Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 20. apríl 2016 09:00 Jón Vilhelm Ákason einbeittur í leik gegn Val í fyrra. vísir/valli Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir ÍA tíunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en Skagamenn héldu sæti sínu sem nýliðar í fyrra með stæl og höfnuðu í sjöunda sæti. ÍA er þriðja sigursælasta félag Íslandsmótsins ásamt Fram með 18 Íslandsmeistaratitla en síðast vann liðið titilinn árið 2001 eftir dramatískan úrslitaleik gegn ÍBV í Eyjum. Þjálfari ÍA er heimamaðurinn Gunnlaugur Jónsson sem tók við liðinu í 1. deildinnni 2014 og kom því upp í efstu deild. Hann náði að kreista allt út úr öllum leikmönnum Skagans í fyrra og fékk eðlilega mikið lof fyrir frammistöðu sína. Hann er að byggja upp lið á heimamönnum sem bæjarfélagið kann að meta. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/sæmundurFYRSTU FIMM Fyrir utan leik á útivelli gegn Íslandsmeisturum FH í annarri umferð fá Skagamenn mjög góða byrjun á móti þar sem þeir geta safnað slatta af stigum. Tveir fyrstu leikirnir eru vissulega á útivelli en þeir mæta nýliðum Ólafsvíkur í fjórðu umferð og tveimur liðum sem eru spurningamerki á borð við ÍBV og Fjölni. 01. maí: ÍBV – ÍA, Hásteinsvöllur 08. maí: FH – ÍA, Kaplakrikavöllur 12. maí: ÍA – Fjölnir, Norðurálsvöllurinn 16. maí: Víkingur Ó. – ÍA, Ólafsvíkurvöllur 21. maí: ÍA – Fylkir, NorðurálsvöllurinnÁrni Snær Ólafsson, Garðar Gunnlaugsson og Ármann Smári Björnsson.vísir/pjeturÞRÍR SEM ÍA TREYSTIR ÁGarðar Gunnlaugsson: Það hefur nákvæmlega ekkert breyst frá því í fyrra (sjá meira um það í markaðnum). Aðalmennirnir þrír eru Garðar, Árni og Ármann Smári. Garðar var ótvírætt mikilvægasti leikmaður síns liðs í Pepsi-deildinni síðasta sumar en nánast hvert einasta mark sem hann skoraði tryggði liðinu stig í eintölu eða fleirtölu. Garðar var svolítið frá í fyrra vegna meiðsla en Skagamenn mega ekki við því í ár.Árni Snær Ólafsson: Markvörðurinn ungi átti frábært tímabil í fyrra og vakti mikla athygli fyrir hvað hann var duglegur að koma langt út í teiginn og út úr honum til að hreinsa upp. Hann var nánast eins og þriðji miðvörðurinn á milli þess sem hann stóð á milli stanganna. Viðbótin við Skagaliðið er ekki mikil þannig strákar eins og Árni þurfa að taka sinn leik upp á næsta þrep.Ármann Smári Björnsson: Miðvörðurinn stóri átti súper sumar í fyrra og setti vafalítið Norður-Evrópumet í að skalla boltann burt úr eigin teig. Ármann Smári er leiðtogi í Skagaliðinu fyrir utan að vera þess besti varnarmaður þannig hann verður líkt og í fyrra að vera góður og má hvergi slaka á.Martin Hummervoll kom til Skagamanna á dögnunum.mynd/kfía.isMARKAÐURINNKomnir: Andri Geir Alexandersson frá HK Martin Hummervoll frá Viking á lániFarnir: Ingimar Elí Hlynsson í HK Teitur Pétursson í HK Marko Andelkovic Arsenij Buinckij Eins og sést hefur ekki mikið gerst á félagaskiptamarkaðnum hjá Skagamönnum í vetur. Fram að komu norska framherjans Martins Hummervolls á dögunum var eini leikmaðurinn sem var kominn Andri Geir Alexandersson sem spilaði í 1. deildinni í fyrra. Hummervoll kom með smá líf inn í þrotabú Keflavíkur seinni hluta síðasta sumars og skoraði þrjú mörk í níu leikjum. Hann er nokkuð hraður og ætti að geta unnið ágætlega í kringum Garðar frammi. Hann var besti maður Keflavíkur eftir að hann kom í fyrra en miðað við hvað hefur það að segja í sumar? Skagamenn treysta á heimastrákana líkt og í fyrra og vonast til að leikmenn á borð við Þórð Þorstein Þórðarson og Albert Hafsteinsson taki enn meiri framförum. Fleiri ungir Skagastrákar hafa svo fengið veigamikil hlutverk á undirbúningstímabilinu. Steinar Þorsteinsson, Aron Ingi Kristinsson og Stefán Teitur Þórðarson, strákar fæddir 1997 og 1998, fengu mikið að spila í vetur og fá vafalítið mínútur í sumar. Hvort þessir kjúklingar geta skilað sama verki og Þórður og Albert í fyrra á eftir að koma í ljós. ÍA er að byggja til framtíðar og gera það á heimamönnum en að styrkja liðið svona lítið er afskaplega hættulegur leikur.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Ég hef mun minni áhyggjur af Skagamönnu en flestir sem fylgjast með íslenskum fótbolta. Þeir eru vissulega með þunnskipaðan hóp og mega engan vegin við meiðslum lykilmanna. Miðað við spilamennsku þeirra í vetur skil ég samt ekki að fólk haldi að þeir verði í vandræðum. Skagaliðið hefur spilað mjög þétt í vetur og og á köflum fínan fótbolta. Garðar Gunnlaugsson er sem fyrr potturinn og pannan í leik ÍA og stigasöfnun liðsins fer mikið eftir því hvernig heilsan er á Garðari.Gunnlaugur Jónsson er búinn að gera frábæra hluti sem þjálfari ÍA.Vísir/ernirÞað sem við vitum um ÍA er... að ekkert lið fær neitt gefins á móti Skagamönnum sem berjast með kjafti og klóm. Gunnlaugur Jónsson hefur náð upp gamla Skagaandanum og fær menn til að leggja sig alla fram og rúmlega það. Krafturinn og ákefðin var meira að segja mikil á undirbúningstímabilinu. Liðið er stútfullt af heimamönnum sem berjast fyrir málstaðinn en fótboltinn getur verið ansi einsleitur með langar sendingar fram völlinn og vonast til að Garðar Gunnlaugsson reddi málunum. Þegar liðið er þétt og Garðar er í stuði er mjög erfitt að vinna ÍA eins og sást seinni hluta síðasta sumars.Spurningamerkin eru... hvort markaðurinn eigi ekki eftir að bíta Skagamenn í afturendann. Að ala upp eigin fótboltamenn er gríðarlega falleg hugsjón og hefur virkað undanfarin tvö ár hjá ÍA en það vantar fleiri afgerandi leikmenn til að koma liðinu á næsta þrep. Svo er stórt spurningamerki hvort Gunnlaugur Jónsson geti áfram haldið að kreista hvern einasta dropa úr öllum leikmönnum liðsins í hverjum einasta leik.Ásgeir Marteinsson átti gott sumar með Skaganum í fyrra.vísir/valliÍ BESTA FALLI: Halda Skagamenn áfram eins og þeir luku síðasta keppnistímabili; þéttir fyrir og tapa fáum leikjum. Garðar verður heill allt tímabilið og verður einn besti leikmaður deildarinnar og nýtur þess að vera með Hummervoll hlaupandi í kringum sig. Ungu strákarnir halda áfram að blómstra og varnarleikurinn heldur. Gangi þetta upp geta Skagamenn aftur gert tilkall til sætis um miðja deild.Í VERSTA FALLI: Verður Garðar frá eins og í fyrra en hann hefur verið mikið meiddur á undirbúningstímabilinu. Það sannast að breiddin er ekki nægilega mikil og nýju ungu strákarnir eru ekki jafn tilbúnir í deildina og Þórður og Albert voru á síðasta tímabili. Það er langt á milli þess besta og versta hjá ÍA. Það þarf ekki svo mikið að fara úrskeiðis þannig Skagamenn hreinlega kveðji deildina í sumar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir ÍA tíunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en Skagamenn héldu sæti sínu sem nýliðar í fyrra með stæl og höfnuðu í sjöunda sæti. ÍA er þriðja sigursælasta félag Íslandsmótsins ásamt Fram með 18 Íslandsmeistaratitla en síðast vann liðið titilinn árið 2001 eftir dramatískan úrslitaleik gegn ÍBV í Eyjum. Þjálfari ÍA er heimamaðurinn Gunnlaugur Jónsson sem tók við liðinu í 1. deildinnni 2014 og kom því upp í efstu deild. Hann náði að kreista allt út úr öllum leikmönnum Skagans í fyrra og fékk eðlilega mikið lof fyrir frammistöðu sína. Hann er að byggja upp lið á heimamönnum sem bæjarfélagið kann að meta. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/sæmundurFYRSTU FIMM Fyrir utan leik á útivelli gegn Íslandsmeisturum FH í annarri umferð fá Skagamenn mjög góða byrjun á móti þar sem þeir geta safnað slatta af stigum. Tveir fyrstu leikirnir eru vissulega á útivelli en þeir mæta nýliðum Ólafsvíkur í fjórðu umferð og tveimur liðum sem eru spurningamerki á borð við ÍBV og Fjölni. 01. maí: ÍBV – ÍA, Hásteinsvöllur 08. maí: FH – ÍA, Kaplakrikavöllur 12. maí: ÍA – Fjölnir, Norðurálsvöllurinn 16. maí: Víkingur Ó. – ÍA, Ólafsvíkurvöllur 21. maí: ÍA – Fylkir, NorðurálsvöllurinnÁrni Snær Ólafsson, Garðar Gunnlaugsson og Ármann Smári Björnsson.vísir/pjeturÞRÍR SEM ÍA TREYSTIR ÁGarðar Gunnlaugsson: Það hefur nákvæmlega ekkert breyst frá því í fyrra (sjá meira um það í markaðnum). Aðalmennirnir þrír eru Garðar, Árni og Ármann Smári. Garðar var ótvírætt mikilvægasti leikmaður síns liðs í Pepsi-deildinni síðasta sumar en nánast hvert einasta mark sem hann skoraði tryggði liðinu stig í eintölu eða fleirtölu. Garðar var svolítið frá í fyrra vegna meiðsla en Skagamenn mega ekki við því í ár.Árni Snær Ólafsson: Markvörðurinn ungi átti frábært tímabil í fyrra og vakti mikla athygli fyrir hvað hann var duglegur að koma langt út í teiginn og út úr honum til að hreinsa upp. Hann var nánast eins og þriðji miðvörðurinn á milli þess sem hann stóð á milli stanganna. Viðbótin við Skagaliðið er ekki mikil þannig strákar eins og Árni þurfa að taka sinn leik upp á næsta þrep.Ármann Smári Björnsson: Miðvörðurinn stóri átti súper sumar í fyrra og setti vafalítið Norður-Evrópumet í að skalla boltann burt úr eigin teig. Ármann Smári er leiðtogi í Skagaliðinu fyrir utan að vera þess besti varnarmaður þannig hann verður líkt og í fyrra að vera góður og má hvergi slaka á.Martin Hummervoll kom til Skagamanna á dögnunum.mynd/kfía.isMARKAÐURINNKomnir: Andri Geir Alexandersson frá HK Martin Hummervoll frá Viking á lániFarnir: Ingimar Elí Hlynsson í HK Teitur Pétursson í HK Marko Andelkovic Arsenij Buinckij Eins og sést hefur ekki mikið gerst á félagaskiptamarkaðnum hjá Skagamönnum í vetur. Fram að komu norska framherjans Martins Hummervolls á dögunum var eini leikmaðurinn sem var kominn Andri Geir Alexandersson sem spilaði í 1. deildinni í fyrra. Hummervoll kom með smá líf inn í þrotabú Keflavíkur seinni hluta síðasta sumars og skoraði þrjú mörk í níu leikjum. Hann er nokkuð hraður og ætti að geta unnið ágætlega í kringum Garðar frammi. Hann var besti maður Keflavíkur eftir að hann kom í fyrra en miðað við hvað hefur það að segja í sumar? Skagamenn treysta á heimastrákana líkt og í fyrra og vonast til að leikmenn á borð við Þórð Þorstein Þórðarson og Albert Hafsteinsson taki enn meiri framförum. Fleiri ungir Skagastrákar hafa svo fengið veigamikil hlutverk á undirbúningstímabilinu. Steinar Þorsteinsson, Aron Ingi Kristinsson og Stefán Teitur Þórðarson, strákar fæddir 1997 og 1998, fengu mikið að spila í vetur og fá vafalítið mínútur í sumar. Hvort þessir kjúklingar geta skilað sama verki og Þórður og Albert í fyrra á eftir að koma í ljós. ÍA er að byggja til framtíðar og gera það á heimamönnum en að styrkja liðið svona lítið er afskaplega hættulegur leikur.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Ég hef mun minni áhyggjur af Skagamönnu en flestir sem fylgjast með íslenskum fótbolta. Þeir eru vissulega með þunnskipaðan hóp og mega engan vegin við meiðslum lykilmanna. Miðað við spilamennsku þeirra í vetur skil ég samt ekki að fólk haldi að þeir verði í vandræðum. Skagaliðið hefur spilað mjög þétt í vetur og og á köflum fínan fótbolta. Garðar Gunnlaugsson er sem fyrr potturinn og pannan í leik ÍA og stigasöfnun liðsins fer mikið eftir því hvernig heilsan er á Garðari.Gunnlaugur Jónsson er búinn að gera frábæra hluti sem þjálfari ÍA.Vísir/ernirÞað sem við vitum um ÍA er... að ekkert lið fær neitt gefins á móti Skagamönnum sem berjast með kjafti og klóm. Gunnlaugur Jónsson hefur náð upp gamla Skagaandanum og fær menn til að leggja sig alla fram og rúmlega það. Krafturinn og ákefðin var meira að segja mikil á undirbúningstímabilinu. Liðið er stútfullt af heimamönnum sem berjast fyrir málstaðinn en fótboltinn getur verið ansi einsleitur með langar sendingar fram völlinn og vonast til að Garðar Gunnlaugsson reddi málunum. Þegar liðið er þétt og Garðar er í stuði er mjög erfitt að vinna ÍA eins og sást seinni hluta síðasta sumars.Spurningamerkin eru... hvort markaðurinn eigi ekki eftir að bíta Skagamenn í afturendann. Að ala upp eigin fótboltamenn er gríðarlega falleg hugsjón og hefur virkað undanfarin tvö ár hjá ÍA en það vantar fleiri afgerandi leikmenn til að koma liðinu á næsta þrep. Svo er stórt spurningamerki hvort Gunnlaugur Jónsson geti áfram haldið að kreista hvern einasta dropa úr öllum leikmönnum liðsins í hverjum einasta leik.Ásgeir Marteinsson átti gott sumar með Skaganum í fyrra.vísir/valliÍ BESTA FALLI: Halda Skagamenn áfram eins og þeir luku síðasta keppnistímabili; þéttir fyrir og tapa fáum leikjum. Garðar verður heill allt tímabilið og verður einn besti leikmaður deildarinnar og nýtur þess að vera með Hummervoll hlaupandi í kringum sig. Ungu strákarnir halda áfram að blómstra og varnarleikurinn heldur. Gangi þetta upp geta Skagamenn aftur gert tilkall til sætis um miðja deild.Í VERSTA FALLI: Verður Garðar frá eins og í fyrra en hann hefur verið mikið meiddur á undirbúningstímabilinu. Það sannast að breiddin er ekki nægilega mikil og nýju ungu strákarnir eru ekki jafn tilbúnir í deildina og Þórður og Albert voru á síðasta tímabili. Það er langt á milli þess besta og versta hjá ÍA. Það þarf ekki svo mikið að fara úrskeiðis þannig Skagamenn hreinlega kveðji deildina í sumar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00