Tesla mun smíða 90.000 bíla í ár en 500.000 árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 11:13 Tesla Model 3. Mikil uppbygging stendur nú yfir hjá bandaríska rafmagnsbílasmiðnum Tesla en þó er nokkuð í land með að fyrirtækið geti talist með stærri bílasmiðum heims. Afskaplega metnaðarfullar áætlanir eru hjá Tesla um hraða uppbyggingu fyrirtækisins. Áætlun um að í ár ætli það að smíða 80-90.000 bíla, en 500.000 bíla eftir tvö ár eru til vitnis um það. Í fyrri áætlunum Tesla var meiningin að ná 500.000 bíla sölu árið 2020, en því hefur nú verið flýtt vegna mikilla pantana á Model 3 bílnum sem kynntur var um daginn. Tesla fékk 325.000 fyrirframpantanir á þeim bíl strax á fystu dögunum eftir kynningu hans og heyrst hefur að þær séu nú komnar yfir 400.000. Til að geta afgreitt þær verður aldeilis að spýta í lófana. Reyndar lét Elon Musk forstjóri Tesla hafa eftir sér um daginn að ekki muni líða að löngu þar til Tesla væri fært um að smíða milljón bíla á ári. Tesla hefur nýhafið afhendingu á Model X jepplingnum og aðeins voru smíðuð 2.659 eintök af honum á fyrstu 3 mánuðum ársins og langt í land að Tesla nái að fylla í pantanir á bílnum. Enn er mikil eftirspurn eftir Tesla Model S bílnum og barst Tesla 45% fleiri pantanir í þann bíl á fyrsta ársfjórðungi ársins í samanburði við sama tíma fyrir ári. Musk sagði að Tesla ætti að vera fært um að smíða milli 100.000 og 200.000 eintök af Model 3 á seinni helmingi næsta árs. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent
Mikil uppbygging stendur nú yfir hjá bandaríska rafmagnsbílasmiðnum Tesla en þó er nokkuð í land með að fyrirtækið geti talist með stærri bílasmiðum heims. Afskaplega metnaðarfullar áætlanir eru hjá Tesla um hraða uppbyggingu fyrirtækisins. Áætlun um að í ár ætli það að smíða 80-90.000 bíla, en 500.000 bíla eftir tvö ár eru til vitnis um það. Í fyrri áætlunum Tesla var meiningin að ná 500.000 bíla sölu árið 2020, en því hefur nú verið flýtt vegna mikilla pantana á Model 3 bílnum sem kynntur var um daginn. Tesla fékk 325.000 fyrirframpantanir á þeim bíl strax á fystu dögunum eftir kynningu hans og heyrst hefur að þær séu nú komnar yfir 400.000. Til að geta afgreitt þær verður aldeilis að spýta í lófana. Reyndar lét Elon Musk forstjóri Tesla hafa eftir sér um daginn að ekki muni líða að löngu þar til Tesla væri fært um að smíða milljón bíla á ári. Tesla hefur nýhafið afhendingu á Model X jepplingnum og aðeins voru smíðuð 2.659 eintök af honum á fyrstu 3 mánuðum ársins og langt í land að Tesla nái að fylla í pantanir á bílnum. Enn er mikil eftirspurn eftir Tesla Model S bílnum og barst Tesla 45% fleiri pantanir í þann bíl á fyrsta ársfjórðungi ársins í samanburði við sama tíma fyrir ári. Musk sagði að Tesla ætti að vera fært um að smíða milli 100.000 og 200.000 eintök af Model 3 á seinni helmingi næsta árs.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent