Víkingur Ólafsvík fékk í dag lánsmann frá Stjörnunni fyrir átökin í Pepsi-deildinni næsta sumar.
Hinn bráðefnilegi Þórhallur Kári Knútsson er á leið til félagsins og verður í Ólafsvík út sumarið.
Hann spilaði 15 leiki fyrir Stjörnuna síðasta sumar og skoraði í þeim leikjum ein þrjú mörk.
Á uppskeruhátíð Stjörnunnar var Þórhallur Kári síðan kosinn efnilegasti leikmaður félagsins.
