Framsæknar konur Þórunn Egilsdóttir skrifar 16. apríl 2016 07:00 Þau sögulegu tíðindi áttu sér stað í liðinni viku að í fyrsta skipti skipa konur meirihluta í ríkisstjórn fyrir Framsóknarflokkinn. Inn í ríkisstjórn kom Lilja Alfreðsdóttir, hæfileikarík, vel menntuð og reynslumikil ung kona. Hún er sjöundi kvenkynsráðherrann úr röðum flokksins. Þetta eru einkar ánægjuleg tíðindi því í gegnum árin hafa Framsóknarkonur barist einarðlega fyrir jafnréttismálum. Innan Framsóknarflokksins hefur Landssamband Framsóknarkvenna verið ötult í að hvetja konur til að stíga fram og láta til sín taka, hvort heldur sem er á vettvangi stjórnmálanna eða í atvinnulífinu. Jafnréttisáætlun flokksins kveður á um hvernig Framsóknarflokkurinn vinnur að jafnrétti og virðingu allra í flokksstarfinu, jafnt í innra sem ytra starfi. Markmiðið er að ná jafnri þátttöku félagsmanna óháð uppruna, sérkennum, kyni og aldri í störfum á vegum flokksins, ákvarðanatöku og skiptingu ábyrgðar. Um þessi markmið hefur verið mikil samstaða og hafa karlar og konur unnið saman að þeim. Framsóknarflokkurinn hefur vissulega uppskorið í þessum efnum en við megum ekki gleyma því að til að ná árangri á þessu sviði sem öðrum eru samvinna og samtal mikilvægir þættir. Þá megum við ekki gleyma sögunni og því að sterkir einstaklingar hafa í gegnum tíðina ýtt við okkur hinum. Í því sambandi vil ég minnast framgöngu Rannveigar Þorsteinsdóttur sem kosin var á þing árið 1946, fyrst kvenna fyrir Framsóknarflokkinn. Baráttumál hennar voru öðru fremur réttarstaða kvenna, skattamál og húsnæðismál. Hún var óþreytandi að hvetja konur til starfa í félags- og þjóðmálum. Sem eintaklingur þótti hún kappsöm og skelegg og sannarlega var hún langt á undan sinni samtíð. Einstaklingum eins og Rannveigu getum við þakkað margt og nýtt verk þeirra okkur til áframhaldandi hvatningar. Við Framsóknarmenn erum svo lánsöm að dreifing aldurs í okkar hópi er nokkuð breið og bakgrunnur okkar fjölbreyttur. Nefna má að í síðustu Alþingiskosningum gerðust þau sögulegu tíðindi að í þingflokki okkar eru bæði yngsti og elsti þingmaðurinn og ekki nóg með það heldur eru þeir báðir konur. Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsta konan sem nokkru sinni efur verið kosin á þing. Framganga hennar er sannarlega ungum konum hvatning til að láta til sín taka á sviði stjórnmála. Þá er elsta konan Sigrún Magnúsdóttir sannarlega reynslubolti sem hefur víðtæka þekkingu og kunnáttu sem nýtist vel í ráðherrastól. Við Íslendingar stöndum framarlega í jafnréttismálum en þrátt fyrir það eru enn verkefni fyrir höndum og mikilvægt að við ekki einungis viðhöldum árangrinum heldur stígum sífellt lengra og nær því að gera stöðu kynjanna jafna. Sóknarfærin eru mörg og mun ríkisstjórn Framsóknarfokks og Sjálfstæðisflokks halda áfram að skapa verðmæti með kraftmiklum einstaklingum, körlum og konum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þau sögulegu tíðindi áttu sér stað í liðinni viku að í fyrsta skipti skipa konur meirihluta í ríkisstjórn fyrir Framsóknarflokkinn. Inn í ríkisstjórn kom Lilja Alfreðsdóttir, hæfileikarík, vel menntuð og reynslumikil ung kona. Hún er sjöundi kvenkynsráðherrann úr röðum flokksins. Þetta eru einkar ánægjuleg tíðindi því í gegnum árin hafa Framsóknarkonur barist einarðlega fyrir jafnréttismálum. Innan Framsóknarflokksins hefur Landssamband Framsóknarkvenna verið ötult í að hvetja konur til að stíga fram og láta til sín taka, hvort heldur sem er á vettvangi stjórnmálanna eða í atvinnulífinu. Jafnréttisáætlun flokksins kveður á um hvernig Framsóknarflokkurinn vinnur að jafnrétti og virðingu allra í flokksstarfinu, jafnt í innra sem ytra starfi. Markmiðið er að ná jafnri þátttöku félagsmanna óháð uppruna, sérkennum, kyni og aldri í störfum á vegum flokksins, ákvarðanatöku og skiptingu ábyrgðar. Um þessi markmið hefur verið mikil samstaða og hafa karlar og konur unnið saman að þeim. Framsóknarflokkurinn hefur vissulega uppskorið í þessum efnum en við megum ekki gleyma því að til að ná árangri á þessu sviði sem öðrum eru samvinna og samtal mikilvægir þættir. Þá megum við ekki gleyma sögunni og því að sterkir einstaklingar hafa í gegnum tíðina ýtt við okkur hinum. Í því sambandi vil ég minnast framgöngu Rannveigar Þorsteinsdóttur sem kosin var á þing árið 1946, fyrst kvenna fyrir Framsóknarflokkinn. Baráttumál hennar voru öðru fremur réttarstaða kvenna, skattamál og húsnæðismál. Hún var óþreytandi að hvetja konur til starfa í félags- og þjóðmálum. Sem eintaklingur þótti hún kappsöm og skelegg og sannarlega var hún langt á undan sinni samtíð. Einstaklingum eins og Rannveigu getum við þakkað margt og nýtt verk þeirra okkur til áframhaldandi hvatningar. Við Framsóknarmenn erum svo lánsöm að dreifing aldurs í okkar hópi er nokkuð breið og bakgrunnur okkar fjölbreyttur. Nefna má að í síðustu Alþingiskosningum gerðust þau sögulegu tíðindi að í þingflokki okkar eru bæði yngsti og elsti þingmaðurinn og ekki nóg með það heldur eru þeir báðir konur. Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsta konan sem nokkru sinni efur verið kosin á þing. Framganga hennar er sannarlega ungum konum hvatning til að láta til sín taka á sviði stjórnmála. Þá er elsta konan Sigrún Magnúsdóttir sannarlega reynslubolti sem hefur víðtæka þekkingu og kunnáttu sem nýtist vel í ráðherrastól. Við Íslendingar stöndum framarlega í jafnréttismálum en þrátt fyrir það eru enn verkefni fyrir höndum og mikilvægt að við ekki einungis viðhöldum árangrinum heldur stígum sífellt lengra og nær því að gera stöðu kynjanna jafna. Sóknarfærin eru mörg og mun ríkisstjórn Framsóknarfokks og Sjálfstæðisflokks halda áfram að skapa verðmæti með kraftmiklum einstaklingum, körlum og konum.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar