Haukar eða ÍBV fara alla leið Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2016 06:00 Vísir/Anton Undanúrslitin í Olís-deild karla hefjast í kvöld. Deildarmeistarar Hauka taka á móti ÍBV á Ásvöllum og bikarmeistarar Vals fá Aftureldingu í heimsókn í fyrstu leikjum liðanna. Vinna þarf þrjá til að komast í lokaúrslitin, en Haukar eiga titil að verja.Fréttablaðið fékk Gunnar Andrésson, þjálfara spútnikliðs Gróttu, til að spá í spilin fyrir undanúrslitin. Gunnar kom nýliðum Gróttu í úrslitaleik bikarsins og í úrslitakeppnina.Svakalegt einvígi „Þetta verður svaka rimma. Það er alveg ljóst,“ svarar Gunnar spenntur aðspurður um einvígi Hauka og ÍBV. Haukar unnu tvo af þremur leikjum liðanna í deildakeppninni en veturinn var framan af nokkur vonbrigði fyrir Eyjamenn. „Það þekkir enginn Eyjaliðið betur en Gunnar Magnússon. En á móti má segja að það eru ferskir vindar með Eyjaliðinu. Það er búið að bíða eftir úrslitakeppninni þar sem deildin var vonbrigði fyrir liðið. Að mínu mati verður sigurvegarinn úr þessari rimmu Íslandsmeistari, allavega miðað við spilamennskuna hjá þessum liðum í dag,“ segir Gunnar. Haukarnir eru óumdeilt besta lið landsins en hvað þarf ÍBV að gera til að vinna Hauka þrisvar. „Eyjamenn þurfa að ná upp frábærum leik í Hafnarfirði þar sem allt gengur upp. Það verður samt mjög erfitt því Haukar eru með rútínerað lið. Lykilinn hjá ÍBV verður að vinna fyrsta leikinn í Hafnarfirði og setja þetta einvígi í uppnám. Handboltalega er þetta mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar sem getur ekki annað en ausið Haukaliðið lofi. „Eyjamenn spila væntanlega sína 5-1 vörn en Haukarnir leysa hana vel. Þeir gerðu það í öllum leikjunum á móti okkur þar sem við spiluðum 5-1 og við áttum ekki séns. Haukar var eina liðið sem við unnum ekki. Þetta verður mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar.Hentar Völsurum betur Gunnar er tiltölulega viss um að Valur fari áfram úr einvígi sínu gegn Aftureldingu þrátt fyrir meiðsli Ómars Inga Magnússonar sem er mikið áfall fyrir Hlíðarendapilta. Ólafur Stefánsson verður til taks í úrslitakeppninni og má væntanlega búast við að sjá besta handboltamann Íslandssögunnar taka nokkrar sóknir fyrir Valsliðið. „Ég hef meiri trú á Val. Það er með sterkari hóp og vinnur þetta einvígi,“ segir Gunnar sem hefur engar áhyggjur af Val þrátt fyrir að Framarar hafi farið með þá alla leið í oddaleik. „Það hentar Val mun betur að spila á móti Aftureldingu heldur en Fram. Vörn Framara hentar Val ekkert vel og Valsararnir voru í bölvuðu basli í sóknarleiknum.“ Það er ekki flókið hvað Afturelding þarf að gera til að komast áfram, að mati Gunnars: „Afturelding þarf að spila svakalega góðan varnarleik og fá mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Markvarslan er líka lykill,“ segir hann. „Ef Afturelding nær upp uppstilltum leik í sókninni verður þetta 50-50 einvígi en möguleikar Aftureldingar liggja í markvörslu, sterkri vörn og hraðaupphlaupum,“ segir Gunnar Andrésson. Olís-deild karla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira
Undanúrslitin í Olís-deild karla hefjast í kvöld. Deildarmeistarar Hauka taka á móti ÍBV á Ásvöllum og bikarmeistarar Vals fá Aftureldingu í heimsókn í fyrstu leikjum liðanna. Vinna þarf þrjá til að komast í lokaúrslitin, en Haukar eiga titil að verja.Fréttablaðið fékk Gunnar Andrésson, þjálfara spútnikliðs Gróttu, til að spá í spilin fyrir undanúrslitin. Gunnar kom nýliðum Gróttu í úrslitaleik bikarsins og í úrslitakeppnina.Svakalegt einvígi „Þetta verður svaka rimma. Það er alveg ljóst,“ svarar Gunnar spenntur aðspurður um einvígi Hauka og ÍBV. Haukar unnu tvo af þremur leikjum liðanna í deildakeppninni en veturinn var framan af nokkur vonbrigði fyrir Eyjamenn. „Það þekkir enginn Eyjaliðið betur en Gunnar Magnússon. En á móti má segja að það eru ferskir vindar með Eyjaliðinu. Það er búið að bíða eftir úrslitakeppninni þar sem deildin var vonbrigði fyrir liðið. Að mínu mati verður sigurvegarinn úr þessari rimmu Íslandsmeistari, allavega miðað við spilamennskuna hjá þessum liðum í dag,“ segir Gunnar. Haukarnir eru óumdeilt besta lið landsins en hvað þarf ÍBV að gera til að vinna Hauka þrisvar. „Eyjamenn þurfa að ná upp frábærum leik í Hafnarfirði þar sem allt gengur upp. Það verður samt mjög erfitt því Haukar eru með rútínerað lið. Lykilinn hjá ÍBV verður að vinna fyrsta leikinn í Hafnarfirði og setja þetta einvígi í uppnám. Handboltalega er þetta mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar sem getur ekki annað en ausið Haukaliðið lofi. „Eyjamenn spila væntanlega sína 5-1 vörn en Haukarnir leysa hana vel. Þeir gerðu það í öllum leikjunum á móti okkur þar sem við spiluðum 5-1 og við áttum ekki séns. Haukar var eina liðið sem við unnum ekki. Þetta verður mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar.Hentar Völsurum betur Gunnar er tiltölulega viss um að Valur fari áfram úr einvígi sínu gegn Aftureldingu þrátt fyrir meiðsli Ómars Inga Magnússonar sem er mikið áfall fyrir Hlíðarendapilta. Ólafur Stefánsson verður til taks í úrslitakeppninni og má væntanlega búast við að sjá besta handboltamann Íslandssögunnar taka nokkrar sóknir fyrir Valsliðið. „Ég hef meiri trú á Val. Það er með sterkari hóp og vinnur þetta einvígi,“ segir Gunnar sem hefur engar áhyggjur af Val þrátt fyrir að Framarar hafi farið með þá alla leið í oddaleik. „Það hentar Val mun betur að spila á móti Aftureldingu heldur en Fram. Vörn Framara hentar Val ekkert vel og Valsararnir voru í bölvuðu basli í sóknarleiknum.“ Það er ekki flókið hvað Afturelding þarf að gera til að komast áfram, að mati Gunnars: „Afturelding þarf að spila svakalega góðan varnarleik og fá mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Markvarslan er líka lykill,“ segir hann. „Ef Afturelding nær upp uppstilltum leik í sókninni verður þetta 50-50 einvígi en möguleikar Aftureldingar liggja í markvörslu, sterkri vörn og hraðaupphlaupum,“ segir Gunnar Andrésson.
Olís-deild karla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira