Pepsi-spáin 2016: Fylkir hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 23. apríl 2016 09:00 Fylkismenn fagna marki síðasta sumar. vísir/anton brink Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Fylki sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið hafnaði í áttunda sæti á síðasta tímabili og olli nokkrum vonbrigðum enda með gott lið á pappírnum. Mikil ládeyða hefur verið í Árbænum undanfarin ár en liðið hefur ekki endað ofar en sjötta sæti undanfarin sjö ár og hefur vanalega eignað sér sjöunda sætið. Fylkir hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en fékk silfrið bæði 2000 og 2002. Þjálfari Fylkis er Hermann Hreiðarsson sem tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir að Ásmundur Arnarsson var látinn fara. Hermann kom inn með krafti og náði liðið í fjögur stig gegn FH og Breiðabliki á útivelli en þar með sprakk blaðran og fór allt í sama horfið. Hermann fékk tvö rauð spjöld fyrir látalæti sín á hliðarlínunni síðasta sumar og byrjar tímabilið í banni. Hann þjálfaði áður ÍBV í efstu deild 2012. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐFYRSTU FIMM Fylkismenn fá ekki auðveldustu byrjun mótsins en þeir mæta í þremur fyrstu umferðunum liðum sem höfnuðu á meðal fimm efstu í fyrra og eru líkleg til árangurs í sumar. Tveir af þessum leikjum eru á útivelli og á gervigrasvelli mótherjanna. Eftir það koma tveir leikir þar sem Fylkismenn geta klárlega hugsað sér að taka nokkur stig, ekki að það sé útilokað í fyrstu þremur umferðunum.02. maí: Stjarnan – Fylkir, Samsung-völlurinn08. maí: Fylkir - Breiðablik, Floridana-völlurinn12. maí: Valur – Fylkir, Valsvöllur16. maí: Fylkir – ÍBV, Floridana-völlurinn21. maí: ÍA – Fylkir, NorðurálsvöllurinnÞRÍR SEM FYLKIR TREYSTIR ÁTonci Radovinkovic: Króatíski miðvörðurinn átti fínt sumar í fyrra en Fylkisliðið fékk samt á sig alltof mörg mörk eða 31. Varnarleikur liðsins í heildina var ekki nógu góður þó Tonci hafi staðið sig vel, en hann þarf að bæta í og leiða þessa Fylkisvörn til betri verka. Hann er líka öflugur í teig mótherjanna og skoraði þrjú mörk á síðasta tímabili.Jose „Sito“ Enrique: Árbæingar stálu manninum sem bjargaði ÍBV frá falli í fyrra og spænski miðjumaðurinn lítur vel út. Hann er búinn að vera besti leikmaður Fylkis á undirbúningstímabilinu og er vonandi fyrir þá appelsínugulu maðurinn sem kveikir neistann sem hefur vantað í liðið undanfarin ár. Virkilega öflugur og sóknarsinnaður leikmaður sem mun byrja í holunni en getur líka spilað á báðum köntum.Albert Brynjar Ingason: Framherjinn hraðskreiði skoraði sjö mörk í fyrra og var lengi vel eini maðurinn með lífsmarki í Fylkisliðinu. Albert hefur aldrei skorað meira en sjö mörk á tímabili en með þau sóknarvopn sem Fylkir hefur á hann að geta gert betur og hann þarf líka að gera betur. Fylkir skoraði bara 26 mörk í fyrra. Hann hefur verið mikið meiddur í vetur en er að skríða saman á hárréttum tíma.MARKAÐURINNKomnir: Víðir Þorvarðarson frá ÍBV Jose „Sito” Enrique frá ÍBV Garðar Jóhannsson frá Stjörnunni Emil Ásmundsson frá Brighton Styrmir Erlendsson frá ÍRFarnir: Bjarni Þórður Halldórsson í Aftureldingu Hákon Ingi Jónsson í HK Jóhannes Karl Guðjónsson í HK Kolbeinn Finnsson til Groningen Stefán Ragnar Guðlaugsson í Selfoss Kjartan Ágúst Breiðdal Stærsti bitinn hjá Fylki er auðvitað Sito sem, eins og fyrr hefur komið fram, er að spila mjög vel og leiðir sóknarleik Fylkisliðsins. Þeir hafa einnig bætt við sig hinum baráttuglaða og eldfljóta Víði Þorvarðarsyni sem kemur kannski með kraft og baráttu sem stundum vantar í Árbæjarliðið. Til að bæta við sóknarleikinn fékk Hermann Hreiðarsson einnig til sín Garðar Jóhannsson en hann er spilandi aðstoðarþjálfari. Framherjinn stóri og stæðilegi hefur verið mikið meiddur undanfarin misseri og er alls óvíst hvað hann getur spilað mikið en heill Garðar Jóhannsson getur gert usla í hvaða teig sem er. Fylkir missti á móti einn sinn efnilegasta mann í Kolbeini Finnssyni en fengu annan efnilegan, Emil Ásmundsson, heim frá Brighton. Sá drengur hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands nær alla sína tíð og hefur spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. Fylkismenn fengu meiri gæði en þeir misstu og gerðu í heildina bara vel á leikmannamarkaðnum.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Hermann Hreiðarsson er á sínu fyrsta heila tímabili sem aðalþjálfari Fylkis. Við munum síðast þegar hann kom með Eyjamenn inn í mót árið 2013 þá fylgdi honum mikil stemning. Hemmi getur vonandi kveikt neista sem þarf til í Fylkisliðinu því mannskapurinn er góður. Mest spennandi fyrir áhugamenn verður að fylgjast með Sito, manninum sem bjargaði Eyjamönnum frá falli á síðustu leiktíð. Ef hann verður góður þá verða Fylkismenn flottir.Það sem við vitum um Fylki er... að liðið er mjög gott á pappírnum og betra en í fyrra. Í Fylkisliðinu er kjarni af heimamönnum sem eru allir mjög góðir á Pepsi-deildarmælikvarða og tveir af bestu mönnum deildarinnar þegar þeir spila eins og þeir eiga best að sér; Sito og Andrés Már Jóhannesson. Liðið er með tvo framherja í þeim Alberti og Garðari sem ættu að geta skilað mörkum saman.Spurningamerkin eru... Varnarleikurinn, markvarslan og þjálfarinn. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður í fyrra og Ólafur Íshólm er ungur markvörður sem átti ekki nógu gott sumar í fyrra. Fylkismenn eru í leit að manni til að veita honum að minnsta kosti samkeppni en gengur ekki nógu vel. Þjálfarinn var meira í fréttunum í fyrra fyrir látalæti á hliðarlínunni en fyrir góð úrslit en það er eitthvað sem verður að breytast.Í BESTA FALLI: Spilar heimakjarninn; Ásgeir Börkur, Ingimundur Níels og Albert Brynjar, eins og þeir geta best og ná upp sömu stemningu og þegar liðið komst í Evrópu árið 2009. Varnarleikurinn kemst í lag og Ólafur Íshólm blæs á hrakspár manna og á súpertímabil. Sito verður jafn geggjaður og í fyrra og framherjarnir skila mörkum. Gangi þetta allt upp getur Fylkir barist um Evrópusæti.Í VERSTA FALLI: Heldur sama lognmollan áfram í Árbænum, liðið skorar lítið og nær ekki upp stöðugleikanum sem Fylki hefur svo sárlega skort. Varnarleikurinn verður ekki nógu sterkur eins og í fyrra og markvarslan spurningamerkið sem haldið er að hún verði. Þrátt fyrir að vera góðir á pappírnum eins og í fyrra getur Fylkisliðið alveg sogast niður í fallbaráttuna en er samt alltof gott til að fara alla leið niður um deild. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Fylki sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið hafnaði í áttunda sæti á síðasta tímabili og olli nokkrum vonbrigðum enda með gott lið á pappírnum. Mikil ládeyða hefur verið í Árbænum undanfarin ár en liðið hefur ekki endað ofar en sjötta sæti undanfarin sjö ár og hefur vanalega eignað sér sjöunda sætið. Fylkir hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en fékk silfrið bæði 2000 og 2002. Þjálfari Fylkis er Hermann Hreiðarsson sem tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir að Ásmundur Arnarsson var látinn fara. Hermann kom inn með krafti og náði liðið í fjögur stig gegn FH og Breiðabliki á útivelli en þar með sprakk blaðran og fór allt í sama horfið. Hermann fékk tvö rauð spjöld fyrir látalæti sín á hliðarlínunni síðasta sumar og byrjar tímabilið í banni. Hann þjálfaði áður ÍBV í efstu deild 2012. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐFYRSTU FIMM Fylkismenn fá ekki auðveldustu byrjun mótsins en þeir mæta í þremur fyrstu umferðunum liðum sem höfnuðu á meðal fimm efstu í fyrra og eru líkleg til árangurs í sumar. Tveir af þessum leikjum eru á útivelli og á gervigrasvelli mótherjanna. Eftir það koma tveir leikir þar sem Fylkismenn geta klárlega hugsað sér að taka nokkur stig, ekki að það sé útilokað í fyrstu þremur umferðunum.02. maí: Stjarnan – Fylkir, Samsung-völlurinn08. maí: Fylkir - Breiðablik, Floridana-völlurinn12. maí: Valur – Fylkir, Valsvöllur16. maí: Fylkir – ÍBV, Floridana-völlurinn21. maí: ÍA – Fylkir, NorðurálsvöllurinnÞRÍR SEM FYLKIR TREYSTIR ÁTonci Radovinkovic: Króatíski miðvörðurinn átti fínt sumar í fyrra en Fylkisliðið fékk samt á sig alltof mörg mörk eða 31. Varnarleikur liðsins í heildina var ekki nógu góður þó Tonci hafi staðið sig vel, en hann þarf að bæta í og leiða þessa Fylkisvörn til betri verka. Hann er líka öflugur í teig mótherjanna og skoraði þrjú mörk á síðasta tímabili.Jose „Sito“ Enrique: Árbæingar stálu manninum sem bjargaði ÍBV frá falli í fyrra og spænski miðjumaðurinn lítur vel út. Hann er búinn að vera besti leikmaður Fylkis á undirbúningstímabilinu og er vonandi fyrir þá appelsínugulu maðurinn sem kveikir neistann sem hefur vantað í liðið undanfarin ár. Virkilega öflugur og sóknarsinnaður leikmaður sem mun byrja í holunni en getur líka spilað á báðum köntum.Albert Brynjar Ingason: Framherjinn hraðskreiði skoraði sjö mörk í fyrra og var lengi vel eini maðurinn með lífsmarki í Fylkisliðinu. Albert hefur aldrei skorað meira en sjö mörk á tímabili en með þau sóknarvopn sem Fylkir hefur á hann að geta gert betur og hann þarf líka að gera betur. Fylkir skoraði bara 26 mörk í fyrra. Hann hefur verið mikið meiddur í vetur en er að skríða saman á hárréttum tíma.MARKAÐURINNKomnir: Víðir Þorvarðarson frá ÍBV Jose „Sito” Enrique frá ÍBV Garðar Jóhannsson frá Stjörnunni Emil Ásmundsson frá Brighton Styrmir Erlendsson frá ÍRFarnir: Bjarni Þórður Halldórsson í Aftureldingu Hákon Ingi Jónsson í HK Jóhannes Karl Guðjónsson í HK Kolbeinn Finnsson til Groningen Stefán Ragnar Guðlaugsson í Selfoss Kjartan Ágúst Breiðdal Stærsti bitinn hjá Fylki er auðvitað Sito sem, eins og fyrr hefur komið fram, er að spila mjög vel og leiðir sóknarleik Fylkisliðsins. Þeir hafa einnig bætt við sig hinum baráttuglaða og eldfljóta Víði Þorvarðarsyni sem kemur kannski með kraft og baráttu sem stundum vantar í Árbæjarliðið. Til að bæta við sóknarleikinn fékk Hermann Hreiðarsson einnig til sín Garðar Jóhannsson en hann er spilandi aðstoðarþjálfari. Framherjinn stóri og stæðilegi hefur verið mikið meiddur undanfarin misseri og er alls óvíst hvað hann getur spilað mikið en heill Garðar Jóhannsson getur gert usla í hvaða teig sem er. Fylkir missti á móti einn sinn efnilegasta mann í Kolbeini Finnssyni en fengu annan efnilegan, Emil Ásmundsson, heim frá Brighton. Sá drengur hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands nær alla sína tíð og hefur spilað ágætlega á undirbúningstímabilinu. Fylkismenn fengu meiri gæði en þeir misstu og gerðu í heildina bara vel á leikmannamarkaðnum.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Hermann Hreiðarsson er á sínu fyrsta heila tímabili sem aðalþjálfari Fylkis. Við munum síðast þegar hann kom með Eyjamenn inn í mót árið 2013 þá fylgdi honum mikil stemning. Hemmi getur vonandi kveikt neista sem þarf til í Fylkisliðinu því mannskapurinn er góður. Mest spennandi fyrir áhugamenn verður að fylgjast með Sito, manninum sem bjargaði Eyjamönnum frá falli á síðustu leiktíð. Ef hann verður góður þá verða Fylkismenn flottir.Það sem við vitum um Fylki er... að liðið er mjög gott á pappírnum og betra en í fyrra. Í Fylkisliðinu er kjarni af heimamönnum sem eru allir mjög góðir á Pepsi-deildarmælikvarða og tveir af bestu mönnum deildarinnar þegar þeir spila eins og þeir eiga best að sér; Sito og Andrés Már Jóhannesson. Liðið er með tvo framherja í þeim Alberti og Garðari sem ættu að geta skilað mörkum saman.Spurningamerkin eru... Varnarleikurinn, markvarslan og þjálfarinn. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður í fyrra og Ólafur Íshólm er ungur markvörður sem átti ekki nógu gott sumar í fyrra. Fylkismenn eru í leit að manni til að veita honum að minnsta kosti samkeppni en gengur ekki nógu vel. Þjálfarinn var meira í fréttunum í fyrra fyrir látalæti á hliðarlínunni en fyrir góð úrslit en það er eitthvað sem verður að breytast.Í BESTA FALLI: Spilar heimakjarninn; Ásgeir Börkur, Ingimundur Níels og Albert Brynjar, eins og þeir geta best og ná upp sömu stemningu og þegar liðið komst í Evrópu árið 2009. Varnarleikurinn kemst í lag og Ólafur Íshólm blæs á hrakspár manna og á súpertímabil. Sito verður jafn geggjaður og í fyrra og framherjarnir skila mörkum. Gangi þetta allt upp getur Fylkir barist um Evrópusæti.Í VERSTA FALLI: Heldur sama lognmollan áfram í Árbænum, liðið skorar lítið og nær ekki upp stöðugleikanum sem Fylki hefur svo sárlega skort. Varnarleikurinn verður ekki nógu sterkur eins og í fyrra og markvarslan spurningamerkið sem haldið er að hún verði. Þrátt fyrir að vera góðir á pappírnum eins og í fyrra getur Fylkisliðið alveg sogast niður í fallbaráttuna en er samt alltof gott til að fara alla leið niður um deild.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira