Víkurgarður: Nafli Reykjavíkur Þórir Stephensen skrifar 28. apríl 2016 07:00 Í Kvosinni í Reykjavík hefur byggst upp kjarni menningar og stjórnsýslu, sem nærir bæði borgina og landsbyggðina. Nokkrar byggingar tjá þetta, öðrum fremur, með tilveru sinni, Dómkirkjan, Stjórnarráðið, Alþingishúsið og Menntaskólinn. Þær standa fyrir gildum, sem eiga sér djúpar rætur, dýrmætar fyrir samfélagið. Dómkirkjan á elstu ræturnar. Bóndinn í Reykjavík, bæ fyrsta landnámsmannsins, var allsherjargoði, helgaði Alþingi ár hvert. Þar hlýtur að hafa verið blótstaður, trúlega hörgur. Þegar Þormóður allsherjargoði kom heim af kristnitökuþinginu sumarið 1000, beið hans það hlutverk að reisa nýjan guðsþjónustustað, kirkju, en þörfin var þó ekki síðri fyrir kirkjugarð. Að þeirra tíma trú var leg í vígðri mold skilyrði fyrir himnavist. Ekki er víst að þetta hafi tekist þegar á fyrstu missirum. Því hafa e.t.v. einhverjir verið settir í hin fornu kuml, en verið fluttir þaðan í kirkjugarðinn þegar hann var kominn. Þá gætu aðrir kumlbúar hafa fylgt með, jafnvel landnámsmennirnir. A.m.k. hafa engin kuml fundist í landi Reykjavíkur. Staðreynd er, að hörgurinn hvarf en kirkja og kirkjugarður risu í túninu framan við Reykjavíkurbæinn. Garðurinn var notaður í um 840 ár. Þar hvíla því nærri 30 kynslóðir Reykvíkinga. Þetta er fólk, sem barðist harðri baráttu til þess að lifa af og var um leið dýrmætt fyrir umhverfi sitt og samfélag. Meðal þeirra eru ýmsir, sem mörkuðu djúp spor í þjóðarsöguna. Við hljótum að sýna þessu fólki þá virðingu að varðveita legstaði þess. Sagt hefur verið, að umhirða kirkjugarða sé mælikvarði á menningu samfélagsins. Þeir hafa víða orðið „lungu“ borganna og friðarreitir fyrir þá sem vilja njóta sólar, sögu og mannlífs. Því miður hefur okkur ekki auðnast að halda Víkurgarði óskertum. Og enn er að honum ráðist. Nú á að byggja hótel á hluta hans, hótel sem á svo að hafa aðaldyr út í ósnerta hlutann. Alþingi hefur amast við þessari byggingu, tókst ekki að stöðva áformin, en hefur þó sagt, að aðgengi megi ekki vera frá Kirkjustræti. Þess vegna vilja hóteleigendur nota Víkurgarð. Það er auðvitað algjör óhæfa og því þurfa rétt yfirvöld að stöðva væntanlega byggingu. Víkurgarðs getur beðið yndislegt og mjög þarft hlutverk. Skipulagi hans ætti að breyta, taka burt gervileiðin og færa styttu Skúla fógeta úr kirkjugrunninum, á hentugri stað. Síðan mætti marka í stéttina útlínur síðustu kirkjunnar, sem var dómkirkja í 11 ár, koma fyrir bekkjum, blómakerum, litlum gosbrunni og síðast en ekki síst fræðsluskiltum, sem skýra sögu Reykjavíkur.Þurfa fleira en hótel Borgargestir þurfa fleira en hótel. Við verðum að hafa eitthvað til að sýna þeim. Þarna höfum við helgistað tvennra trúarbragða á bæ fyrsta landnámsmannsins. Það hygg ég sé einstætt. Þarna er grunnur dómkirkju, sem trúlega hefur verið sú minnsta í heiminum. Við getum miðlað sjaldgæfri sögu um upphaf byggðar og höfuðborgar og sýnt hvernig hún tengist Alþingi, menntun, myndlist, atvinnusögu og frelsisbaráttu. Myndir dýrlinga Víkurkirkju geta skreytt söguskiltin ásamt myndum úr ásatrú. Mynd Þorkels mána, sem þráði að deyja inn í sólarljósið er þarna fyrir. Öll þessi næring trúar og menningar leitar til okkar á þessum stað eins og eftir ósýnilegum naflastreng. Getur ekki verið, að einmitt þarna sé „nafli“ Reykjavíkur? Ef við leggjumst í skoðun á honum, held ég að við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu, að þennan stað verði að varðveita.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í Kvosinni í Reykjavík hefur byggst upp kjarni menningar og stjórnsýslu, sem nærir bæði borgina og landsbyggðina. Nokkrar byggingar tjá þetta, öðrum fremur, með tilveru sinni, Dómkirkjan, Stjórnarráðið, Alþingishúsið og Menntaskólinn. Þær standa fyrir gildum, sem eiga sér djúpar rætur, dýrmætar fyrir samfélagið. Dómkirkjan á elstu ræturnar. Bóndinn í Reykjavík, bæ fyrsta landnámsmannsins, var allsherjargoði, helgaði Alþingi ár hvert. Þar hlýtur að hafa verið blótstaður, trúlega hörgur. Þegar Þormóður allsherjargoði kom heim af kristnitökuþinginu sumarið 1000, beið hans það hlutverk að reisa nýjan guðsþjónustustað, kirkju, en þörfin var þó ekki síðri fyrir kirkjugarð. Að þeirra tíma trú var leg í vígðri mold skilyrði fyrir himnavist. Ekki er víst að þetta hafi tekist þegar á fyrstu missirum. Því hafa e.t.v. einhverjir verið settir í hin fornu kuml, en verið fluttir þaðan í kirkjugarðinn þegar hann var kominn. Þá gætu aðrir kumlbúar hafa fylgt með, jafnvel landnámsmennirnir. A.m.k. hafa engin kuml fundist í landi Reykjavíkur. Staðreynd er, að hörgurinn hvarf en kirkja og kirkjugarður risu í túninu framan við Reykjavíkurbæinn. Garðurinn var notaður í um 840 ár. Þar hvíla því nærri 30 kynslóðir Reykvíkinga. Þetta er fólk, sem barðist harðri baráttu til þess að lifa af og var um leið dýrmætt fyrir umhverfi sitt og samfélag. Meðal þeirra eru ýmsir, sem mörkuðu djúp spor í þjóðarsöguna. Við hljótum að sýna þessu fólki þá virðingu að varðveita legstaði þess. Sagt hefur verið, að umhirða kirkjugarða sé mælikvarði á menningu samfélagsins. Þeir hafa víða orðið „lungu“ borganna og friðarreitir fyrir þá sem vilja njóta sólar, sögu og mannlífs. Því miður hefur okkur ekki auðnast að halda Víkurgarði óskertum. Og enn er að honum ráðist. Nú á að byggja hótel á hluta hans, hótel sem á svo að hafa aðaldyr út í ósnerta hlutann. Alþingi hefur amast við þessari byggingu, tókst ekki að stöðva áformin, en hefur þó sagt, að aðgengi megi ekki vera frá Kirkjustræti. Þess vegna vilja hóteleigendur nota Víkurgarð. Það er auðvitað algjör óhæfa og því þurfa rétt yfirvöld að stöðva væntanlega byggingu. Víkurgarðs getur beðið yndislegt og mjög þarft hlutverk. Skipulagi hans ætti að breyta, taka burt gervileiðin og færa styttu Skúla fógeta úr kirkjugrunninum, á hentugri stað. Síðan mætti marka í stéttina útlínur síðustu kirkjunnar, sem var dómkirkja í 11 ár, koma fyrir bekkjum, blómakerum, litlum gosbrunni og síðast en ekki síst fræðsluskiltum, sem skýra sögu Reykjavíkur.Þurfa fleira en hótel Borgargestir þurfa fleira en hótel. Við verðum að hafa eitthvað til að sýna þeim. Þarna höfum við helgistað tvennra trúarbragða á bæ fyrsta landnámsmannsins. Það hygg ég sé einstætt. Þarna er grunnur dómkirkju, sem trúlega hefur verið sú minnsta í heiminum. Við getum miðlað sjaldgæfri sögu um upphaf byggðar og höfuðborgar og sýnt hvernig hún tengist Alþingi, menntun, myndlist, atvinnusögu og frelsisbaráttu. Myndir dýrlinga Víkurkirkju geta skreytt söguskiltin ásamt myndum úr ásatrú. Mynd Þorkels mána, sem þráði að deyja inn í sólarljósið er þarna fyrir. Öll þessi næring trúar og menningar leitar til okkar á þessum stað eins og eftir ósýnilegum naflastreng. Getur ekki verið, að einmitt þarna sé „nafli“ Reykjavíkur? Ef við leggjumst í skoðun á honum, held ég að við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu, að þennan stað verði að varðveita.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar