Hvað er að gerast hjá Apple? Samúel Karl Ólason og Sæunn Gísladóttir skrifa 27. apríl 2016 15:45 Tim Cook, forstjóri Apple, að búa sig undir kynningu. Vísir/Getty Eftir að tilkynnt var um tekjusamdrátt hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár óttast fjárfestar um framtíð Apple. Fjöldi iPhone-síma sem seldist á síðasta ársfjórðungi dróst saman í fyrsta sinn milli ára og eru fjárfestar farnir að óttast að markaðurinn fyrir söluhæstu vöru fyrirtækisins sé farinn að mettast. Hlutabréf í fyrirtækinu féllu um átta prósent í viðskiptum fyrir opnun markaða í dag og hafa hlutabréfin lækkað um sex prósent það sem af er degi. En hvað er að gerast hjá þessu fyrirtæki sem er eitt það verðmætasta í heimi? Tekjur á öðrum ársfjórðungi reikningsárs fyrirtækisins námu fimmtíu milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 6.200 milljarða íslenskra króna, samanborið við 58 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 7.200 milljarða króna, á sama tíma í fyrra. Tekjur drógust því saman um þrettán prósent milli ára. Er þetta í fyrsta sinn sem samdráttur milli ára síðan 2003. Apple seldi 51,2 milljónir iPhone-síma á tímabilinu, samanborið við 61,2 milljónir síma á sama tímabili í fyrra.Á síðastliðnu ári hafa hlutabréf í Apple fallið um 27 prósent.Mynd/skjáskotHagnaður féll um 22 prósent og nam 10,5 milljörðum dollara, jafnvirði 1.300 milljarða íslenskra króna, eða 1,9 dollara á hlut. Þetta var undir væntingum Wall Street og í kjölfarið féllu hlutabréf um allt að átta prósent í viðskiptum eftir lokun markaða. Við það lækkaði markaðsvirði Apple um 47 milljarða dollara, 5.800 milljarða íslenskra króna. Þetta samsvarar tæplega þrefaldri landsframleiðslu Íslands. Á síðastliðnu ári hafa hlutabréf í Apple fallið um tuttugu og sjö prósent, eða úr 132,65 dollurum í 96,95 dollara klukkan hálf þrjú á íslenskum tíma í dag.iPhone hefur verið gullgæs Apple og selst fyrir tugi milljarða ár hvert.Vísir/GettyHvað er að valda lækkun hlutabréfa og tekna?iPhone hefur verið söluhæsta vara Apple og nema sölur af símanum um tveimur þriðju af heildar sölutekjum Apple. Hingað til hefur alltaf orðið vöxtur á hverjum ársfjórðungi í sölu, samanborið við árið áður. Það að fjöldi iPhone síma sem seldist dróst saman milli ára hefur gríðarleg áhrif á heildartekjur Apple og óttast fjárfestar að „gullgæs Apple" beri ekki jafn mikinn arð og áður í framtíðinni. Talið er að iPhone-síma markaðurinn sé ef til vill farinn að mettast. Helmingur snjallsíma sem seljast í Bandaríkjunum eru iPhone símar, auk þess lítur út fyrir að Apple sé að ná að mettast á öðrum vestrænum mörkuðum. Aðrir símar sem keyra á Google Android stýrikerfinu halda svo áfram að veita Apple samkenni þar sem þeir eru mun ódýrari. Ofan á þetta bætist að aðrar vörur Apple hafa verið að dala í sölu. Má þar nefna iPad spjaldtölvuna. Spjaldtölvan, sem var kynnt á markað árið 2010, var í fyrstu mjög vinsæl vara. En svo virðist sem að neytendur finni fyrir minni þörf að uppfæra iPad tölvur sínar þegar ný týpa kemur á markað, en að uppfæra iPhone-síma sína. Sala á iPad hefur valdið vonbrigðum undanfarin ár, þrátt fyrir nýjar og stærri útgáfur af spjaldtölvunni. iPad sala náði hæstu hæðum á fyrsta ársfjórðungi árið 2014 þegar 26,04 milljón eintaka seldust, en einungis seldust 10,25 milljón eintaka á síðasta ársfjórðungi. Ein meginástæða þess að verr hefur gengið hjá Apple eru veikleikar á stórum alþjóðlegum mörkuðum eins og Kína, að því er segir í umfjöllun New York Times um málið. Sala í Kína dróst verulega saman, á því svæði sem inniheldur Hong Kong og Taiwan dróst salan saman um 26 prósent milli ára, og á meginlandi Kína dróst hún saman um ellefu prósent, samtímis efnahagsörðugleikum í Kína. Sterkt gengi dollarans á tímabilinu hjálpaði ekki á alþjóðamörkuðum. Tim Cook, forstjóri Apple, að tala um Apple Watch á kynningu.Vísir/AFPFloppaði Apple Watch?Snjallúrið Apple Watch var kynnt á markað fyrir ári síðan. Þetta var fyrsta varan sem var þróuð frá grunni án Steve Jobs, og hefur verið kallað flopp, þar sem varan hefur ekki náð almennilegu flugi. Sérfræðingar telja þó að tólf til þrettán milljón eintaka hafi selst af úrinu og að sala af úrinu hafi numið sex milljörðum dollara, jafnvirði 740 milljarða króna á fyrsta söluári. Ef spárnar eru réttar þá er þetta mjög góð sala samanborið við aðrar vörur á úrmarkaði. Rolex seldist til að mynda fyrir 4,5 milljarða dollara, 550 milljarða króna, á síðastliðnu ári.Eigið fé nemur tæplega 30 þúsund milljörðumÍ umræðunni má ekki gleyma að Apple hefur verið eitt verðmætasta fyrirtæki í heimi síðastliðin fimm ár. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið einstaklega öflugur og því ekki undarlegt ef fyrirtækið nær ekki að viðhalda honum í framtíðinni. Apple situr enn á gullnámu, en í lok ársfjórðungsins nam eigið fé Apple 233 milljörðum dollara, jafnvirði 28.900 milljörðum íslenskra króna. Apple spáir þó lægri tekjum á núverandi ársfjórðungi en gert hafði verið ráð fyrir eða milli 41 til 43 milljarða dollara, 5.000 til 5.300 milljarða króna. Haft er eftir Amit Daryanani, greiningaraðila hjá RBC Capital Markets, í umfjöllun NY Times að Apple gæti verið að stefna í í tímaskeið þar sem fólk er minna að kaupa nýjar vörur í fyrsta sinn og frekar að uppfæra vörur sem þeir eiga á nokkurra ára fresti. Slíkt hið sama gerðist á tölvumarkaðnum fyrir áratugi síðan.Steve Jobs og Steve Wozniak í byjun Apple ævintýrisins.Vísir/GettyFjörutíu ára fyrirtækiApple varð fjörutíu ára gamalt þann 1. apríl síðastliðinn og er saga þess mjög skrautleg. Það var stofnað af Steve Jobs og Steve Wozniak. Vinur þeirra Ronald Wayne átti tíu prósent og átti að miðla á milli Stevana ef til deilna kæmi. Wayne hætti þó eftir einungis tólf daga og seldi hlut sinn fyrir 800 dali. Í dag væri hlutur hans 72 milljarða dala virði. Wozniak byggði fyrstu Apple tölvuna sjálfur en hún var í raun bara kassi sem tengja þurfti við lyklaborð og sjónvarp. Alls voru um 200 slíkar tölvur framleiddar og eru þær gífurlega vinsælir safngripir í dag. Árið 2014 seldist Apple I tölva, sem enn virkaði, á uppboði fyrir rúma 900 þúsund dali, 112 milljónir króna. Árið 1984 kynnti Steve Jobs fyrstu Macintosh tölvuna. Um byltingu var að ræða þar sem sú tölva var sú fyrsta til að bjóða notendum upp á myndrænt stýrikerfi með möppum og myndum, eins og við könnumst við í dag. Leikstjórinn Ridley Scott var fenginn til að leikstýra rándýrri auglýsingu fyrir tölvuna og var hún birt á Superbowl 1984. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Jobs var svo rekinn frá Apple ári seinna þar sem hann átti í miklum samskiptaörðuleikum við samstarfsmenn sína og stjórn fyrirtækisins. Það var svo árið 1997 þegar Windows tölvur seldust gífurlega vel og Apple var rekið með tapi, þegar stjórnin fékk Steve Jobs aftur til fyrirtækisins og gerði hann að framkvæmdastjóra.Á innan við tveimur árum umbreytti Jobs rekstri Apple og varð iMac tölvan varð sú tölva sem seldist best í Bandaríkjunum. iMac var fyrst kynnt árið 1998 og árið 1999 höfðu fjórðungstekjur fyrirtækisins þrefaldast frá árinu áður. Næsta vara fyrirtækisins, sem kynnt var árið 2001 átti einnig eftir að slá heldur betur í gegn. Tónlistarspilarinn iPod seldist eins og heitar lummur og hafa hundruð milljóna tækja selst um heim allan. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu frá árinu 2005 úr frægri auglýsingaherferð fyrir iPod, sem var þá heitasta tækið á markaðnum. Á næstu árum komu frekari vörur eins og spjaldtölvur, stýrikerfi fyrirtækisins, tónlistarforritið iTunes og auðvitað iPhone síminn sem birtist fyrst á hillum verslana árið 2007. Apple og Steve Jobs höfðu gerbreytt tækjaheiminum með góðum, notendavænum og einföldum vörum. Sem dæmi um þá áhrif sem Jobs hafði á fyrirtækið, þá bárust fregnir af slæmu heilsufari hans árið 2008. Apple brást við með því að segja að hann væri ekki að yfirgefa fyrirtækið, en hlutabréf Apple féllu samt um tíu prósent. Seinna sama ár bárust rangar fregnir af því að hann hefði fengið hjartaáfall og hlutabréfin lækkuðu um 5,4 prósent um tíma. Hann hætti svo hjá fyrirtækinu í janúar 2009 og lét lífið í október 2011.Hvað er framundan hjá Apple?Þrátt fyrir að samdráttur hafi orðið hjá Apple þýðir það ekki endilega að öll von sé úti hjá fyrirtækinu. Stór hluti tekna fyrirtækisins fer í þróun nýrra vara og endurbætum á gömlum vörum til þess að komast til móts við þarfir neytenda. Nýr sími Apple, iPhone SE fór til að mynda í sölu í lok mars, en hann er bæði minni og ódýrari en aðrar gerðir á markaði í dag. Hann á því að geta mætt ákveðni samkeppni sem kemur frá Android vörum. Þar sem hann fór í sölu í lok mars teljast sölutölur hans ekki með í síðasta ársfjórðungsuppgjöri. Forstjóri Apple, Tim Cook, segir hins vegar eftirspurn eftir honum vera meira en framboð. Bundnar eru vonir við að Apple Music, iCloud og Apple Watch muni einnig sækja í sig veðrið á næstu misserum. Cook hefur einnig sagt að hann telji að iPad sala muni taka við sér á næstunni.iPhone SE er töluvert minni en iPhone 6 og 6S.vísir/gettyBreytinga að vænta með iPhone 7Búist er við því að í byrjun september muni Apple kynna nýjan iPhone sem ber heitið iPhone 7. Fyrirtækið er frægt fyrir að litlar sem engar upplýsingar um vörur þeirra leki en talið er að með nýjum síma ætli Apple að breyta til. Þá gætu sölutölur mögulega lagast hjá fyrirtækinu. Þar að auki vinnur fyrirtækið að þróun sjálfkeyrandi bíla. Apple hefur ráðið fjölda starfsmanna úr búðum Tesla undanfarið, en það fyrirtæki er fremst í þróun slíkra bíla. Þegar kemur að næstu kynslóð snjallsíma Apple eru margskonar orðrómar á reiki, en samkvæmt þeim verður um mikla uppfærslu að ræða. Hann er sagður vera með öflugari rafhlöðu, vera vatnsheldur, með tvær myndavélar sem bjóði upp á hærri upplausn á ljósmyndum. Þá er talið að heyrnartól verði ekki tengd við símann með snúru og að Home takkinn verði fjarlægður. Allar þessar upplýsingar byggja þó á lekum frá fyrirtækjum sem framleiða tæki og tól sem notuð eru í símana, en ekki frá Apple, sem hefur ekkert gefið út varðandi símann. Ástæða þess að notendur Apple uppfærðu ekki á milli síðust snjallsíma fyrirtækisins er sögð vera að ekki hafi verið nægilega mikill munur á milli símanna. Ef orðrómarnir reynast sannir ætti þó að verða breyting þar og eiga greinendur jafnvel von á því að eigendur nokkurra kynslóða iPhone muni kaupa nýja síma. Tengdar fréttir Næstum milljarður iPhone síma selst Talið er að í sumar verði Apple búið að selja milljarð iPhone síma. 5. apríl 2016 11:25 Tekjur Apple dragast saman Í fyrsta skiptið frá árinu 2003. 26. apríl 2016 22:09 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eftir að tilkynnt var um tekjusamdrátt hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár óttast fjárfestar um framtíð Apple. Fjöldi iPhone-síma sem seldist á síðasta ársfjórðungi dróst saman í fyrsta sinn milli ára og eru fjárfestar farnir að óttast að markaðurinn fyrir söluhæstu vöru fyrirtækisins sé farinn að mettast. Hlutabréf í fyrirtækinu féllu um átta prósent í viðskiptum fyrir opnun markaða í dag og hafa hlutabréfin lækkað um sex prósent það sem af er degi. En hvað er að gerast hjá þessu fyrirtæki sem er eitt það verðmætasta í heimi? Tekjur á öðrum ársfjórðungi reikningsárs fyrirtækisins námu fimmtíu milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 6.200 milljarða íslenskra króna, samanborið við 58 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 7.200 milljarða króna, á sama tíma í fyrra. Tekjur drógust því saman um þrettán prósent milli ára. Er þetta í fyrsta sinn sem samdráttur milli ára síðan 2003. Apple seldi 51,2 milljónir iPhone-síma á tímabilinu, samanborið við 61,2 milljónir síma á sama tímabili í fyrra.Á síðastliðnu ári hafa hlutabréf í Apple fallið um 27 prósent.Mynd/skjáskotHagnaður féll um 22 prósent og nam 10,5 milljörðum dollara, jafnvirði 1.300 milljarða íslenskra króna, eða 1,9 dollara á hlut. Þetta var undir væntingum Wall Street og í kjölfarið féllu hlutabréf um allt að átta prósent í viðskiptum eftir lokun markaða. Við það lækkaði markaðsvirði Apple um 47 milljarða dollara, 5.800 milljarða íslenskra króna. Þetta samsvarar tæplega þrefaldri landsframleiðslu Íslands. Á síðastliðnu ári hafa hlutabréf í Apple fallið um tuttugu og sjö prósent, eða úr 132,65 dollurum í 96,95 dollara klukkan hálf þrjú á íslenskum tíma í dag.iPhone hefur verið gullgæs Apple og selst fyrir tugi milljarða ár hvert.Vísir/GettyHvað er að valda lækkun hlutabréfa og tekna?iPhone hefur verið söluhæsta vara Apple og nema sölur af símanum um tveimur þriðju af heildar sölutekjum Apple. Hingað til hefur alltaf orðið vöxtur á hverjum ársfjórðungi í sölu, samanborið við árið áður. Það að fjöldi iPhone síma sem seldist dróst saman milli ára hefur gríðarleg áhrif á heildartekjur Apple og óttast fjárfestar að „gullgæs Apple" beri ekki jafn mikinn arð og áður í framtíðinni. Talið er að iPhone-síma markaðurinn sé ef til vill farinn að mettast. Helmingur snjallsíma sem seljast í Bandaríkjunum eru iPhone símar, auk þess lítur út fyrir að Apple sé að ná að mettast á öðrum vestrænum mörkuðum. Aðrir símar sem keyra á Google Android stýrikerfinu halda svo áfram að veita Apple samkenni þar sem þeir eru mun ódýrari. Ofan á þetta bætist að aðrar vörur Apple hafa verið að dala í sölu. Má þar nefna iPad spjaldtölvuna. Spjaldtölvan, sem var kynnt á markað árið 2010, var í fyrstu mjög vinsæl vara. En svo virðist sem að neytendur finni fyrir minni þörf að uppfæra iPad tölvur sínar þegar ný týpa kemur á markað, en að uppfæra iPhone-síma sína. Sala á iPad hefur valdið vonbrigðum undanfarin ár, þrátt fyrir nýjar og stærri útgáfur af spjaldtölvunni. iPad sala náði hæstu hæðum á fyrsta ársfjórðungi árið 2014 þegar 26,04 milljón eintaka seldust, en einungis seldust 10,25 milljón eintaka á síðasta ársfjórðungi. Ein meginástæða þess að verr hefur gengið hjá Apple eru veikleikar á stórum alþjóðlegum mörkuðum eins og Kína, að því er segir í umfjöllun New York Times um málið. Sala í Kína dróst verulega saman, á því svæði sem inniheldur Hong Kong og Taiwan dróst salan saman um 26 prósent milli ára, og á meginlandi Kína dróst hún saman um ellefu prósent, samtímis efnahagsörðugleikum í Kína. Sterkt gengi dollarans á tímabilinu hjálpaði ekki á alþjóðamörkuðum. Tim Cook, forstjóri Apple, að tala um Apple Watch á kynningu.Vísir/AFPFloppaði Apple Watch?Snjallúrið Apple Watch var kynnt á markað fyrir ári síðan. Þetta var fyrsta varan sem var þróuð frá grunni án Steve Jobs, og hefur verið kallað flopp, þar sem varan hefur ekki náð almennilegu flugi. Sérfræðingar telja þó að tólf til þrettán milljón eintaka hafi selst af úrinu og að sala af úrinu hafi numið sex milljörðum dollara, jafnvirði 740 milljarða króna á fyrsta söluári. Ef spárnar eru réttar þá er þetta mjög góð sala samanborið við aðrar vörur á úrmarkaði. Rolex seldist til að mynda fyrir 4,5 milljarða dollara, 550 milljarða króna, á síðastliðnu ári.Eigið fé nemur tæplega 30 þúsund milljörðumÍ umræðunni má ekki gleyma að Apple hefur verið eitt verðmætasta fyrirtæki í heimi síðastliðin fimm ár. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið einstaklega öflugur og því ekki undarlegt ef fyrirtækið nær ekki að viðhalda honum í framtíðinni. Apple situr enn á gullnámu, en í lok ársfjórðungsins nam eigið fé Apple 233 milljörðum dollara, jafnvirði 28.900 milljörðum íslenskra króna. Apple spáir þó lægri tekjum á núverandi ársfjórðungi en gert hafði verið ráð fyrir eða milli 41 til 43 milljarða dollara, 5.000 til 5.300 milljarða króna. Haft er eftir Amit Daryanani, greiningaraðila hjá RBC Capital Markets, í umfjöllun NY Times að Apple gæti verið að stefna í í tímaskeið þar sem fólk er minna að kaupa nýjar vörur í fyrsta sinn og frekar að uppfæra vörur sem þeir eiga á nokkurra ára fresti. Slíkt hið sama gerðist á tölvumarkaðnum fyrir áratugi síðan.Steve Jobs og Steve Wozniak í byjun Apple ævintýrisins.Vísir/GettyFjörutíu ára fyrirtækiApple varð fjörutíu ára gamalt þann 1. apríl síðastliðinn og er saga þess mjög skrautleg. Það var stofnað af Steve Jobs og Steve Wozniak. Vinur þeirra Ronald Wayne átti tíu prósent og átti að miðla á milli Stevana ef til deilna kæmi. Wayne hætti þó eftir einungis tólf daga og seldi hlut sinn fyrir 800 dali. Í dag væri hlutur hans 72 milljarða dala virði. Wozniak byggði fyrstu Apple tölvuna sjálfur en hún var í raun bara kassi sem tengja þurfti við lyklaborð og sjónvarp. Alls voru um 200 slíkar tölvur framleiddar og eru þær gífurlega vinsælir safngripir í dag. Árið 2014 seldist Apple I tölva, sem enn virkaði, á uppboði fyrir rúma 900 þúsund dali, 112 milljónir króna. Árið 1984 kynnti Steve Jobs fyrstu Macintosh tölvuna. Um byltingu var að ræða þar sem sú tölva var sú fyrsta til að bjóða notendum upp á myndrænt stýrikerfi með möppum og myndum, eins og við könnumst við í dag. Leikstjórinn Ridley Scott var fenginn til að leikstýra rándýrri auglýsingu fyrir tölvuna og var hún birt á Superbowl 1984. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Jobs var svo rekinn frá Apple ári seinna þar sem hann átti í miklum samskiptaörðuleikum við samstarfsmenn sína og stjórn fyrirtækisins. Það var svo árið 1997 þegar Windows tölvur seldust gífurlega vel og Apple var rekið með tapi, þegar stjórnin fékk Steve Jobs aftur til fyrirtækisins og gerði hann að framkvæmdastjóra.Á innan við tveimur árum umbreytti Jobs rekstri Apple og varð iMac tölvan varð sú tölva sem seldist best í Bandaríkjunum. iMac var fyrst kynnt árið 1998 og árið 1999 höfðu fjórðungstekjur fyrirtækisins þrefaldast frá árinu áður. Næsta vara fyrirtækisins, sem kynnt var árið 2001 átti einnig eftir að slá heldur betur í gegn. Tónlistarspilarinn iPod seldist eins og heitar lummur og hafa hundruð milljóna tækja selst um heim allan. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu frá árinu 2005 úr frægri auglýsingaherferð fyrir iPod, sem var þá heitasta tækið á markaðnum. Á næstu árum komu frekari vörur eins og spjaldtölvur, stýrikerfi fyrirtækisins, tónlistarforritið iTunes og auðvitað iPhone síminn sem birtist fyrst á hillum verslana árið 2007. Apple og Steve Jobs höfðu gerbreytt tækjaheiminum með góðum, notendavænum og einföldum vörum. Sem dæmi um þá áhrif sem Jobs hafði á fyrirtækið, þá bárust fregnir af slæmu heilsufari hans árið 2008. Apple brást við með því að segja að hann væri ekki að yfirgefa fyrirtækið, en hlutabréf Apple féllu samt um tíu prósent. Seinna sama ár bárust rangar fregnir af því að hann hefði fengið hjartaáfall og hlutabréfin lækkuðu um 5,4 prósent um tíma. Hann hætti svo hjá fyrirtækinu í janúar 2009 og lét lífið í október 2011.Hvað er framundan hjá Apple?Þrátt fyrir að samdráttur hafi orðið hjá Apple þýðir það ekki endilega að öll von sé úti hjá fyrirtækinu. Stór hluti tekna fyrirtækisins fer í þróun nýrra vara og endurbætum á gömlum vörum til þess að komast til móts við þarfir neytenda. Nýr sími Apple, iPhone SE fór til að mynda í sölu í lok mars, en hann er bæði minni og ódýrari en aðrar gerðir á markaði í dag. Hann á því að geta mætt ákveðni samkeppni sem kemur frá Android vörum. Þar sem hann fór í sölu í lok mars teljast sölutölur hans ekki með í síðasta ársfjórðungsuppgjöri. Forstjóri Apple, Tim Cook, segir hins vegar eftirspurn eftir honum vera meira en framboð. Bundnar eru vonir við að Apple Music, iCloud og Apple Watch muni einnig sækja í sig veðrið á næstu misserum. Cook hefur einnig sagt að hann telji að iPad sala muni taka við sér á næstunni.iPhone SE er töluvert minni en iPhone 6 og 6S.vísir/gettyBreytinga að vænta með iPhone 7Búist er við því að í byrjun september muni Apple kynna nýjan iPhone sem ber heitið iPhone 7. Fyrirtækið er frægt fyrir að litlar sem engar upplýsingar um vörur þeirra leki en talið er að með nýjum síma ætli Apple að breyta til. Þá gætu sölutölur mögulega lagast hjá fyrirtækinu. Þar að auki vinnur fyrirtækið að þróun sjálfkeyrandi bíla. Apple hefur ráðið fjölda starfsmanna úr búðum Tesla undanfarið, en það fyrirtæki er fremst í þróun slíkra bíla. Þegar kemur að næstu kynslóð snjallsíma Apple eru margskonar orðrómar á reiki, en samkvæmt þeim verður um mikla uppfærslu að ræða. Hann er sagður vera með öflugari rafhlöðu, vera vatnsheldur, með tvær myndavélar sem bjóði upp á hærri upplausn á ljósmyndum. Þá er talið að heyrnartól verði ekki tengd við símann með snúru og að Home takkinn verði fjarlægður. Allar þessar upplýsingar byggja þó á lekum frá fyrirtækjum sem framleiða tæki og tól sem notuð eru í símana, en ekki frá Apple, sem hefur ekkert gefið út varðandi símann. Ástæða þess að notendur Apple uppfærðu ekki á milli síðust snjallsíma fyrirtækisins er sögð vera að ekki hafi verið nægilega mikill munur á milli símanna. Ef orðrómarnir reynast sannir ætti þó að verða breyting þar og eiga greinendur jafnvel von á því að eigendur nokkurra kynslóða iPhone muni kaupa nýja síma.
Tengdar fréttir Næstum milljarður iPhone síma selst Talið er að í sumar verði Apple búið að selja milljarð iPhone síma. 5. apríl 2016 11:25 Tekjur Apple dragast saman Í fyrsta skiptið frá árinu 2003. 26. apríl 2016 22:09 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Næstum milljarður iPhone síma selst Talið er að í sumar verði Apple búið að selja milljarð iPhone síma. 5. apríl 2016 11:25