Það virðist afskaplega auðvelt fyrir Alfreð að læra tungumál en hann var fljótlega byrjaður að tala hollensku þegar hann var þar og þá náði hann tökum á spænskunni á mettíma.
Nú er Alfreð aðeins búinn að vera í Þýskalandi í tæpa þrjá mánuði en samt byrjaður að svara fyrir sig á þýsku á blaðamannafundum.
Alfreð talar nú íslensku, sænsku, hollensku, ítölsku, spænsku og er að læra sjötta tungumálið; þýsku. Hann leggur mikinn metnað í að læra tungumálið þar sem hann spilar.
„Maður fær alltaf kredit fyrir að leggja sig fram í þessu og reyna. Þó maður gerir einhverjar vitleysur kann fólk að meta að maður sé að reyna að læra tungumálið sem fyrst. Það er mikilvægt að mér finnst að aðlagast fólkinu og bænum sem fyrst,“ segir Alfreð.
„Ég fer til kennara tvisvar sinnum í viku. Mér finnst það mjög mikilvægt til að fá grunninn,“ segir Alfreð Finnbogason.