Íslensk au pair stúlka: Hefur kært herra Níkaragva fyrir nauðgun Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. apríl 2016 05:00 Heiðrún segir opna umræðu á Íslandi hafa veitt henni kraft undanfarna daga. „Þessi maður er andlit Níkaragva. En ég get ekki leyft honum að komast upp með þetta,“ segir Heiðrún Mjöll Bachmann, 21 árs stúlka sem er au pair hjá íslenskri fjölskyldu í Níkaragva í Mið-Ameríku. Heiðrún lagði fram kæru á föstudag vegna nauðgunar. Hún segir gamaldags viðhorf í samfélaginu í Níkaragva og þá staðreynd að maðurinn sem hún kærir er frægur valda því að lögregla taki illa á málinu. Maðurinn hefur ekki enn verið handtekinn eða yfirheyrður og Heiðrún veit ekki hvort hann viti af kærunni. Maðurinn var kosinn Herra Níkaragva nokkuð nýlega og því landsþekktur. „Ég tók eftir honum í ræktinni og svo sendi hann mér vinabeiðni á Facebook. Við byrjum að spjalla saman en ég var mjög varkár, enda er ég það yfirleitt,“ segir Heiðrún en þau ákváðu svo að hittast á bar á fimmtudagskvöldið síðastliðið.Rankaði við sér á hótelherbergi Þau fóru svo í partý saman með öðrum vinum. Heiðrún fékk sér drykk í partýinu og telur hún að ólyfjan hafi verið sett í drykkinn. Næsta sem hún man er þegar hún rankar við sér inni á hótelherbergi sem hún hafði aldrei séð áður og með hann liggjandi við hliðina á sér. „Mig rámar í að hann hafi verið að kyssa mig og snerta mig og ég segi nei. En svo datt ég út aftur. Ég vakna svo um morguninn og þá nauðgar hann mér. Ég reyndi að ýta honum í burtu og segja honum að hætta, en ég var svo máttlaus og fann að ég átti enga von um að losna. Þegar hann lýkur sér af kem ég mér út og bið vinkonu mína að sækja mig. Fyrst ætlaði ég ekki að tilkynna þetta, ég er í ókunnugu, þriðja heims landi og nauðgun er nýlega skilgreind sem glæpur sem hægt er að kæra. Mér fannst þetta vonlaus staða.“ Heiðrún talar svo við vin sinn sem útvegar henni besta lögfræðinginn í landinu sem sérhæfir sig í svona málum. „Hér er mikil fátækt og kerfið afar gallað. En ég fann það sterkt að ég gat ekki þagað yfir þessu og látið hann komast upp með þetta. Þannig að ég ákvað að leggja fram kæru.“Heiðrún fer heim eftir 22 daga og verður að ná að koma fyrir dómara fyrir þann tíma. Annars er líklegt að málið verði látið niður falla.Spurð um pilsasídd og fjölda drykkja Heiðrún hefur síðan á föstudag þvælst á milli lögreglustöðva, heilsugæslu, farið í sálfræðimat, skoðanir og viðtöl. „Það er alltaf verið að fresta viðtölum og skoðunum, segja mér að fara á aðra staði eða láta mig bíða. Það átti að bíða með fyrstu líkamsskoðun þar til daginn eftir sem þýddi að ég mátti ekki fara á klósettið eða í sturtu en þá brjálaðist ég og fékk mínu fram. Maðurinn hefur ekki enn verið handtekinn en hér er vaninn að menn séu handteknir um leið og kæra er lögð fram hjá lögreglu. Svona meðhöndlun lætur manni líða eins og það sem gerðist sé ekki nógu merkilegt. Að þetta sé mér sjálfri að kenna. Ég er svo hrædd og get ekki sofið. Er hrædd um að hitta hann á næsta götuhorni,“ segir Heiðrún og bætir við að hún hafi fengið að heyra alls kyns athugasemdir sem eru afar gamaldags og sýna að það sé verið að reyna að varpa ábyrgðinni á hana. „Lögreglukonan spurði mig hversu stuttu pilsi ég hafi verið í og hversu marga drykki ég hafi drukkið. Ég drakk frekar lítið og taldi það upp fyrir hana. Þá spurði hún mig hvort ég drykki vanalega svona mikið og hvað ég hafi gert til að leiða hann áfram í samskiptum okkar.“Ætlar að tala núna en ekki eftir tíu ár Heiðrún segist gruna að maðurinn sjálfur hafi ekki séð neitt rangt við það sem hann gerði. „Mér finnst ég þurfa að vekja athygli á stöðunni hérna úti og á þeirri sérmeðferð sem hann virðist vera að fá. Ég fer heim eftir 22 daga og verð að bera vitni fyrir dómara áður en ég fer annars fellur málið niður. Það er eins og það sé verið að reyna að láta þann tíma líða.“ Heiðrún segir opna umræðu á Íslandi um kynferðisofbeldi hafa veitt henni mikinn styrk síðustu daga. „Ég dáðist af fólkinu sem sagði sögur sínar og rauf þögnina þegar umræðan opnaðist á Facebook. Þessar manneskjur hafa verið mínar fyrirmyndir síðustu daga. Ég ætla ekki að segja fyrst eftir tíu ár að mér hafi verið nauðgað af manni og ekkert hafi verið gert í því. Ég ætla að segja það núna. Ég er stolt af því að vera íslensk kona og ég kalla svo sannarlega ekki allt ömmu mína. Ég ætla að nota þennan styrk núna.“ Heiðrún hefur haft samband við sendiherra Íslands í Washington. Hún bað um aðstoð við lögfræðikostnað þar sem enginn saksóknari er í landinu og fórnarlömb glæpa þurfa að ráða sér lögfræðing á eigin kostnað. Enga aðstoð er að fá frá sendiráðinu í þeim málum en Heiðrún segir sendiherrann hafa reynst sér vel og hann fylgist með málinu. Einnig styður fjölskyldan sem hún er hjá hana mjög vel en hún er íslensk. Foreldrar hennar hafa séð um lögfræðikostnaðinn hingað til.Lögregla segir skorta sannanir Fréttastofa hafði samband við Ulises Torres, lögmann Heiðrúnar, sem staðfestir að maðurinn hafi ekki verið handtekinn af lögreglunni. Hann segir lögregluna fara að öllu með gát í málinu þar sem það skorti sannanir að hennar mati. Frásögn Heiðrúnar sé ekki nóg. Í því samhengi vísar lögreglan til þess að niðurstöður líkamsskoðunar sem gerð var á Heiðrúnu bendi ekki til þess að hún hafi verið beitt ofbeldi. Þar af leiðandi bindur Torres vonir við niðurstöður úr eiturefnaprófi sem einnig var gert; að það sýni að meintur nauðgari byrlaði Heiðrúnu ólyfjan með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund og gat ekki barist á móti. Það muni þá útskýra hvers vegna niðurstöður líkamsskoðunarinnar sýni enga áverka. Þá bíður Torres einnig eftir niðurstöðum úr sálfræðiprófi sem Heiðrún fór í. Fréttastofa reyndi einnig að hafa samband við lögreguyfirvöld í Níkaragua en án árangurs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
„Þessi maður er andlit Níkaragva. En ég get ekki leyft honum að komast upp með þetta,“ segir Heiðrún Mjöll Bachmann, 21 árs stúlka sem er au pair hjá íslenskri fjölskyldu í Níkaragva í Mið-Ameríku. Heiðrún lagði fram kæru á föstudag vegna nauðgunar. Hún segir gamaldags viðhorf í samfélaginu í Níkaragva og þá staðreynd að maðurinn sem hún kærir er frægur valda því að lögregla taki illa á málinu. Maðurinn hefur ekki enn verið handtekinn eða yfirheyrður og Heiðrún veit ekki hvort hann viti af kærunni. Maðurinn var kosinn Herra Níkaragva nokkuð nýlega og því landsþekktur. „Ég tók eftir honum í ræktinni og svo sendi hann mér vinabeiðni á Facebook. Við byrjum að spjalla saman en ég var mjög varkár, enda er ég það yfirleitt,“ segir Heiðrún en þau ákváðu svo að hittast á bar á fimmtudagskvöldið síðastliðið.Rankaði við sér á hótelherbergi Þau fóru svo í partý saman með öðrum vinum. Heiðrún fékk sér drykk í partýinu og telur hún að ólyfjan hafi verið sett í drykkinn. Næsta sem hún man er þegar hún rankar við sér inni á hótelherbergi sem hún hafði aldrei séð áður og með hann liggjandi við hliðina á sér. „Mig rámar í að hann hafi verið að kyssa mig og snerta mig og ég segi nei. En svo datt ég út aftur. Ég vakna svo um morguninn og þá nauðgar hann mér. Ég reyndi að ýta honum í burtu og segja honum að hætta, en ég var svo máttlaus og fann að ég átti enga von um að losna. Þegar hann lýkur sér af kem ég mér út og bið vinkonu mína að sækja mig. Fyrst ætlaði ég ekki að tilkynna þetta, ég er í ókunnugu, þriðja heims landi og nauðgun er nýlega skilgreind sem glæpur sem hægt er að kæra. Mér fannst þetta vonlaus staða.“ Heiðrún talar svo við vin sinn sem útvegar henni besta lögfræðinginn í landinu sem sérhæfir sig í svona málum. „Hér er mikil fátækt og kerfið afar gallað. En ég fann það sterkt að ég gat ekki þagað yfir þessu og látið hann komast upp með þetta. Þannig að ég ákvað að leggja fram kæru.“Heiðrún fer heim eftir 22 daga og verður að ná að koma fyrir dómara fyrir þann tíma. Annars er líklegt að málið verði látið niður falla.Spurð um pilsasídd og fjölda drykkja Heiðrún hefur síðan á föstudag þvælst á milli lögreglustöðva, heilsugæslu, farið í sálfræðimat, skoðanir og viðtöl. „Það er alltaf verið að fresta viðtölum og skoðunum, segja mér að fara á aðra staði eða láta mig bíða. Það átti að bíða með fyrstu líkamsskoðun þar til daginn eftir sem þýddi að ég mátti ekki fara á klósettið eða í sturtu en þá brjálaðist ég og fékk mínu fram. Maðurinn hefur ekki enn verið handtekinn en hér er vaninn að menn séu handteknir um leið og kæra er lögð fram hjá lögreglu. Svona meðhöndlun lætur manni líða eins og það sem gerðist sé ekki nógu merkilegt. Að þetta sé mér sjálfri að kenna. Ég er svo hrædd og get ekki sofið. Er hrædd um að hitta hann á næsta götuhorni,“ segir Heiðrún og bætir við að hún hafi fengið að heyra alls kyns athugasemdir sem eru afar gamaldags og sýna að það sé verið að reyna að varpa ábyrgðinni á hana. „Lögreglukonan spurði mig hversu stuttu pilsi ég hafi verið í og hversu marga drykki ég hafi drukkið. Ég drakk frekar lítið og taldi það upp fyrir hana. Þá spurði hún mig hvort ég drykki vanalega svona mikið og hvað ég hafi gert til að leiða hann áfram í samskiptum okkar.“Ætlar að tala núna en ekki eftir tíu ár Heiðrún segist gruna að maðurinn sjálfur hafi ekki séð neitt rangt við það sem hann gerði. „Mér finnst ég þurfa að vekja athygli á stöðunni hérna úti og á þeirri sérmeðferð sem hann virðist vera að fá. Ég fer heim eftir 22 daga og verð að bera vitni fyrir dómara áður en ég fer annars fellur málið niður. Það er eins og það sé verið að reyna að láta þann tíma líða.“ Heiðrún segir opna umræðu á Íslandi um kynferðisofbeldi hafa veitt henni mikinn styrk síðustu daga. „Ég dáðist af fólkinu sem sagði sögur sínar og rauf þögnina þegar umræðan opnaðist á Facebook. Þessar manneskjur hafa verið mínar fyrirmyndir síðustu daga. Ég ætla ekki að segja fyrst eftir tíu ár að mér hafi verið nauðgað af manni og ekkert hafi verið gert í því. Ég ætla að segja það núna. Ég er stolt af því að vera íslensk kona og ég kalla svo sannarlega ekki allt ömmu mína. Ég ætla að nota þennan styrk núna.“ Heiðrún hefur haft samband við sendiherra Íslands í Washington. Hún bað um aðstoð við lögfræðikostnað þar sem enginn saksóknari er í landinu og fórnarlömb glæpa þurfa að ráða sér lögfræðing á eigin kostnað. Enga aðstoð er að fá frá sendiráðinu í þeim málum en Heiðrún segir sendiherrann hafa reynst sér vel og hann fylgist með málinu. Einnig styður fjölskyldan sem hún er hjá hana mjög vel en hún er íslensk. Foreldrar hennar hafa séð um lögfræðikostnaðinn hingað til.Lögregla segir skorta sannanir Fréttastofa hafði samband við Ulises Torres, lögmann Heiðrúnar, sem staðfestir að maðurinn hafi ekki verið handtekinn af lögreglunni. Hann segir lögregluna fara að öllu með gát í málinu þar sem það skorti sannanir að hennar mati. Frásögn Heiðrúnar sé ekki nóg. Í því samhengi vísar lögreglan til þess að niðurstöður líkamsskoðunar sem gerð var á Heiðrúnu bendi ekki til þess að hún hafi verið beitt ofbeldi. Þar af leiðandi bindur Torres vonir við niðurstöður úr eiturefnaprófi sem einnig var gert; að það sýni að meintur nauðgari byrlaði Heiðrúnu ólyfjan með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund og gat ekki barist á móti. Það muni þá útskýra hvers vegna niðurstöður líkamsskoðunarinnar sýni enga áverka. Þá bíður Torres einnig eftir niðurstöðum úr sálfræðiprófi sem Heiðrún fór í. Fréttastofa reyndi einnig að hafa samband við lögreguyfirvöld í Níkaragua en án árangurs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira