Ágæt veiði í góðum skilyrðum á Þingvöllum Karl Lúðvíksson kalli@365.is skrifar 22. apríl 2016 08:45 Stefán með 90 sm urriðann Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Veiði hófst í Þingvallavatni 20. apríl og það er óhætt að segja að ansi þétt hefur verið á sumum veiðistöðum síðan. Það eru margir sem skella sér upp að Þingvallavatni til að gera tilraun í að setja í einn af þessum stóru urriðum sem við erum farin að heyra svo oft af. Nokkrir af færustu veiðimönnunum við vatnið setja í allmarga svona dreka á hverju vori á meðan öðrum gengur heldur verr. Það sem einkennir árangurinn hjá þessum veiðimönnum er þó heilt yfir alltaf það sama. Mikil ástundun skilar veiði, svo einfalt er það. Líklega er óhætt að skjóta á að nokkrir tugir urriða hafi komið á land í Þjóðgarðinum því við erum nú þegar með staðfesta veiði uppá 23 urriða frá átta veiðimönnum, allt vanir menn við vatnið. Einn af þeim sem þekkir vatnið vel er leiðsögumaðurinn og líffræðingurinn Bjarki Már Jóhannsson en hann var við veiðar ásamt félaga sínum Stefáni Inga Daníelssyni og það er óhætt að segja að fyrsti dagurinn hafi gengið vel hjá Stefáni. "Stutta sagan er sú að ég fékk flugu hjá Bjarka til að prófa og steig á staðinn sem hann var búinn að berja á í soldinn tíma, í 4-5 kasti var rifið í og ég fann strax að þessi var stór, hann tók strauið út og hafði ekkert fyrir því þött bremsan væri vel hert, 10 mínútum síðar var hann sporðtekinn mældur 90 cm og myndaður" sagði Stefán í samtali við Veiðivísi. Ásamt þessum stóra náði hann öðrum 76 sm og missti annan stórann sem sást aldrei. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Vatnavextir gera veiðimönnum erfitt um vik Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði
Veiði hófst í Þingvallavatni 20. apríl og það er óhætt að segja að ansi þétt hefur verið á sumum veiðistöðum síðan. Það eru margir sem skella sér upp að Þingvallavatni til að gera tilraun í að setja í einn af þessum stóru urriðum sem við erum farin að heyra svo oft af. Nokkrir af færustu veiðimönnunum við vatnið setja í allmarga svona dreka á hverju vori á meðan öðrum gengur heldur verr. Það sem einkennir árangurinn hjá þessum veiðimönnum er þó heilt yfir alltaf það sama. Mikil ástundun skilar veiði, svo einfalt er það. Líklega er óhætt að skjóta á að nokkrir tugir urriða hafi komið á land í Þjóðgarðinum því við erum nú þegar með staðfesta veiði uppá 23 urriða frá átta veiðimönnum, allt vanir menn við vatnið. Einn af þeim sem þekkir vatnið vel er leiðsögumaðurinn og líffræðingurinn Bjarki Már Jóhannsson en hann var við veiðar ásamt félaga sínum Stefáni Inga Daníelssyni og það er óhætt að segja að fyrsti dagurinn hafi gengið vel hjá Stefáni. "Stutta sagan er sú að ég fékk flugu hjá Bjarka til að prófa og steig á staðinn sem hann var búinn að berja á í soldinn tíma, í 4-5 kasti var rifið í og ég fann strax að þessi var stór, hann tók strauið út og hafði ekkert fyrir því þött bremsan væri vel hert, 10 mínútum síðar var hann sporðtekinn mældur 90 cm og myndaður" sagði Stefán í samtali við Veiðivísi. Ásamt þessum stóra náði hann öðrum 76 sm og missti annan stórann sem sást aldrei.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Vatnavextir gera veiðimönnum erfitt um vik Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði