Ísland verður í riðli með Spáni, Slóveníu og Rússlandi í riðli en íslensku strákarnir unnu Spán í leiknum um bronsið á HM 18 ára í Rússlandi síðasta sumar.
Íslenska liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna þrjá sannfærandi sigra á Póllandi, Búlgaríu og Ítalíu um síðustu helgi.
Slóvenar urðu í öðru sæti á HM 18 ára í fyrra en þeir töpuðu þá fyrir Frökkum í úrslitaleiknum.
Danir eru gestgjafar og fengu að velja sér riðil. Þeir völdu riðilinn með Noregi, Hollandi og Makedóníu.
Riðlarnir á HM 20 ára í sumar:
A-riðill
Frakkland
Sviss
Serbía
Pólland
B-riðill
Spánn
Ísland
Slóvenía
Rússland
C-riðill
Danmörk
Noregur
Holland
Makedónía
D-riðill
Ungverjaland
Þýskaland
Króatía
Svíþjóð
Here's the final draw overview from Dubrovnik pic.twitter.com/TJOegGeR6R
— EHF EURO (@EHFEURO) April 13, 2016