Hrannar taldi sig ekki eiga möguleika gegn Ólafi Ragnari Birta Björnsdóttir skrifar 27. apríl 2016 19:30 Það var Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sem boðaði til fundar með forsetaframbjóðendum fyrr í dag. Sjö af þeim tólf sem ákveðið hafa að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands mættu til fundarins. Reyndar fækkaði um einn úr röðum frambjóðenda á fundinum sjálfum þegar Hrannar Pétursson tilkynnti þar að hann hyggðist draga framboð sitt til baka. „Ástæðan fyrir því er í raun og veru mjög einföld. Það varð ákveðin eðlisbreyting á kosningabaráttunni með ákvörðun sitjandi forseta um að sækjast eftir endurkjöri. Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna fannst mér einfaldlega skynsamlegt að stíga til hliðar. Það er kalt en skynsamlegt mat," sagði Hrannar að fundi loknum. „Það er einfaldlega svo að líkur mínar á góðum árangri minnkuðu all verulega eftir að Ólafur Ragnar ákvað að stíga inn á þennan völl."Heldurðu að þú komir til með að bjóða þig aftur fram einhverntíman í framtíðinni?„Nú hugsa ég bara einn tvo daga fram í tímann og við skulum bara sjá hvað gerist. Ég hlakka til að fylgjast með umræðunni sem framundan er. Það er mikið af góðum hugmyndum og margir frambjóðendur með skýra og góða sýn," sagði Hrannar.Treystir þú þér til að lýsa yfir stuðningi við einhvern af þeim sem ennþá eru í framboði? „Ég ætla að láta það eiga sig. Ég ætla einfaldlega að stíga til hliðar og óska þeim öllum góðs gengis," sagði Hrannar.Á fundinum fengu frambjóðendur tækifæri til að kynna sig áður en þau svöruðu spurningum úr sal. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr ræðum þeirrra Andra Snæs Magnasonar, Ástþórs Magnússonar, Benedikts Kristjáns Mewes, Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Hildar Þórðardóttur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings frambjóðenda og mælist með 52,6 prósenta fylgi. Það er næstum nákvæmlega sama hlutfall og Ólafur Ragnar náði af greiddum atkvæðum þegar hann náði endurkjöri í embættið fyrir fjórum árum síðan. Andri Snær Magnason mælist með 29,4 prósenta fylgi í könnun MMR en könnun var gerð dagana 22-26 apríl. Halla Tómasdóttir mælist með 8,8 prósenta fylgi en aðrir frambjóðendur ná ekki tveggja prósenta fylgi. Háskólamenntaðir og þau sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu eru líklegust til að kjósa Andra Snæ, en Ólafur hefur hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem hafa lægra menntunarstig og búsett eru á landsbyggðinni. Halla Tómasdóttir hefur hlutfallslega meira fylgi hjá konum og æðstu stjórnendum fyrirtækja, samkvæmt upplýsingum frá MMR. Fresturinn til að skila inn framboði til embættis forseta Íslands rennur út þann 20.maí næstkomandi. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Það var Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sem boðaði til fundar með forsetaframbjóðendum fyrr í dag. Sjö af þeim tólf sem ákveðið hafa að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands mættu til fundarins. Reyndar fækkaði um einn úr röðum frambjóðenda á fundinum sjálfum þegar Hrannar Pétursson tilkynnti þar að hann hyggðist draga framboð sitt til baka. „Ástæðan fyrir því er í raun og veru mjög einföld. Það varð ákveðin eðlisbreyting á kosningabaráttunni með ákvörðun sitjandi forseta um að sækjast eftir endurkjöri. Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna fannst mér einfaldlega skynsamlegt að stíga til hliðar. Það er kalt en skynsamlegt mat," sagði Hrannar að fundi loknum. „Það er einfaldlega svo að líkur mínar á góðum árangri minnkuðu all verulega eftir að Ólafur Ragnar ákvað að stíga inn á þennan völl."Heldurðu að þú komir til með að bjóða þig aftur fram einhverntíman í framtíðinni?„Nú hugsa ég bara einn tvo daga fram í tímann og við skulum bara sjá hvað gerist. Ég hlakka til að fylgjast með umræðunni sem framundan er. Það er mikið af góðum hugmyndum og margir frambjóðendur með skýra og góða sýn," sagði Hrannar.Treystir þú þér til að lýsa yfir stuðningi við einhvern af þeim sem ennþá eru í framboði? „Ég ætla að láta það eiga sig. Ég ætla einfaldlega að stíga til hliðar og óska þeim öllum góðs gengis," sagði Hrannar.Á fundinum fengu frambjóðendur tækifæri til að kynna sig áður en þau svöruðu spurningum úr sal. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr ræðum þeirrra Andra Snæs Magnasonar, Ástþórs Magnússonar, Benedikts Kristjáns Mewes, Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Hildar Þórðardóttur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings frambjóðenda og mælist með 52,6 prósenta fylgi. Það er næstum nákvæmlega sama hlutfall og Ólafur Ragnar náði af greiddum atkvæðum þegar hann náði endurkjöri í embættið fyrir fjórum árum síðan. Andri Snær Magnason mælist með 29,4 prósenta fylgi í könnun MMR en könnun var gerð dagana 22-26 apríl. Halla Tómasdóttir mælist með 8,8 prósenta fylgi en aðrir frambjóðendur ná ekki tveggja prósenta fylgi. Háskólamenntaðir og þau sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu eru líklegust til að kjósa Andra Snæ, en Ólafur hefur hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem hafa lægra menntunarstig og búsett eru á landsbyggðinni. Halla Tómasdóttir hefur hlutfallslega meira fylgi hjá konum og æðstu stjórnendum fyrirtækja, samkvæmt upplýsingum frá MMR. Fresturinn til að skila inn framboði til embættis forseta Íslands rennur út þann 20.maí næstkomandi.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira