Ef þú brýtur reglurnar í bandarísku hafnaboltadeildinni máttu búast við því að fara í langt frí.
Það er Dee Gordon, leikmaður Miami Marlins, að fá að reyna þessa dagana.
Hann féll á lyfjaprófi. Var að nota stera. MLB-deildin tók málið fyrir og skellti leikmanninum í 80 leikja bann, takk fyrir.
Timabilið í deildinni er reyndar 162 leikir þannig að Gordon er ekki alveg úr leik.
Gordon er sjöundi leikmaðurinn í deildinni sem fellur á lyjfaprófi á þessu ári.
Dæmdur í 80 leikja bann
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti


„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn




