Þjóðverjinn Nico Rosberg fagnaði sigri í þriðju Formúlukeppni ársins 2016 en hann er nú búinn að vinna fyrstu þrjár keppnir ársins og er því eðlilega efstur á stigalista ökumanna.
Keppnin í Kína var skemmtileg og byrjaði æsingurinn strax í ræsingu þar sem Sebastian Vettel og Daniel Kvyat lenti saman en þeir áttust svo einnig við inn í sigurherberginu eftir keppnina.
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fóru yfir allt sem gerðist í kappakstrinum í samantektarþættinum um Formúluna sem má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Rosberg sullaði í kampavíni í Kína | Sjáðu allan þáttinn
Tengdar fréttir

Kvyat: Ég mun halda áfram að taka svona áhættur
Nico Rosberg var fyrstur í endamark í kínverska kappakstrinum. Keppnin var gríðarlega viðburðarík og mikið var um framúrakstur og árekstra en allir luku keppni. Hver sagði hvað eftir keppnina?

Nico Rosberg vann í Kína
Nico Rosberg á Mercedes vann sína sjöttu keppni í röð með því að vinna í Kína. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniil Kvyat á Red Bull varð þriðji.

Vettel hellti sér yfir Kvyat í Kína | Myndband
Sebastian Vettel var mjög óánægður með ökumennsku Rússans í ræsingunni í kappakstri dagsins.