10 gíra sjálfskipting í Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2016 11:06 Ford F-150 pallbíllinn. Ford ætlar að fjárfesta fyrir 174 milljarða króna, skapa 500 ný störf og uppfæra verksmiðju sína í Detroit þar sem smíðuð verður ný 10 gíra sjálfskipting fyrir vinsælasta bíla fyrirtækisins og reyndar í Bandaríkjunum öllum, Ford F-150 pallbílinn. Í fyrra seldust 740.000 eintök af þeim bíl, eingöngu í Bandaríkjunum, auk útflutnings á bílnum vinsæla. Ford ætlar einnig að fjárfesta fyrir 25 milljarða til að uppfæra verksmiðju sína í Ohio sem framleiðir stærri gerðir Super Duty Ford F-línunnar. Þar verða einnig til 150 aukastörf. Þessar fjárfestingar Ford koma í kjölfarið á tilkynningu Ford um uppbyggingu verksmiðju í Mexíkó þar sem smíða á smærri bílgerðir Ford og þar verður fjárfest fyrir 187 milljarða króna, svo það er mikið undir hjá Ford þessa dagana. Framleiðsla 10 gíra sjálfskiptingarinnar, sem gerð var í samstarfi við General Motors, mun hefjast í júní. General Motors mun eyða 43 milljörðum króna til að breyta verksmiðju sinni í Michigan og smíða þar sína 10 gíra sjálfskiptingu. Chevrolet Camaro ZL1 verður fyrsti bíll GM sem fær þessa nýju skiptingu, en hún mun verða í 8 bílgerðum GM árið 2018. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent
Ford ætlar að fjárfesta fyrir 174 milljarða króna, skapa 500 ný störf og uppfæra verksmiðju sína í Detroit þar sem smíðuð verður ný 10 gíra sjálfskipting fyrir vinsælasta bíla fyrirtækisins og reyndar í Bandaríkjunum öllum, Ford F-150 pallbílinn. Í fyrra seldust 740.000 eintök af þeim bíl, eingöngu í Bandaríkjunum, auk útflutnings á bílnum vinsæla. Ford ætlar einnig að fjárfesta fyrir 25 milljarða til að uppfæra verksmiðju sína í Ohio sem framleiðir stærri gerðir Super Duty Ford F-línunnar. Þar verða einnig til 150 aukastörf. Þessar fjárfestingar Ford koma í kjölfarið á tilkynningu Ford um uppbyggingu verksmiðju í Mexíkó þar sem smíða á smærri bílgerðir Ford og þar verður fjárfest fyrir 187 milljarða króna, svo það er mikið undir hjá Ford þessa dagana. Framleiðsla 10 gíra sjálfskiptingarinnar, sem gerð var í samstarfi við General Motors, mun hefjast í júní. General Motors mun eyða 43 milljörðum króna til að breyta verksmiðju sinni í Michigan og smíða þar sína 10 gíra sjálfskiptingu. Chevrolet Camaro ZL1 verður fyrsti bíll GM sem fær þessa nýju skiptingu, en hún mun verða í 8 bílgerðum GM árið 2018.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent