Við erum öll jafnaðarmenn Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Guðmundur Ari heiti ég og ég er jafnaðarmaður. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem vilja að allir hafi möguleika til að blómstra, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Jafnaðarmenn sem vilja að stjórnvöld séu öflugt stuðningsnet þegar einstaklingurinn þarf á stuðningi að halda og að kerfið vinni markvisst að því að valdefla einstaklinginn svo hann geti hámarkað sjálfstæði sitt og sjálfræði. Við erum flest öll sammála um að ríkið eigi að bjóða upp á fyrsta flokks heilbrigðis- og menntakerfi fyrir alla landsmenn, óháð aldri og efnahag. Við erum flest öll sammála um að óásættanlegt sé að fátækt tíðkist í landi þar sem nóg er af auðlindum og fjármagni. Það er með öllu óásættanlegt að sex prósent af tekjuminnsta hópi landsins hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárskorts og að unga kynslóðin sem er að alast upp í dag hafi það verr en foreldrar hennar höfðu. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um það að stærstu vandamál samfélagsins tengjast því að allt of margar krónur fara í allt of fáa vasa sem svo virðast leka til Tortóla. Við erum flest orðin þreytt á forríkum stjórnmálamönnum sem segja okkur að það séu ekki til peningar til að byggja nýjan spítala, hækka persónuafsláttinn, lengja fæðingarorlofið, mæta húsnæðisvanda ungs fólks með raunverulegum aðgerðum og öllum hinum brýnu úrlausnarmálunum sem ráðast þarf í. Það gekk svo endanlega fram af okkur flestum þegar við fengum að vita að þessir sömu stjórnmálamenn eiga sinn þátt í því að það vantar peninga í hagkerfið. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem leita logandi ljósi að stjórnmálaafli sem talar þeirra máli, stjórnmálaafli sem berst fyrir jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum. Það er kominn tími til að Samfylking jafnaðarmanna stígi inn af hliðarlínunni og svari þessu kalli, hætti að leiða gagnrýni á aðra flokka og byrji þess í stað að leiða umræðuna með lausnum á þeim vandamálum sem íslenskur almenningur stendur frammi fyrir. Ég býð mig fram til að leiða slíka Samfylkingu jafnaðarmanna, Samfylkingu sem með jafnaðarstefnuna að vopni byggir upp það samfélag sem meirihluti Íslendinga vill búa í. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Guðmundur Ari heiti ég og ég er jafnaðarmaður. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem vilja að allir hafi möguleika til að blómstra, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Jafnaðarmenn sem vilja að stjórnvöld séu öflugt stuðningsnet þegar einstaklingurinn þarf á stuðningi að halda og að kerfið vinni markvisst að því að valdefla einstaklinginn svo hann geti hámarkað sjálfstæði sitt og sjálfræði. Við erum flest öll sammála um að ríkið eigi að bjóða upp á fyrsta flokks heilbrigðis- og menntakerfi fyrir alla landsmenn, óháð aldri og efnahag. Við erum flest öll sammála um að óásættanlegt sé að fátækt tíðkist í landi þar sem nóg er af auðlindum og fjármagni. Það er með öllu óásættanlegt að sex prósent af tekjuminnsta hópi landsins hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárskorts og að unga kynslóðin sem er að alast upp í dag hafi það verr en foreldrar hennar höfðu. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um það að stærstu vandamál samfélagsins tengjast því að allt of margar krónur fara í allt of fáa vasa sem svo virðast leka til Tortóla. Við erum flest orðin þreytt á forríkum stjórnmálamönnum sem segja okkur að það séu ekki til peningar til að byggja nýjan spítala, hækka persónuafsláttinn, lengja fæðingarorlofið, mæta húsnæðisvanda ungs fólks með raunverulegum aðgerðum og öllum hinum brýnu úrlausnarmálunum sem ráðast þarf í. Það gekk svo endanlega fram af okkur flestum þegar við fengum að vita að þessir sömu stjórnmálamenn eiga sinn þátt í því að það vantar peninga í hagkerfið. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem leita logandi ljósi að stjórnmálaafli sem talar þeirra máli, stjórnmálaafli sem berst fyrir jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum. Það er kominn tími til að Samfylking jafnaðarmanna stígi inn af hliðarlínunni og svari þessu kalli, hætti að leiða gagnrýni á aðra flokka og byrji þess í stað að leiða umræðuna með lausnum á þeim vandamálum sem íslenskur almenningur stendur frammi fyrir. Ég býð mig fram til að leiða slíka Samfylkingu jafnaðarmanna, Samfylkingu sem með jafnaðarstefnuna að vopni byggir upp það samfélag sem meirihluti Íslendinga vill búa í. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar