Ítalski miðjumaðurinn Claudio Marchisio mun missa af Evrópumótinu í Frakklandi í sumar vegna hnémeiðsla. Þetta er mikið áfall fyrir Ítalíu.
Marchisio var tekinn af velli eftir fimmtán mínútna leik í 4-0 sigri Juventus á Palermo fyrr í dag, en Juventus er með níu stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Þessi 30 ára gamli leikmaður er lykilmaður í liði Ítala og þetta er blóðugt fyrir Antonio Conte, þjálfara Ítala, sem eru til alls líklegir í Frakklandi.
Juventus staðfesti síðar í dag að Marchisio hafi rifið liðbönd í vinstra hnénu og fari í aðgerð á næstu dögum.
Hann mun ekki spila aftur á þessu tímabili og mun missa af bikarúrslitaleiknum gegn AC Milan og Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.
Marchisio meiddur og missir af EM
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



