afstöðu til stjórnarskrárbreytinga og kjósa jafnframt þá á þing sem vilja fylgja eftir frekari stjórnarskrárbreytingum – jafnvel á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Hinir sem vilja sem fæstu breyta kjósa þá kyrrstöðuflokka. Þessi þráður verður ekki spunninn lengra að sinni. Nú er þess að bíða að stjórnarskrárnefnd skili af sér – og þá vonandi bættum tillögum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur fjallaði hér í Fréttablaðinu 2. apríl sl. um innihaldið í frumvarpsdrögum stjórnarskrárnefndar sem kynnt hafa verið. (Því miður hefur uppsetningin brenglast lítillega í blaðinu en rétt upp setta má finna greinina á vefsíðunni visir.is; https://www.visir.is/hvad-sagdi-stjornlagarad-um-tillogur-stjornarskrarnefndar-/article/2016160409845) Nú verður haldið áfram og hugað að framvindu málsins.Staðan nú Nú, nær fimm árum eftir að stjórnlagaráð lagði fram heildardrög að nýrri stjórnarskrá, búum við enn við þá gömlu, óbreytta. Við, sem viljum nýja stjórnarskrá byggða á þeim grundvelli sem stjórnlagaráð lagði, verðum að spyrja okkur hvort við teljum tillögur stjórnarskrárnefndar spor í rétta átt, áfangasigur, sem beri að fagna, eða leiðarenda málsins og um leið blindgötu. Hvort tillögurnar séu viðunandi áfangi fer að talsverðu leyti eftir því hvernig nefndin tekur á þeim ábendingum um lagfæringar sem hún hefur fengið. Verði niðurstaðan sú að endanlegar tillögur nefndarinnar séu kráka í hendi ber þá ekki að fagna því og þiggja? Hinar krákurnar tvær í skógi ættu að geta náðst síðar. Ef ekki, er þá ekki þessi eina í hendi skárri en engin? Látum svörin bíða þess sem fram vindur.Hvað svo? En jafnvel þótt stjórnarskrárnefndin nýja skili af sér viðunandi tillögum, er kálið ekki sopið þó að í ausuna sé komið. Við tekur umfjöllun á Alþingi og atkvæðagreiðsla þar. Frumvörp stjórnarskrárnefndar verða að fá stuðning 2/3 hluta greiddra atkvæði á þinginu, atkvæði 42 þingmanna, ef hinir 21 eru allir á móti. Það eitt kallar á stuðning minnst þriggja þingflokka. Þingmenn kunna að vera andvígir umræddum stjórnarskrárbreytingum, bæði þeir sem vilja sem minnstu breyta svo og hinir sem telja of skammt gengið. Að málinu yrði því sótt úr tveimur áttum. Hljóti frumvörpin, eitt, tvö eða öll þrjú, tilskilin stuðning á þingi fer málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þar eru líka settar skorður. Ekki nægir að meiri hluti þeirra, sem þátt taka, ákveði endanlega um afdrif breytingarfrumvarpanna heldur verða 40% kjósenda á kjörskrá að styðja hvert frumvarpanna til að það teljist samþykkt. Þetta er strangt skilyrði. Jafnvel þótt kosningaþátttaka yrði þokkaleg, segjum 60%, þurfa 2/3 þeirra sem þátt taka að vera fylgjandi breytingunni. Rúmur þriðjungur nær á hinn bóginn að fella málið. Eins og á þingi kynnu þá andstæðingar að sameinast gegn breytingunum. Til þess að slíkar stjórnarskrárbreytingar nái fram að ganga, þarf því að virkja stóran hluta kjósenda til þátttöku og megnið af þeim verður að sannfærast um ágæti frumvarpanna. Af þessu sést að brýnt er að undirbúa hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu vel, hafa góða kynningu – með og móti – og síðast en ekki síst að velja réttan tíma. Að mínu mati væri, úr því sem komið er, æskilegast að hafa atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða næstu þingkosningum. Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár og kosningalaga verða þingkosningar að fara fram í síðasta lagi 29. apríl 2017. Bráðabirgðaákvæðið um verklagið við stjórnarskrárbreytingu, sem til stendur að nýta, fellur úr gildi degi síðar, eða 30. apríl 2017. Þannig væri enn borð fyrir báru. Nú kann að vera sagt að óheppilegt sé að tengja saman þjóðaratkvæðagreiðslu og þingkosningar. Forseti lýðveldisins hefur tekið svo stórt upp í sig að segja það „jafnvel andlýðræðislegt í eðli sínu“ að þjóðaratkvæðagreiðsla blandaðist komandi forsetakosningum. Ekki verður tekið undir þá skoðun auk þess sem hér er ólíku saman að jafna. Það er einmitt tilvalið að spyrða saman þingkosningar og stjórnarskrármál. Stjórnarskráin mun þá verða einna efst á baugi í aðdraganda þingkosninganna. Þjóðinni gefst þannig tækifæri til að hafa samræmi í gerðum sínum, að taka afstöðu til stjórnarskrárbreytinga og kjósa jafnframt þá á þing sem vilja fylgja eftir frekari stjórnarskrárbreytingum – jafnvel á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Hinir sem vilja sem fæstu breyta kjósa þá kyrrstöðuflokka. Þessi þráður verður ekki spunninn lengra að sinni. Nú er þess að bíða að stjórnarskrárnefnd skili af sér – og þá vonandi bættum tillögum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun