Stjarnan er komin áfram í undanúrslit úrslitakeppni Olísdeildar kvenna eftir æsilegan sigur á Val í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum í kvöld.
Helena Rut Örvarsdóttir var hetja Stjörnunnar en hún skoraði sigurmarkið þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum.
„Ég man eiginlega ekkert eftir þessu. Ég sá bara að boltinn fór í stöngina og stöngina og svo inn. Það var mjög sætt að sjá hana inni.”
Stjarnan mætir Haukum og Helena vill bæta upp fyrir tapleikina gegn þeim í vetur.
„Við eigum harma að hefna og ég er mjög spennt að mæta Haukum á föstudaginn. Það verður bara gaman,” sagði glaðbeitt hetjan í leikslok.
Nánari umfjöllun og viðtöl má finna í greininni hér fyrir neðan.

