Guðjón Pétur: Tel mig hafa leiðrétt skoðun Arnars Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 09:30 „Þetta er kannski eðlilegt miðað við árið í fyrra en við hljótum að stefna aðeins hærra,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson í viðtali við Vísi um spá Íþróttadeildar 365 sem spáir Valsmönnum fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Valur hefur endað í fimmta sæti undanfarin þrjú ár en liðið vaknaði af smá blundi síðasta sumar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og varð bikarmeistari. „Við erum með lið sem á að geta strítt þessum bestu liðum og ég tel okkur hafa burði til þess. Maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Guðjón Pétur, en þýðir það titilbarátta? „Ég held að það sé ekkert launungarmál að Valur stefnir að því að verða Íslandsmeistari, hvort sem það er núna eða á næsta ári. Það er allavega krafan að Valur sé í toppbaráttu.“Geðveikt að vera í Val Guðjón Pétur er kominn til Vals í annað sinn en þegar hann samdi við félagið í vetur sagði hann í viðtali að nú langaði hann að „gera hlutina almennilega.“ „Ég fór á sínum tíma ekkert á bestu nótum. Á þeim tíma var samt uppgangur hjá Val og spennandi tímar en svo koma erfiðir tímar fjárhagslega á öllum félögum en nú er kominn tími á að gera þetta almennilega og ráðast almennilega á titla og skemmtilegheit,“ segir hann, en Guðjón nýtur þess að vera á Hlíðarenda. „Það er geðveikt að vera í Val. Það er ára yfir Val. Það er fullt af mönnum í kringum félagið sem hafa náð miklum árangri - alvöru karakterar,“ segir hann. „Allt í kringum þig er verið að minna þig á að þú ert í Val. Það eru bikarar og stanslaust verið að minna þig á alla titla. Maður á að krefjast þess af sjálfum sér að vera í svona félagis og reyna að koma með þessa tíma aftur.“Er heitur í skapinu Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í myndinni hjá Arnari Grétarssyni í byrjun móts hjá Breiðabliki í fyrrasumar en vegna meiðsla þurfti hann að byrja mótið og stóð sig frábærlega. Guðjón var á endanum ein helsta ástæða þess að Breiðablik hafnaði í öðru sæti. „Ég er ekki í því að gefast upp. Mótlæti er það sem gerir þig betri og byggir þig upp. Það getur hver sem er haft trú eða ekki á þér en þú þarft sjálfur að hafa trú á þér og ég hef trú á mér. Ég veit að ef ég spila þá skila ég góðu verki. Svo er það bara undir þjálfaranum komið hvort hann noti mig eða ekki,“ segir Guðjón Pétur. „Það er ekki gaman þegar þjálfarinn notar mann ekki. Ég þoli ekki að spila ekki og er frekar heitur í skapinu. En ég tala bara á vellinum og hef ekkert annað að segja,“ segir hann, en hvernig var samband þeirra þegar þetta var í gangi? „Það var mjög gott. Ég virði Arnar gífurlega og hann hefur margt fram að færa sem þjálfari. Vinnusiðferði hans er til fyrirmyndar og á flestan hátt mjög fær þjálfari. Þetta var hans skoðun og ég held að ég hafi leiðrétt hana.“ Hann viðurkennir að þetta varð samt til þess að hann yfirgaf Kópavoginn. „Það var eiginlega eina ástæðan. Ég var ósáttur með að mér fannst ég ekki njóta trausts þjálfarans en ég tel mig hafa það núna og það er mjög spennandi,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989 Valsmenn urðu í gær meistarar meistaranna í níunda sinn þegar bikarmeistararnir frá Hlíðarenda unnu Íslandsmeistara FH í vítakeppni. 26. apríl 2016 16:00 Pepsi-spáin 2016: Valur hafnar í 5. sæti Íþróttadeild 365 spáir Val fimmta sæti pepsi-deildarinnar í ár eða sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin þrjú ár. 26. apríl 2016 09:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Þetta er kannski eðlilegt miðað við árið í fyrra en við hljótum að stefna aðeins hærra,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson í viðtali við Vísi um spá Íþróttadeildar 365 sem spáir Valsmönnum fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Valur hefur endað í fimmta sæti undanfarin þrjú ár en liðið vaknaði af smá blundi síðasta sumar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og varð bikarmeistari. „Við erum með lið sem á að geta strítt þessum bestu liðum og ég tel okkur hafa burði til þess. Maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Guðjón Pétur, en þýðir það titilbarátta? „Ég held að það sé ekkert launungarmál að Valur stefnir að því að verða Íslandsmeistari, hvort sem það er núna eða á næsta ári. Það er allavega krafan að Valur sé í toppbaráttu.“Geðveikt að vera í Val Guðjón Pétur er kominn til Vals í annað sinn en þegar hann samdi við félagið í vetur sagði hann í viðtali að nú langaði hann að „gera hlutina almennilega.“ „Ég fór á sínum tíma ekkert á bestu nótum. Á þeim tíma var samt uppgangur hjá Val og spennandi tímar en svo koma erfiðir tímar fjárhagslega á öllum félögum en nú er kominn tími á að gera þetta almennilega og ráðast almennilega á titla og skemmtilegheit,“ segir hann, en Guðjón nýtur þess að vera á Hlíðarenda. „Það er geðveikt að vera í Val. Það er ára yfir Val. Það er fullt af mönnum í kringum félagið sem hafa náð miklum árangri - alvöru karakterar,“ segir hann. „Allt í kringum þig er verið að minna þig á að þú ert í Val. Það eru bikarar og stanslaust verið að minna þig á alla titla. Maður á að krefjast þess af sjálfum sér að vera í svona félagis og reyna að koma með þessa tíma aftur.“Er heitur í skapinu Guðjón Pétur Lýðsson var ekki í myndinni hjá Arnari Grétarssyni í byrjun móts hjá Breiðabliki í fyrrasumar en vegna meiðsla þurfti hann að byrja mótið og stóð sig frábærlega. Guðjón var á endanum ein helsta ástæða þess að Breiðablik hafnaði í öðru sæti. „Ég er ekki í því að gefast upp. Mótlæti er það sem gerir þig betri og byggir þig upp. Það getur hver sem er haft trú eða ekki á þér en þú þarft sjálfur að hafa trú á þér og ég hef trú á mér. Ég veit að ef ég spila þá skila ég góðu verki. Svo er það bara undir þjálfaranum komið hvort hann noti mig eða ekki,“ segir Guðjón Pétur. „Það er ekki gaman þegar þjálfarinn notar mann ekki. Ég þoli ekki að spila ekki og er frekar heitur í skapinu. En ég tala bara á vellinum og hef ekkert annað að segja,“ segir hann, en hvernig var samband þeirra þegar þetta var í gangi? „Það var mjög gott. Ég virði Arnar gífurlega og hann hefur margt fram að færa sem þjálfari. Vinnusiðferði hans er til fyrirmyndar og á flestan hátt mjög fær þjálfari. Þetta var hans skoðun og ég held að ég hafi leiðrétt hana.“ Hann viðurkennir að þetta varð samt til þess að hann yfirgaf Kópavoginn. „Það var eiginlega eina ástæðan. Ég var ósáttur með að mér fannst ég ekki njóta trausts þjálfarans en ég tel mig hafa það núna og það er mjög spennandi,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989 Valsmenn urðu í gær meistarar meistaranna í níunda sinn þegar bikarmeistararnir frá Hlíðarenda unnu Íslandsmeistara FH í vítakeppni. 26. apríl 2016 16:00 Pepsi-spáin 2016: Valur hafnar í 5. sæti Íþróttadeild 365 spáir Val fimmta sæti pepsi-deildarinnar í ár eða sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin þrjú ár. 26. apríl 2016 09:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989 Valsmenn urðu í gær meistarar meistaranna í níunda sinn þegar bikarmeistararnir frá Hlíðarenda unnu Íslandsmeistara FH í vítakeppni. 26. apríl 2016 16:00
Pepsi-spáin 2016: Valur hafnar í 5. sæti Íþróttadeild 365 spáir Val fimmta sæti pepsi-deildarinnar í ár eða sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin þrjú ár. 26. apríl 2016 09:00