Blikastelpur unnu Evrópumeistarana 5-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 13:56 Lið Breiðabliks eftir stórsigurinn í dag. Mynd/Halldór Arnarsson Kvennalið Breiðabliks er heldur betur að gera góða hluti í æfingaferð sinni til Þýskalands en þar eru Íslandsmeistararnir að undirbúa sig fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Breiðablik mætti Evrópumeisturum í FFC Frankfurt í æfingaleik í hádeginu en fyrir fjórum dögum sló þýska liðið Söru Björk Gunnarsdóttir og félaga hennar í Rosengard út í Vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Frankfurt-liðið stillti upp sterku liði á móti Blikum en meðal annarra leikmanna hjá þeim voru þýsku landsliðskonuarnar Dzsenifer Marozsan og Simone Laudehr. Auk þeirra spilaði Kanadíski landsliðsmaðurinn Sophie Schmidt og hin ástralska Emily van Egmond leikinn ásamt fleiri lykilmönnum. Blikastelpurnar voru í miklu stuði og unnu leikinn 5-0. Rakel Hönnudóttir og Ester Rós Arnardóttir komu Kópavogsliðinu í 2-0 í fyrri hálfleiknum og Fanndís Friðriksdóttir skoraði síðan þrennu í þeim síðari. Fanndís Friðriksdóttir var einmitt markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Frankfurt átti margar harðar og álitlegar tilraunir að marki Blika en Blikavörnin og Sonný Lára Þráinsdóttir markmaður sáu til þess að þær urðu allar árangurslausar. Blikakonur fengu aðeins á sig fjögur mörk í átján leikjum í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar þar sem Sonný Lára hélt marki sínu meðal annars hreinu í tólf leikjum í röð. Þessi leikur í dag var liður í æfingaferð Blikanna en áður höfðu þær unnið B-lið Frankfurt með tveimur mörkum gegn einu. Blikakonur eru líklega til afreka í sumar ef marka má þessi frábæru úrslit en það stefnir í spennandi sumar í kvennafótboltanum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 30. mars 2016 21:39 Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks er heldur betur að gera góða hluti í æfingaferð sinni til Þýskalands en þar eru Íslandsmeistararnir að undirbúa sig fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Breiðablik mætti Evrópumeisturum í FFC Frankfurt í æfingaleik í hádeginu en fyrir fjórum dögum sló þýska liðið Söru Björk Gunnarsdóttir og félaga hennar í Rosengard út í Vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Frankfurt-liðið stillti upp sterku liði á móti Blikum en meðal annarra leikmanna hjá þeim voru þýsku landsliðskonuarnar Dzsenifer Marozsan og Simone Laudehr. Auk þeirra spilaði Kanadíski landsliðsmaðurinn Sophie Schmidt og hin ástralska Emily van Egmond leikinn ásamt fleiri lykilmönnum. Blikastelpurnar voru í miklu stuði og unnu leikinn 5-0. Rakel Hönnudóttir og Ester Rós Arnardóttir komu Kópavogsliðinu í 2-0 í fyrri hálfleiknum og Fanndís Friðriksdóttir skoraði síðan þrennu í þeim síðari. Fanndís Friðriksdóttir var einmitt markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Frankfurt átti margar harðar og álitlegar tilraunir að marki Blika en Blikavörnin og Sonný Lára Þráinsdóttir markmaður sáu til þess að þær urðu allar árangurslausar. Blikakonur fengu aðeins á sig fjögur mörk í átján leikjum í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar þar sem Sonný Lára hélt marki sínu meðal annars hreinu í tólf leikjum í röð. Þessi leikur í dag var liður í æfingaferð Blikanna en áður höfðu þær unnið B-lið Frankfurt með tveimur mörkum gegn einu. Blikakonur eru líklega til afreka í sumar ef marka má þessi frábæru úrslit en það stefnir í spennandi sumar í kvennafótboltanum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 30. mars 2016 21:39 Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 30. mars 2016 21:39
Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43