Andersen skoraði tvö annan leikinn í röð og KR komið í úrslit | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2016 20:54 Þessi föstudagur er heldur betur dagur KR-inga því auk stórsigursins í körfuboltanum er fótboltalið félagsins einnig komið í úrslit Lengjubikarsins. KR valtaði yfir 1. deildar lið Keflavíkur, 4-0, í Egilshöllinni í kvöld og tryggði sig inn í úrslitin þar sem það mætir annað hvort Val eða Víkingi. Þau eigast við á mánudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflavík hélt aftur af KR-ingum lengi vel í fyrri hálfleik en það var svo danski framherjinn Morten Beck Andersen sem kom vesturbæjarliðinu í 1-0 með skallamarki á 43. mínútu. Daninn skallaði boltann eiginlega aftur fyrir sig eftir mistök Beitis Ólafssonar í marki Keflavíkur. Hann kom út en náði ekki til boltans og skondinn skalli Andersens lá því í netinu. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Andersen annað skallamark en það var stórglæsilegt. Hann fékk sendingu inn á teiginn og stangaði boltann standandi í samskeytin fjær, 2-0. Morten Beck Andersen virðist vera að hitna á hárréttum tíma, en eftir að skora aðeins eitt mark í fjórum leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins er hann nú búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum í úrslitakeppninni. KR komst í 3-0 á 72. mínútu þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 72. mínútu. Spyrnan var góð en Beitir Ólafsson, sem átti erfiðan dag í marki Keflavíkur, hélt að boltinn væri að fara framhjá og horfði á eftir knettinum í netið. Undir lokin skoraði miðvörðurinn og fyrirliðinn Indriði sigurðsson svo fjórða mark KR þegar hann fylgdi eftir skoti Óskars Arnar Haukssonar, 4-0. Sannfærandi sigur hjá KR-ingum í kvöld sem voru án nokkurra lykilmanna en tveir strákar fæddir 1998 og 1999 voru í byrjunarliði KR í kvöld. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Þessi föstudagur er heldur betur dagur KR-inga því auk stórsigursins í körfuboltanum er fótboltalið félagsins einnig komið í úrslit Lengjubikarsins. KR valtaði yfir 1. deildar lið Keflavíkur, 4-0, í Egilshöllinni í kvöld og tryggði sig inn í úrslitin þar sem það mætir annað hvort Val eða Víkingi. Þau eigast við á mánudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Keflavík hélt aftur af KR-ingum lengi vel í fyrri hálfleik en það var svo danski framherjinn Morten Beck Andersen sem kom vesturbæjarliðinu í 1-0 með skallamarki á 43. mínútu. Daninn skallaði boltann eiginlega aftur fyrir sig eftir mistök Beitis Ólafssonar í marki Keflavíkur. Hann kom út en náði ekki til boltans og skondinn skalli Andersens lá því í netinu. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Andersen annað skallamark en það var stórglæsilegt. Hann fékk sendingu inn á teiginn og stangaði boltann standandi í samskeytin fjær, 2-0. Morten Beck Andersen virðist vera að hitna á hárréttum tíma, en eftir að skora aðeins eitt mark í fjórum leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins er hann nú búinn að skora fjögur mörk í tveimur leikjum í úrslitakeppninni. KR komst í 3-0 á 72. mínútu þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 72. mínútu. Spyrnan var góð en Beitir Ólafsson, sem átti erfiðan dag í marki Keflavíkur, hélt að boltinn væri að fara framhjá og horfði á eftir knettinum í netið. Undir lokin skoraði miðvörðurinn og fyrirliðinn Indriði sigurðsson svo fjórða mark KR þegar hann fylgdi eftir skoti Óskars Arnar Haukssonar, 4-0. Sannfærandi sigur hjá KR-ingum í kvöld sem voru án nokkurra lykilmanna en tveir strákar fæddir 1998 og 1999 voru í byrjunarliði KR í kvöld. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira