Bið KA-manna hlýtur að taka enda í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2016 07:00 KA-menn hafa beðið lengi eftir Pepsi-deildar leik. Vísir/Ernir Keppni í Inkasso-deildinni, næstefstu deild Íslandsmótsins, hefst í dag með tveimur leikjum. Í fyrsta sinn verða sýndir leikir frá deildinni í sjónvarpi en Stöð 2 Sport mun sýna einn leik í umferð í allt sumar. Það stefnir í alveg ótrúlega skemmtilegt og spennandi sumar í Inkasso-deildinni en þar eru 5-6 lið sem ætla sér upp um deild. Langlíklegast til að vinna sér aftur sæti á meðal þeirra bestu er KA en fá lið í sögu 1. deildarinnar hafa mætt jafnsterk til leiks og raun ber vitni. Hægt er að líta til baka á sterk lið í 1. deildinni eins og FH 2000, Keflavík 2003 og Breiðablik 2005, en þar var mikið af mönnum sem síðar áttu eftir að verða stjörnur hér heima og jafnvel landsliðsmenn. KA er aftur á móti búið að sækja þekktar stærðir úr Pepsi-deildinni til að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu.Guðmann síðasta púslið Ekkert lið hefur dvalið lengur í 1. deildinni en KA. Þetta verður tólfta sumarið í röð hjá norðanmönnum í deildinni en næst koma Haukar sem hafa verið tvöfalt styttra í næstefstu deild. Þeir komust upp en féllu árið 2010. KA hefur lengi verið í mikilli meðalmennsku en nú er metnaðurinn gífurlegur. Til að koma sér upp eru KA-menn búnir að sækja Almar Ormarsson til KA og Hallgrím Mar Steingrímsson til Víkings. Elfar Árni Aðalsteinson kom frá Breiðabliki í fyrra og þá eru erlendir leikmenn í byrjunarliðinu, á borð við Juraj Grizelj og Archange Nkumu, mjög sterkir. Eina spurningamerkið er varnarleikurinn og markvarslan. Til að styrkja varnarleikinn fékk liðið Guðmann Þórisson á dögunum frá Íslandsmeisturum FH en norðanmenn vona að hann sé síðasta púslið sem þurfi til. Það verður hreinlega skandall ef KA fer ekki upp og það vita allir innan félagsins. Pressan er mikil en með þennan mannskap hlýtur tólf ára bið KA-manna að ljúka í vor.Keflavík eða Leiknir Samkvæmt árlegri spá fyrirliða og þjálfara Inkasso-deildarinnar eru Keflavík og Leiknir liðin sem eiga að slást um að fara upp með KA. Það eru liðin sem féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra en ljóst er að þau ætla sér bæði upp aftur. Keflvíkingar hafa fengið til baka herforingjann Jónas Guðna Sævarsson og misst lítið á móti; fyrir utan Sindra Snæ Magnússon fór stærstu hluti útlendingahersveitarinnar sem gerði ekkert fyrir liðið í fyrra. Leiknismenn ætla að keyra á svipuðum mannskap en hafa þó misst tvo sterka pósta af miðjunni í þeim Sindra Björnssyni og langbesta leikmanni liðsins á síðustu leiktíð, Hilmari Árna Halldórssyni. Styrkur beggja liða liggur í þjálfurunum en Kristján Guðmundsson, sem var rekinn frá Keflavík í fyrra, mun væntanlega heyja mikla baráttu við sitt gamla félag þar sem Þorvaldur Örlygsson er tekinn við stjórnartaumunum. Minnast verður á Austfjarðaævintýrið en í deildinni eru þrjú lið að austan; Fjarðabyggð, Leiknir F. og Huginn, og verður gaman að sjá hvernig þeim gengur. Leiknir og Huginn eru í næstefstu deild í fyrsta sinn.Tímabil í B-deildinni KA 12 ár í röð Haukar 6 Grindavík 4 Selfoss 4 HK 3 Fjarðabyggð 2 Fram 2 Þór 2 Huginn 1 Keflavík 1 Leiknir F. 1 Leiknir R. 1 Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Keppni í Inkasso-deildinni, næstefstu deild Íslandsmótsins, hefst í dag með tveimur leikjum. Í fyrsta sinn verða sýndir leikir frá deildinni í sjónvarpi en Stöð 2 Sport mun sýna einn leik í umferð í allt sumar. Það stefnir í alveg ótrúlega skemmtilegt og spennandi sumar í Inkasso-deildinni en þar eru 5-6 lið sem ætla sér upp um deild. Langlíklegast til að vinna sér aftur sæti á meðal þeirra bestu er KA en fá lið í sögu 1. deildarinnar hafa mætt jafnsterk til leiks og raun ber vitni. Hægt er að líta til baka á sterk lið í 1. deildinni eins og FH 2000, Keflavík 2003 og Breiðablik 2005, en þar var mikið af mönnum sem síðar áttu eftir að verða stjörnur hér heima og jafnvel landsliðsmenn. KA er aftur á móti búið að sækja þekktar stærðir úr Pepsi-deildinni til að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu.Guðmann síðasta púslið Ekkert lið hefur dvalið lengur í 1. deildinni en KA. Þetta verður tólfta sumarið í röð hjá norðanmönnum í deildinni en næst koma Haukar sem hafa verið tvöfalt styttra í næstefstu deild. Þeir komust upp en féllu árið 2010. KA hefur lengi verið í mikilli meðalmennsku en nú er metnaðurinn gífurlegur. Til að koma sér upp eru KA-menn búnir að sækja Almar Ormarsson til KA og Hallgrím Mar Steingrímsson til Víkings. Elfar Árni Aðalsteinson kom frá Breiðabliki í fyrra og þá eru erlendir leikmenn í byrjunarliðinu, á borð við Juraj Grizelj og Archange Nkumu, mjög sterkir. Eina spurningamerkið er varnarleikurinn og markvarslan. Til að styrkja varnarleikinn fékk liðið Guðmann Þórisson á dögunum frá Íslandsmeisturum FH en norðanmenn vona að hann sé síðasta púslið sem þurfi til. Það verður hreinlega skandall ef KA fer ekki upp og það vita allir innan félagsins. Pressan er mikil en með þennan mannskap hlýtur tólf ára bið KA-manna að ljúka í vor.Keflavík eða Leiknir Samkvæmt árlegri spá fyrirliða og þjálfara Inkasso-deildarinnar eru Keflavík og Leiknir liðin sem eiga að slást um að fara upp með KA. Það eru liðin sem féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra en ljóst er að þau ætla sér bæði upp aftur. Keflvíkingar hafa fengið til baka herforingjann Jónas Guðna Sævarsson og misst lítið á móti; fyrir utan Sindra Snæ Magnússon fór stærstu hluti útlendingahersveitarinnar sem gerði ekkert fyrir liðið í fyrra. Leiknismenn ætla að keyra á svipuðum mannskap en hafa þó misst tvo sterka pósta af miðjunni í þeim Sindra Björnssyni og langbesta leikmanni liðsins á síðustu leiktíð, Hilmari Árna Halldórssyni. Styrkur beggja liða liggur í þjálfurunum en Kristján Guðmundsson, sem var rekinn frá Keflavík í fyrra, mun væntanlega heyja mikla baráttu við sitt gamla félag þar sem Þorvaldur Örlygsson er tekinn við stjórnartaumunum. Minnast verður á Austfjarðaævintýrið en í deildinni eru þrjú lið að austan; Fjarðabyggð, Leiknir F. og Huginn, og verður gaman að sjá hvernig þeim gengur. Leiknir og Huginn eru í næstefstu deild í fyrsta sinn.Tímabil í B-deildinni KA 12 ár í röð Haukar 6 Grindavík 4 Selfoss 4 HK 3 Fjarðabyggð 2 Fram 2 Þór 2 Huginn 1 Keflavík 1 Leiknir F. 1 Leiknir R. 1
Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira