Geir og Guðmundur: Verða hópferðir til Frakklands Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2016 21:45 Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason, frændurnir og bestu vinirnir í liði Vals, eru spenntir fyrir að ganga í raðir Cesson Rennes í Frakklandi eftir tímabilið. Þeir félagarnir ræddu stöðu mála við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þeir sögðu meðal annars að þeir hafi lagt gífurlega mikla vinnu á sig. „Það var bara mjög stuttu eftir að Guðmundur samdi að viðræður hófust og það er dálítið síðan að ég skrifaði undir," sagði Geir og Guðmundur bætti við: „Þetta er bara áframhaldandi veisla. Þetta er mjög gaman og ánægjulegt að fá Geira frænda með." Þeir eru systkinabörn og hafa leikið með sömu félögunum í sjö ár; fyrst á Akureyri og nú með Val. Það verða því líklega hópferðir til Rennes á næsta leiktímabili. „Ég held að það séu allir mjög sáttir með þetta. Það verða hópferðir út, gista allir í Frakklandi. Ég held að það er enginn að kvarta yfir því." Stökkið er stórt frá Olís-deildinni yfir í næst sterkustu deild í heimi, en strákarnir eru hvergi bangnir. „Þeir eru stórir og sterkir í þessari deild og hraðinn er mikill. Það eru mjög góðir handboltamenn í þessari deild þannig þetta er toppklassi," sagði Geir. „Maður er búinn að æfa eins og vitleysingur ég veit ekki hvað lengi. Á Akureyri æfðum við mjög mikið og það má segja að þó nokkrir klukkutímar hafi farið í að komast á þennan stað." „Fyrsta árið fer bara í aðlagast nýrri deild, tungumáli, umhverfi og þess háttar. Við setum markið ekki of hátt í upphafi," sagði Gudmundur og hélt áfram. „Það er líka spurning um að fara út og njóta. Þetta er bara draumur hvers íþróttamanns að gera þetta að vinnu sinni og það er líka útgangspunkturinn að fara út og njóta." Ragnar Óskarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Vals, er aðstoðarþjálfari Cesson Rennes og það mun hjálpa drengjunum. „Raggi er búinn að vera duglegur að senda okkur myndbönd og maður þarf að vera duglegur að æfa og mæta í sínu besta formi," sagði Geir og Guðmundur bætti við að kynni sín af Ragnari sé góð: „Hann var með okkur aðstoðarþjálfari í eitt ár hérna og það mun koma sér mjög vel þegar við komum út. Hann þekkir okkar styrkleika og veit í hverju við þurfum að vinna til að fúnkera í þessari deild," sagði Guðmundur. Innslagið má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason, frændurnir og bestu vinirnir í liði Vals, eru spenntir fyrir að ganga í raðir Cesson Rennes í Frakklandi eftir tímabilið. Þeir félagarnir ræddu stöðu mála við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þeir sögðu meðal annars að þeir hafi lagt gífurlega mikla vinnu á sig. „Það var bara mjög stuttu eftir að Guðmundur samdi að viðræður hófust og það er dálítið síðan að ég skrifaði undir," sagði Geir og Guðmundur bætti við: „Þetta er bara áframhaldandi veisla. Þetta er mjög gaman og ánægjulegt að fá Geira frænda með." Þeir eru systkinabörn og hafa leikið með sömu félögunum í sjö ár; fyrst á Akureyri og nú með Val. Það verða því líklega hópferðir til Rennes á næsta leiktímabili. „Ég held að það séu allir mjög sáttir með þetta. Það verða hópferðir út, gista allir í Frakklandi. Ég held að það er enginn að kvarta yfir því." Stökkið er stórt frá Olís-deildinni yfir í næst sterkustu deild í heimi, en strákarnir eru hvergi bangnir. „Þeir eru stórir og sterkir í þessari deild og hraðinn er mikill. Það eru mjög góðir handboltamenn í þessari deild þannig þetta er toppklassi," sagði Geir. „Maður er búinn að æfa eins og vitleysingur ég veit ekki hvað lengi. Á Akureyri æfðum við mjög mikið og það má segja að þó nokkrir klukkutímar hafi farið í að komast á þennan stað." „Fyrsta árið fer bara í aðlagast nýrri deild, tungumáli, umhverfi og þess háttar. Við setum markið ekki of hátt í upphafi," sagði Gudmundur og hélt áfram. „Það er líka spurning um að fara út og njóta. Þetta er bara draumur hvers íþróttamanns að gera þetta að vinnu sinni og það er líka útgangspunkturinn að fara út og njóta." Ragnar Óskarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Vals, er aðstoðarþjálfari Cesson Rennes og það mun hjálpa drengjunum. „Raggi er búinn að vera duglegur að senda okkur myndbönd og maður þarf að vera duglegur að æfa og mæta í sínu besta formi," sagði Geir og Guðmundur bætti við að kynni sín af Ragnari sé góð: „Hann var með okkur aðstoðarþjálfari í eitt ár hérna og það mun koma sér mjög vel þegar við komum út. Hann þekkir okkar styrkleika og veit í hverju við þurfum að vinna til að fúnkera í þessari deild," sagði Guðmundur. Innslagið má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira