Indriði: Alveg frá því ég fór út var ég á leiðinni heim Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2016 09:30 „Þetta er svona eins og maður bjóst við og aðrir eru búnir að spá hingað til,“ segir Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, í viðtali við Vísi um spá íþróttadeildar 365. KR hafnar í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í sumar samkvæmt þeirri spá. „Við erum með tiltölulega marga nýja leikmenn þannig það tekur alltaf tíma að stilla liðið af. Það byrjaði allt að rúlla af alvöru fannst mér eftir að við komum til baka frá Flórída í febrúar.“ Varnarleikur KR-liðsins með þá Indriða og Skúla Jón í hjarta varnarinnar hefur verið frábær að undanförnu en liðið fær helst ekki á sig mark. „Það er líka mjög þægilegt að vera með svona ryksugur fyrir framan sig eins og Finn Orra og Præst og þá stráka sem hafa verið að spila eins og Pálmi og Valtýr,“ segir Indriði. „Liðið í sjálfu sér er mjög duglegt og leggur mikið á sig. Við ásamt markverðinum erum bara síðasta stopp þannig þessir menn gera okkur lífið létt hvað þetta varðar.“Vonandi tekur einn næsta skref Hópur KR-inga er ekki sá stærsti en minna er af reyndum spilurum eins og til dæmis hjá FH og Stjörnunni. KR er aftur á móti með marga unga og efnilega stráka, en eru þeir tilbúnir í slaginn? „Eins og staðan er núna munu þeir gera það, allavega í byrjun. Við munum þurfa á þeim að halda. Við erum með góða blöndu því við erum með marga unga en reynda þar á milli,“ segir Indriði. „Þetta verður erfitt fyrir okkur ef við erum að treysta á of marga unga og það er ekki hægt að krefjast þess að þeir muni alltof margir standa undir því. Það yrði gaman ef einhver virkilega tekur næsta skref og stendur sig. Það eru fimm til sex strákar sem gætu gert það og hafa hæfileika til þess.“Bauðst að vera áfram út Indriði er kominn heim eftir 16 ára atvinnumannaferil og gæti vart verið ánægðari með lífið. Hann var ekki neyddur heim - hann vildi koma heim. „Mér finnst þetta algjörlega geggjað. Þetta var ákvörðun sem var vel ígrunduð og tekin af mér og fjölskyldunni. Einhverjir hafa lent í því að ákvörðunin er tekin fyrir þá því þeir voru á síðustu metrunum úti og koma heim til að spila,“ segir Indriði. „Mér bauðst að vera áfram úti en konan er búin að vera með mér að flakka úti í 10-11 ár. Það var alltaf samningur okkar á milli að þegar henni langaði að fara heim myndum við ræða það og okkur fannst vera réttur tímapunktur núna. Við sjáum ekki eftir því.“ „Ég er búinn að vera mikið heima og annan fótinn alltaf hér. Allt frá því ég flutti út var ég á leiðinni heim. Þetta var bara eins og eitt langt frá eða ein löng vinnutörn,“ segir hann. Indriði veit að það er ekkert grín fyrir fyrrverandi atvinnumenn að koma heim í Pepsi-deildina en nokkrir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum síðustu ár. „Ég hafði aldrei fyrir neinn metnað fyrir því að koma heim og spila því ég veit að þetta er ótrúlega erfitt. Maður fer úr því að vera 100 prósent atvinnumaður í það að vera farinn að vinna með boltanum. Þetta er allt öðruvísi,“ segir hann. „Ég vissi að þetta væri erfitt og því vildi ég koma heim á mínum forsendum og gera það rétt því mig langaði að spila heima. Ég á hluti óuppgerða hérna. Síðustu tvö árin mín voru þau bestu úti og mig langaði líka að enda á góðu nótunum þar.“Fyrirgefðu, pabbi. Indriða langar mikið að lyfta Íslandsmeistaratitlinum sem fyrirliði KR en hann er gríðarlegur KR-ingur af mikilli KR-fjölskyldu en pabbi hans spilaði lengi með liðinu. „Ég er búinn að vera að flakka um í liðum sem hafa haft metnað eins og til dæmis Viking sem hefur svipaða sögu og KR. Það er alltaf að vera tala um hvað þeir voru góðir 1972 og 1972 eins og var með KR árið 1999. Maður heyrði ekki talað um annað sögurnar af Bjarna Fel, Herði Fel og Ellert Schram,“ segir Indriði. „Maður þekkir þetta sjálfur því pabbi spilaði á þessum tíma og veit þetta og þekkir þetta manna best. Hann er einn af fáum sem hefur spilað með KR í næst efstu deild. Fyrirgefðu, pabbi.“ „Ég fór til Viking þar sem var loforð um það að maður myndi keppa um titla. Ég er því búinn að vera í þessu kapphlaupi en ekki komast í mark. Auðvitað er hungrið gríðarlega mikið. Síðast þegar ég var á Íslandi unnum við tvöfalt. Það er erfitt að toppa það en það væri ótrúlega gaman,“ segir Indriði Sigurðsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Stefán Snær Geirmundsson, Friðrik Salvar Bjarnason, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: KR hafnar í 2. sæti Íþróttadeild 365 spáir KR öðru sæti Pepsi-deildar karla í sumar en liðið lenti í þriðja sæti í fyrra eftir að vera á toppnum um mitt mót. 29. apríl 2016 09:00 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
„Þetta er svona eins og maður bjóst við og aðrir eru búnir að spá hingað til,“ segir Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, í viðtali við Vísi um spá íþróttadeildar 365. KR hafnar í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í sumar samkvæmt þeirri spá. „Við erum með tiltölulega marga nýja leikmenn þannig það tekur alltaf tíma að stilla liðið af. Það byrjaði allt að rúlla af alvöru fannst mér eftir að við komum til baka frá Flórída í febrúar.“ Varnarleikur KR-liðsins með þá Indriða og Skúla Jón í hjarta varnarinnar hefur verið frábær að undanförnu en liðið fær helst ekki á sig mark. „Það er líka mjög þægilegt að vera með svona ryksugur fyrir framan sig eins og Finn Orra og Præst og þá stráka sem hafa verið að spila eins og Pálmi og Valtýr,“ segir Indriði. „Liðið í sjálfu sér er mjög duglegt og leggur mikið á sig. Við ásamt markverðinum erum bara síðasta stopp þannig þessir menn gera okkur lífið létt hvað þetta varðar.“Vonandi tekur einn næsta skref Hópur KR-inga er ekki sá stærsti en minna er af reyndum spilurum eins og til dæmis hjá FH og Stjörnunni. KR er aftur á móti með marga unga og efnilega stráka, en eru þeir tilbúnir í slaginn? „Eins og staðan er núna munu þeir gera það, allavega í byrjun. Við munum þurfa á þeim að halda. Við erum með góða blöndu því við erum með marga unga en reynda þar á milli,“ segir Indriði. „Þetta verður erfitt fyrir okkur ef við erum að treysta á of marga unga og það er ekki hægt að krefjast þess að þeir muni alltof margir standa undir því. Það yrði gaman ef einhver virkilega tekur næsta skref og stendur sig. Það eru fimm til sex strákar sem gætu gert það og hafa hæfileika til þess.“Bauðst að vera áfram út Indriði er kominn heim eftir 16 ára atvinnumannaferil og gæti vart verið ánægðari með lífið. Hann var ekki neyddur heim - hann vildi koma heim. „Mér finnst þetta algjörlega geggjað. Þetta var ákvörðun sem var vel ígrunduð og tekin af mér og fjölskyldunni. Einhverjir hafa lent í því að ákvörðunin er tekin fyrir þá því þeir voru á síðustu metrunum úti og koma heim til að spila,“ segir Indriði. „Mér bauðst að vera áfram úti en konan er búin að vera með mér að flakka úti í 10-11 ár. Það var alltaf samningur okkar á milli að þegar henni langaði að fara heim myndum við ræða það og okkur fannst vera réttur tímapunktur núna. Við sjáum ekki eftir því.“ „Ég er búinn að vera mikið heima og annan fótinn alltaf hér. Allt frá því ég flutti út var ég á leiðinni heim. Þetta var bara eins og eitt langt frá eða ein löng vinnutörn,“ segir hann. Indriði veit að það er ekkert grín fyrir fyrrverandi atvinnumenn að koma heim í Pepsi-deildina en nokkrir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum síðustu ár. „Ég hafði aldrei fyrir neinn metnað fyrir því að koma heim og spila því ég veit að þetta er ótrúlega erfitt. Maður fer úr því að vera 100 prósent atvinnumaður í það að vera farinn að vinna með boltanum. Þetta er allt öðruvísi,“ segir hann. „Ég vissi að þetta væri erfitt og því vildi ég koma heim á mínum forsendum og gera það rétt því mig langaði að spila heima. Ég á hluti óuppgerða hérna. Síðustu tvö árin mín voru þau bestu úti og mig langaði líka að enda á góðu nótunum þar.“Fyrirgefðu, pabbi. Indriða langar mikið að lyfta Íslandsmeistaratitlinum sem fyrirliði KR en hann er gríðarlegur KR-ingur af mikilli KR-fjölskyldu en pabbi hans spilaði lengi með liðinu. „Ég er búinn að vera að flakka um í liðum sem hafa haft metnað eins og til dæmis Viking sem hefur svipaða sögu og KR. Það er alltaf að vera tala um hvað þeir voru góðir 1972 og 1972 eins og var með KR árið 1999. Maður heyrði ekki talað um annað sögurnar af Bjarna Fel, Herði Fel og Ellert Schram,“ segir Indriði. „Maður þekkir þetta sjálfur því pabbi spilaði á þessum tíma og veit þetta og þekkir þetta manna best. Hann er einn af fáum sem hefur spilað með KR í næst efstu deild. Fyrirgefðu, pabbi.“ „Ég fór til Viking þar sem var loforð um það að maður myndi keppa um titla. Ég er því búinn að vera í þessu kapphlaupi en ekki komast í mark. Auðvitað er hungrið gríðarlega mikið. Síðast þegar ég var á Íslandi unnum við tvöfalt. Það er erfitt að toppa það en það væri ótrúlega gaman,“ segir Indriði Sigurðsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Stefán Snær Geirmundsson, Friðrik Salvar Bjarnason, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: KR hafnar í 2. sæti Íþróttadeild 365 spáir KR öðru sæti Pepsi-deildar karla í sumar en liðið lenti í þriðja sæti í fyrra eftir að vera á toppnum um mitt mót. 29. apríl 2016 09:00 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: KR hafnar í 2. sæti Íþróttadeild 365 spáir KR öðru sæti Pepsi-deildar karla í sumar en liðið lenti í þriðja sæti í fyrra eftir að vera á toppnum um mitt mót. 29. apríl 2016 09:00
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn