Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 09:13 "Valdamestir á eftir forsætisráðherranum á Íslandi eru einmitt náunginn sem sér um fiskinn, brennivínsráðherra, álfar og hver sem á lopapeysu og er í stjórnmálastuði.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var til umfjöllunar í nýjasta þætti breska háðfuglsins John Oliver, sem reglulega tekur fyrir málefni líðandi stundar á sprenghlægilegan hátt. Sigmundur hefur sem kunnugt er verið í kastljósi fjölmiðla ekki aðeins hér á landi heldur um heim allan í kjölfar þess að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem lýsti yfir rúmlega 500 milljóna kröfu í föllnu bankana. Fór svo að Sigmundur sagði af sér sem forsætisráðherra í síðustu viku. Oliver gerir sér sérstaklega mat úr viðtali sænska fréttamannsins Sven Bergman við Sigmund, sem öðlast hefur heimsfrægð frá því að umfjöllun um Panama-skjölin svokölluðu hófst. Í raun þarf Oliver að gera lítið annað að en að sýna áhorfendum sínum viðtalið til þess að uppskera hlátur. „Holy shit,“ stynur Oliver upp úr sér þegar viðtalið, sem þykir heldur vandræðalegt fyrir Sigmund, hefur verið sýnt. „Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt, eða eins og þeir segja á Íslandi ... bílslys sýnt hægt. En ekki hvað, það eru bílar á Íslandi.“ Oliver sýnir svo frá fjölmennum mótmælum á Austurvelli í vikunni, þar sem matvælum á borð við eggjum og bönunum var grýtt í Alþingishúsið. „Vá, egg og bananar,“ spaugast Oliver. „Þau eru annað hvort brjáluð út í forsætisráðherrann eða vilja koma honum á Paleo-kúrinn.“ Oliver þykir sömuleiðis ekkert lítið fyndið að sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi tekið við af forsætisráðherranum. „Valdamestir á eftir forsætisráðherranum á Íslandi eru einmitt náunginn sem sér um fiskinn, brennivínsráðherra, álfar og hver sem á lopapeysu og er í stjórnmálastuði.“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta. Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Franskur fréttamaður telur ljóst að ríkisstjórnin ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur. 8. apríl 2016 09:47 Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag. 7. apríl 2016 15:50 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var til umfjöllunar í nýjasta þætti breska háðfuglsins John Oliver, sem reglulega tekur fyrir málefni líðandi stundar á sprenghlægilegan hátt. Sigmundur hefur sem kunnugt er verið í kastljósi fjölmiðla ekki aðeins hér á landi heldur um heim allan í kjölfar þess að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem lýsti yfir rúmlega 500 milljóna kröfu í föllnu bankana. Fór svo að Sigmundur sagði af sér sem forsætisráðherra í síðustu viku. Oliver gerir sér sérstaklega mat úr viðtali sænska fréttamannsins Sven Bergman við Sigmund, sem öðlast hefur heimsfrægð frá því að umfjöllun um Panama-skjölin svokölluðu hófst. Í raun þarf Oliver að gera lítið annað að en að sýna áhorfendum sínum viðtalið til þess að uppskera hlátur. „Holy shit,“ stynur Oliver upp úr sér þegar viðtalið, sem þykir heldur vandræðalegt fyrir Sigmund, hefur verið sýnt. „Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt, eða eins og þeir segja á Íslandi ... bílslys sýnt hægt. En ekki hvað, það eru bílar á Íslandi.“ Oliver sýnir svo frá fjölmennum mótmælum á Austurvelli í vikunni, þar sem matvælum á borð við eggjum og bönunum var grýtt í Alþingishúsið. „Vá, egg og bananar,“ spaugast Oliver. „Þau eru annað hvort brjáluð út í forsætisráðherrann eða vilja koma honum á Paleo-kúrinn.“ Oliver þykir sömuleiðis ekkert lítið fyndið að sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi tekið við af forsætisráðherranum. „Valdamestir á eftir forsætisráðherranum á Íslandi eru einmitt náunginn sem sér um fiskinn, brennivínsráðherra, álfar og hver sem á lopapeysu og er í stjórnmálastuði.“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Franskur fréttamaður telur ljóst að ríkisstjórnin ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur. 8. apríl 2016 09:47 Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag. 7. apríl 2016 15:50 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Sjá meira
Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Franskur fréttamaður telur ljóst að ríkisstjórnin ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur. 8. apríl 2016 09:47
Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00
Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag. 7. apríl 2016 15:50