Lífið

Sigurstranglegustu lögin að mati sjónvarpssérfræðinga

LAUFEY HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR skrifar
Greta Salóme á sviðinu.
Greta Salóme á sviðinu. Mynd/Andres Putting (EBU)
FÁSES.is  kíkti aðeins á hvað Eurovisionspekingar á RÚV og SVT, sænska sjónvarpinu, segja um Eurovision í ár.

Sænska sjónvarpið stendur alltaf fyrir sérfræðingaþætti um Eurovision ár hvert eins og Eurovision aðdáendum ætti að vera vel kunnugt um. Í ár leiddi Christer Björkman þáttinn og fékk til sín Eurovision stjörnurnar Helena Paparizou (sigurvegari Eurovision 2005), Njol Badjie (úr hljómsveitinni Panetoz sem tók m.a. þátt í Melodifestivalen í ár), Oscar Zia (þátttakandi í Melodifestivalen 2016) og Wiktoria Johansson (þátttakandi í Melodifestivalen 2016).

Hér má sjá topp tíu hjá þeim en efst með jafn mörg stig voru Ástralía, Frakkland og Svíþjóð.

Inför sérfræðingarnir spá Gretu Salóme ekki áfram upp úr fyrri undankeppninni en við á FÁSES.is eru sannfærð um að þeir hafi rangt fyrir sér og hlökkum til að sjá þá éta þetta ofan í sig!

Sérfræðingar Alla leið

Felix Bergsson hefur ásamt sérfræðingum sínum, Selmu Björnsdóttur og Friðriki Dór Jónssyni og gestum, farið yfir öll 42 Eurovision framlögin í fimm sjónvarpsþáttum á RÚV. Topp 10 hjá þeim eru:



  1. Svíþjóð
  2. Frakkland
  3. Holland
  4. Malta
  5. Ítalía
  6. Ísland
  7. Armenía
  8. Ástralía
  9. Króatía
  10. Búlgaría
Næstir inn á eftir Búlgaríu eru Georgía og Litháen. Athygli vekur að Rússland með Sergey Lazarev, sem spáð hefur verið sigri hér í Stokkhólmi, kemst ekki á blað hjá Alla leið sérfræðingunum.

Þau halda öll að Greta Salóme og Hear them calling komist áfram í lokakeppnina






Fleiri fréttir

Sjá meira


×