Töluvert skattahagræði Snærós Sindradóttir skrifar 11. apríl 2016 07:00 Efnamiklum viðskiptavinum Landsbanka Íslands var beint til Landsbankans í Lúxemborg með peningana sína. Bankinn þar stofnaði svo félög fyrir viðskiptavinina, sem fól í sér töluvert skattahagræði. Fréttablaðið/Vilhelm Efnameiri viðskiptavinum Landsbanka Íslands var fyrir hrun boðin eignastýringarþjónusta, eða einkabankaþjónusta, sem meðal annars fól í sér stofnun aflandsfélaga. Það hafði í för með sér skattahagræði þrátt fyrir að eignin væri skráð á skattframtal því reglur um hlutafélög giltu um félögin. Þannig þurfti eingöngu að greiða skatt þegar peningur var tekinn úr félaginu. Málefni skattaskjóla hafa líklega aldrei komist í jafn mikil hámæli eins og síðustu daga vegna fjármála Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. Komið hefur í ljós að öll áttu þau félög á aflandssvæðum. Það er hins vegar vart fyrir leikmann að skilja um hvað málið snýst. Við setjum upp eftirfarandi dæmi til útskýringar:Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbanka Íslands, við opnun Landsbanka Íslands í Lúxemborg.Einstaklingur sem á tugi milljóna króna gengur inn í útibú Landsbanka Íslands í Austurstræti og óskar eftir aðstoð vegna peninganna. Ráðgjöf sérfræðinga bankans snýst um að hámarka arðsemina með fjárfestingum og viðskiptavinurinn er sammála því. Viðskiptavininum er beint til Landsbankans í Lúxemborg sem leggur til að stofnað verði félag á aflandssvæði svo viðskiptavinurinn þurfi einungis að „borga þá skatta sem nauðsynlegt er og enga óþarfa skatta“, eins og hátt settur starfsmaður gamla Landsbankans í Lúxemborg útskýrði fyrir blaðamanni. Félagið er svo eigandi bankareiknings í bankanum í Lúxemborg með sparnaði viðskiptavinarins eða verðbréfaeign. Peningarnir voru því aldrei bókstaflega færðir til Panama, Bresku Jómfrúaeyjanna eða annarra aflandssvæða, heldur héldu áfram að vera á reikningi í viðskiptabankanum. Eigandi reikningsins var einfaldlega ekki skráður með nafni heldur var félag hans skráð sem eigandinn. Þetta fyrirkomulag var löglegt og þeir starfsmenn gamla Landsbankans í Lúxemborg sem Fréttablaðið ræddi við fullyrða að bankinn hafi ekki undir neinum kringumstæðum aðstoðað viðskiptavini við skattaundanskot. Starfsmaður Landsbankans í dag fullyrðir hins vegar að margar leiðir hafi verið til skattaundanskota í gegnum félögin. Þegar kom að því að taka peninga út úr félaginu hafi til dæmis mátt mynda kröfu á félagið, jafnvel með persónulegri eyðslu, og þannig haft jafnvægi á milli skulda og eigna sem skilaði sér í lægri skattheimtu. Leki gagna úr Panama-skjölunum sýnir skakka mynd af umfangi íslenskra viðskipta. Samkvæmt gögnunum tengjast að minnsta kosti 600 Íslendingar um 800 aflandsfélögum, þar af tengdist Landsbankinn í Lúxemborg ríflega 400 félögum. Lekinn kemur aðeins frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca, sem Fréttablaðið hefur heimildir fyrir að hafi meðal annars verið notuð af Búnaðarbankanum í Lúxemborg áður en Landsbanki Íslands keypti bankann. Landsbankinn lánaði jafnframt fé inn í félögin, með veði í eignum þess. Þannig var komist hjá stimpilgjaldi. Árið 1998 þegar Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var starfsmaður Landsbankans hélt hann kynningu um aflandsfélög. Þar kom fram að kostir félaganna væru meðal annars útlán án stimpilgjalds, enginn fjármagnstekjuskattur og algjör bankaleynd. „Það er útbreiddur misskilningur meðal almenning að offshore starfsemi tengist sjálfkrafa vafasömu fjármálavafstri, en offshore þjónusta er eðlilegur þáttur í vöru og þjónustuvali nánast allra virtra alþjóðlegra banka,“ segir í kynningunni. Ímynd aflandsviðskipta sé „frískleiki og í takt við tímann“.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Efnameiri viðskiptavinum Landsbanka Íslands var fyrir hrun boðin eignastýringarþjónusta, eða einkabankaþjónusta, sem meðal annars fól í sér stofnun aflandsfélaga. Það hafði í för með sér skattahagræði þrátt fyrir að eignin væri skráð á skattframtal því reglur um hlutafélög giltu um félögin. Þannig þurfti eingöngu að greiða skatt þegar peningur var tekinn úr félaginu. Málefni skattaskjóla hafa líklega aldrei komist í jafn mikil hámæli eins og síðustu daga vegna fjármála Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. Komið hefur í ljós að öll áttu þau félög á aflandssvæðum. Það er hins vegar vart fyrir leikmann að skilja um hvað málið snýst. Við setjum upp eftirfarandi dæmi til útskýringar:Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbanka Íslands, við opnun Landsbanka Íslands í Lúxemborg.Einstaklingur sem á tugi milljóna króna gengur inn í útibú Landsbanka Íslands í Austurstræti og óskar eftir aðstoð vegna peninganna. Ráðgjöf sérfræðinga bankans snýst um að hámarka arðsemina með fjárfestingum og viðskiptavinurinn er sammála því. Viðskiptavininum er beint til Landsbankans í Lúxemborg sem leggur til að stofnað verði félag á aflandssvæði svo viðskiptavinurinn þurfi einungis að „borga þá skatta sem nauðsynlegt er og enga óþarfa skatta“, eins og hátt settur starfsmaður gamla Landsbankans í Lúxemborg útskýrði fyrir blaðamanni. Félagið er svo eigandi bankareiknings í bankanum í Lúxemborg með sparnaði viðskiptavinarins eða verðbréfaeign. Peningarnir voru því aldrei bókstaflega færðir til Panama, Bresku Jómfrúaeyjanna eða annarra aflandssvæða, heldur héldu áfram að vera á reikningi í viðskiptabankanum. Eigandi reikningsins var einfaldlega ekki skráður með nafni heldur var félag hans skráð sem eigandinn. Þetta fyrirkomulag var löglegt og þeir starfsmenn gamla Landsbankans í Lúxemborg sem Fréttablaðið ræddi við fullyrða að bankinn hafi ekki undir neinum kringumstæðum aðstoðað viðskiptavini við skattaundanskot. Starfsmaður Landsbankans í dag fullyrðir hins vegar að margar leiðir hafi verið til skattaundanskota í gegnum félögin. Þegar kom að því að taka peninga út úr félaginu hafi til dæmis mátt mynda kröfu á félagið, jafnvel með persónulegri eyðslu, og þannig haft jafnvægi á milli skulda og eigna sem skilaði sér í lægri skattheimtu. Leki gagna úr Panama-skjölunum sýnir skakka mynd af umfangi íslenskra viðskipta. Samkvæmt gögnunum tengjast að minnsta kosti 600 Íslendingar um 800 aflandsfélögum, þar af tengdist Landsbankinn í Lúxemborg ríflega 400 félögum. Lekinn kemur aðeins frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca, sem Fréttablaðið hefur heimildir fyrir að hafi meðal annars verið notuð af Búnaðarbankanum í Lúxemborg áður en Landsbanki Íslands keypti bankann. Landsbankinn lánaði jafnframt fé inn í félögin, með veði í eignum þess. Þannig var komist hjá stimpilgjaldi. Árið 1998 þegar Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var starfsmaður Landsbankans hélt hann kynningu um aflandsfélög. Þar kom fram að kostir félaganna væru meðal annars útlán án stimpilgjalds, enginn fjármagnstekjuskattur og algjör bankaleynd. „Það er útbreiddur misskilningur meðal almenning að offshore starfsemi tengist sjálfkrafa vafasömu fjármálavafstri, en offshore þjónusta er eðlilegur þáttur í vöru og þjónustuvali nánast allra virtra alþjóðlegra banka,“ segir í kynningunni. Ímynd aflandsviðskipta sé „frískleiki og í takt við tímann“.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira