Óþolandi árás á alþjóðalög Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 18. apríl 2016 00:00 Hernám Marokkó á Vestur-Sahara hefur nú staðið í fjóra áratugi, en Marokkómenn sölsuðu undir sig landið eftir að Spánverjar drógu sig frá þessari fyrrum nýlendu sinni. Framferði Marokkóstjórnar var fordæmt af alþjóðasamfélaginu og hafa Sameinuðu þjóðirnar margítrekað þá afstöðu sína að hernámið sé ólöglegt og að virða beri sjálfsákvörðunarrétt íbúa svæðisins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Vestur-Saharabúa um framtíðarstjórnskipan sína. Árið 1991 var samið vopnahlé í áralangri borgarastyrjöld í landinu milli POLISARIO, sjálfstæðishreyfingar Vestur-Sahara og stjórnarhers Marokkó. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna hélt þá til landsins með það yfirlýsta hlutverk að tryggja frið milli deiluaðila og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu svæðisins. Frá þeim tíma hefur Marokkóstjórn dregið lappirnar og staðið í vegi fyrir framkvæmd kosninganna. Fyrr á þessu ári dró til tíðinda þegar Ban Ki Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Marokkó og æskti þess að fá að heimsækja hið hernumda landsvæði. Marokkóstjórn hafnaði þeirri beiðni, sem út af fyrir sig er hrópleg ósvífni í garð þessara mikilvægustu alþjóðasamtaka í heimi. Ban Ki Moon lét þetta þó ekki stöðva sig heldur heimsótti flóttamannabúðir Vestur-Saharabúa í Alsír og héruð innan landamæra Vestur-Sahara sem eru á valdi POLISARIO. Á ferðalagi þessu talaði aðalritarinn um hernám Marokkóstjórnar, en slíkt orðalag á sér fyrirmyndir í mörgum samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Marokkó brást ókvæða við ferðalaginu og notaði ummælin sem átyllu til að reka úr landi stóran hluta friðargæsluliðanna. Fyrir utan það að tefla þannig í tvísýnu viðkvæmu vopnahléi, er hér um fordæmalausa og grafalvarlega aðgerð að ræða. Að ríkisstjórn taki einhliða ákvörðun um að víkja úr landi friðargæsluliðum í aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna er óásættanlegt með öllu. Ban Ki Moon hefur leitað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eftir einarðri stuðningsyfirlýsingu í þessu máli, en því miður ekki fengið. Ástæðan er sú að Marokkóstjórn er undir verndarvæng Frakka, sem raunar hafa margoft beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu þegar kemur að málefnum Vestur-Sahara. Fyrir smáríki eins og Ísland er það sérstaklega mikilvægt að tryggja að alþjóðalög séu virt og ríkjum líðist ekki að beita aflsmunum gegn nágrönnum sínum. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld láti mál þetta til sín taka og beiti áhrifamætti sínum á alþjóðavettvangi til að tryggja að Marokkóstjórn komist ekki upp með að sýna alþjóðasamfélaginu fyrirlitningu í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Sjá meira
Hernám Marokkó á Vestur-Sahara hefur nú staðið í fjóra áratugi, en Marokkómenn sölsuðu undir sig landið eftir að Spánverjar drógu sig frá þessari fyrrum nýlendu sinni. Framferði Marokkóstjórnar var fordæmt af alþjóðasamfélaginu og hafa Sameinuðu þjóðirnar margítrekað þá afstöðu sína að hernámið sé ólöglegt og að virða beri sjálfsákvörðunarrétt íbúa svæðisins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Vestur-Saharabúa um framtíðarstjórnskipan sína. Árið 1991 var samið vopnahlé í áralangri borgarastyrjöld í landinu milli POLISARIO, sjálfstæðishreyfingar Vestur-Sahara og stjórnarhers Marokkó. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna hélt þá til landsins með það yfirlýsta hlutverk að tryggja frið milli deiluaðila og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu svæðisins. Frá þeim tíma hefur Marokkóstjórn dregið lappirnar og staðið í vegi fyrir framkvæmd kosninganna. Fyrr á þessu ári dró til tíðinda þegar Ban Ki Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Marokkó og æskti þess að fá að heimsækja hið hernumda landsvæði. Marokkóstjórn hafnaði þeirri beiðni, sem út af fyrir sig er hrópleg ósvífni í garð þessara mikilvægustu alþjóðasamtaka í heimi. Ban Ki Moon lét þetta þó ekki stöðva sig heldur heimsótti flóttamannabúðir Vestur-Saharabúa í Alsír og héruð innan landamæra Vestur-Sahara sem eru á valdi POLISARIO. Á ferðalagi þessu talaði aðalritarinn um hernám Marokkóstjórnar, en slíkt orðalag á sér fyrirmyndir í mörgum samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Marokkó brást ókvæða við ferðalaginu og notaði ummælin sem átyllu til að reka úr landi stóran hluta friðargæsluliðanna. Fyrir utan það að tefla þannig í tvísýnu viðkvæmu vopnahléi, er hér um fordæmalausa og grafalvarlega aðgerð að ræða. Að ríkisstjórn taki einhliða ákvörðun um að víkja úr landi friðargæsluliðum í aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna er óásættanlegt með öllu. Ban Ki Moon hefur leitað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eftir einarðri stuðningsyfirlýsingu í þessu máli, en því miður ekki fengið. Ástæðan er sú að Marokkóstjórn er undir verndarvæng Frakka, sem raunar hafa margoft beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu þegar kemur að málefnum Vestur-Sahara. Fyrir smáríki eins og Ísland er það sérstaklega mikilvægt að tryggja að alþjóðalög séu virt og ríkjum líðist ekki að beita aflsmunum gegn nágrönnum sínum. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld láti mál þetta til sín taka og beiti áhrifamætti sínum á alþjóðavettvangi til að tryggja að Marokkóstjórn komist ekki upp með að sýna alþjóðasamfélaginu fyrirlitningu í þessu máli.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun