Skattaskjól og siðferði stjórnmálamanna Bjarni Halldór Janusson og Geir Finnsson. skrifar 4. apríl 2016 11:21 Í hinum stóra heimi er Ísland smáþjóð, en í huga okkar erum við stærst. Enginn er þessu meira sammála en þeir sem nú ráða hér ríkjum. Það vill bara svo til að við erum ekki endilega stærst í því samhengi sem við getum státað okkur af. Ísland trónir nú efst á lista meðal þjóða á borð við Rússland, Sýrland og Sádí-Arabíu. Forsætisráðherra Íslands er í hópi þjóðarleiðtoga sem eiga sterk tengsl við þekkt skattaskjól. Alþjóðlegar táknmyndir pólitískrar spillingar og vafasams siðferðis víða um heim. Það er ástæða fyrir því að Ísland fær svona mikla umfjöllun. Fjöldi þeirra Íslendinga, sem tengdir eru skattaskjólum, er sláandi þegar tekið er tillit til íbúafjölda landsins. Á listanum má finna forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra landsins svo örfáir aðilar séu nefndir. Íslensku nöfnin á listanum eru mun fleiri, eða um 600 talsins. Þar má finna nöfn fjölda kjörinna fulltrúa á listanum. Það kemur þó varla á óvart. Undanfarin ár hafa mörg mál sprottið upp þar sem stjórnmálamenn fara hvorki eftir reglum né viðurkenndum stjórnsýsluháttum. Áliti almennings á stjórnsýslunni hefur hrakað, en aðeins einn af hverjum fimm treystir ríkisstjórninni og sjöundi hver segist treysta Alþingi. Slíkt gerist þegar sérhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni. Það eru ekki einungis aðild ráðherra að málinu sem bendir til vanhæfni, heldur einnig viðbrögð þeirra við uppljóstrunum. Feluleikur og óheiðarleiki einkennir því miður íslensk stjórnmál og mál er að linni. Það er eðlileg krafa landsmanna að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar upplýsi um hagsmunatengsl sín. Almannahagsmunir skulu ráða för í stað sérhagsmuna í stefnumótun og skipulagningu samfélagsins. Í frjálslyndu og réttlátu samfélagi er í himnalagi að stunda viðskipti og eiga sínar eignir, svo lengi sem maður gerir grein fyrir þeim. Það kann vel að vera að forsætisráðherra hafi ekki brotið lög með athæfi sínu, en það leikur enginn vafi á að siðferðisbresturinn er mikill. Það er nefnilega eitt að taka þátt í vafasömum viðskiptum sem kynnu, tæknilega séð, að standast lagalegar kröfur, en allt annað þegar stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðar og segja síðan ósatt um aðild sína. Augu alþjóðlegra fréttamiðla eru á okkur og notuð er mynd þar sem forsætisráðherra Íslands er stillt upp við hlið leiðtoga Sýrlands, Írans, Sádí-Arabíu, Úkraínu og Rússlands. Þetta er okkur, sem þjóð, afar skaðlegt. Vinnunni, sem við höfum lagt í að læra af mistökum okkar í hruninu, hefur verið kastað á glæ. Ráðamenn sem hegða sér þannig brjóta beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar. Þótt forsætisráðherra hafi ekki endilega farið á svig við lög né gerst sekur um stórfelld brot, þá réttlætir það einfaldlega ekki neitt. Brot hans varðar siðferði og stangast á við það réttláta samfélag sem við viljum sjá. Þegar forsætisráðherra fegrar stöðu sína í stað þess að viðurkenna brot sín, þá er það ekki einungis hans eigin orðspor sem bíður hnekki heldur einnig þjóðarinnar og slíkt er með öllu ólíðandi. Nýir og ferskir vindar eru löngu tímabærir inn um dyr Alþingis. Þó að Íran og Sádi-Arabía muni líklega seint leyfa þegnum sínum að finna smjörþefinn af lýðræði, þá gefst okkur Íslendingum sem betur fer færi á að sýna vilja okkar í verki og þann rétt skulum við virða og nýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í hinum stóra heimi er Ísland smáþjóð, en í huga okkar erum við stærst. Enginn er þessu meira sammála en þeir sem nú ráða hér ríkjum. Það vill bara svo til að við erum ekki endilega stærst í því samhengi sem við getum státað okkur af. Ísland trónir nú efst á lista meðal þjóða á borð við Rússland, Sýrland og Sádí-Arabíu. Forsætisráðherra Íslands er í hópi þjóðarleiðtoga sem eiga sterk tengsl við þekkt skattaskjól. Alþjóðlegar táknmyndir pólitískrar spillingar og vafasams siðferðis víða um heim. Það er ástæða fyrir því að Ísland fær svona mikla umfjöllun. Fjöldi þeirra Íslendinga, sem tengdir eru skattaskjólum, er sláandi þegar tekið er tillit til íbúafjölda landsins. Á listanum má finna forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra landsins svo örfáir aðilar séu nefndir. Íslensku nöfnin á listanum eru mun fleiri, eða um 600 talsins. Þar má finna nöfn fjölda kjörinna fulltrúa á listanum. Það kemur þó varla á óvart. Undanfarin ár hafa mörg mál sprottið upp þar sem stjórnmálamenn fara hvorki eftir reglum né viðurkenndum stjórnsýsluháttum. Áliti almennings á stjórnsýslunni hefur hrakað, en aðeins einn af hverjum fimm treystir ríkisstjórninni og sjöundi hver segist treysta Alþingi. Slíkt gerist þegar sérhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni. Það eru ekki einungis aðild ráðherra að málinu sem bendir til vanhæfni, heldur einnig viðbrögð þeirra við uppljóstrunum. Feluleikur og óheiðarleiki einkennir því miður íslensk stjórnmál og mál er að linni. Það er eðlileg krafa landsmanna að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar upplýsi um hagsmunatengsl sín. Almannahagsmunir skulu ráða för í stað sérhagsmuna í stefnumótun og skipulagningu samfélagsins. Í frjálslyndu og réttlátu samfélagi er í himnalagi að stunda viðskipti og eiga sínar eignir, svo lengi sem maður gerir grein fyrir þeim. Það kann vel að vera að forsætisráðherra hafi ekki brotið lög með athæfi sínu, en það leikur enginn vafi á að siðferðisbresturinn er mikill. Það er nefnilega eitt að taka þátt í vafasömum viðskiptum sem kynnu, tæknilega séð, að standast lagalegar kröfur, en allt annað þegar stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðar og segja síðan ósatt um aðild sína. Augu alþjóðlegra fréttamiðla eru á okkur og notuð er mynd þar sem forsætisráðherra Íslands er stillt upp við hlið leiðtoga Sýrlands, Írans, Sádí-Arabíu, Úkraínu og Rússlands. Þetta er okkur, sem þjóð, afar skaðlegt. Vinnunni, sem við höfum lagt í að læra af mistökum okkar í hruninu, hefur verið kastað á glæ. Ráðamenn sem hegða sér þannig brjóta beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar. Þótt forsætisráðherra hafi ekki endilega farið á svig við lög né gerst sekur um stórfelld brot, þá réttlætir það einfaldlega ekki neitt. Brot hans varðar siðferði og stangast á við það réttláta samfélag sem við viljum sjá. Þegar forsætisráðherra fegrar stöðu sína í stað þess að viðurkenna brot sín, þá er það ekki einungis hans eigin orðspor sem bíður hnekki heldur einnig þjóðarinnar og slíkt er með öllu ólíðandi. Nýir og ferskir vindar eru löngu tímabærir inn um dyr Alþingis. Þó að Íran og Sádi-Arabía muni líklega seint leyfa þegnum sínum að finna smjörþefinn af lýðræði, þá gefst okkur Íslendingum sem betur fer færi á að sýna vilja okkar í verki og þann rétt skulum við virða og nýta.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun