VW Golf GTI Clubsport sló metið á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 15:15 Lengi hefur verið keppst um met framhjóladrifinna stallbaka á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og hefur Honda Civic Type R bíll átt það til nokkurs tíma. Nú hefur þó Volkswagen gert tilkall til metsins því Volkswagen Golf GTI Clubsport bíll fór brautina nýlega á 7 mínútum og 49,21 sekúndu og sló með því við Honda Civic bílnum. Golf GTI Clubsport er 305 hestafla bíll sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann er aðeins 1.285 kg þungur bíll með fjórar akstursstillingar, Comfort, Normal, Race og Nürburgring mode og víst er að hann hefur verið stilltur í síðastnefndu stillinguna við metslátinn. Hámarkshraði Golf GTI Clubsport er 264 km/klst og það tekur hann 5,8 sekúndur að ná 100 km hraða. Bíllinn verður aðeins framleiddur með 6 gíra beinskiptingu og aðeins í þremur litum, tornado rauðum, snjóhvítum og djúpsvörtum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Golf GTI Clubsport bílinn slá metið á Nürburgring. Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent
Lengi hefur verið keppst um met framhjóladrifinna stallbaka á Nürburgring brautinni í Þýskalandi og hefur Honda Civic Type R bíll átt það til nokkurs tíma. Nú hefur þó Volkswagen gert tilkall til metsins því Volkswagen Golf GTI Clubsport bíll fór brautina nýlega á 7 mínútum og 49,21 sekúndu og sló með því við Honda Civic bílnum. Golf GTI Clubsport er 305 hestafla bíll sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann er aðeins 1.285 kg þungur bíll með fjórar akstursstillingar, Comfort, Normal, Race og Nürburgring mode og víst er að hann hefur verið stilltur í síðastnefndu stillinguna við metslátinn. Hámarkshraði Golf GTI Clubsport er 264 km/klst og það tekur hann 5,8 sekúndur að ná 100 km hraða. Bíllinn verður aðeins framleiddur með 6 gíra beinskiptingu og aðeins í þremur litum, tornado rauðum, snjóhvítum og djúpsvörtum. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Golf GTI Clubsport bílinn slá metið á Nürburgring.
Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent