Lífið

Ferðasaga Gretu og gengisins - Myndbönd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Greta Salóme Stefánsdóttir og Eurovision-teymi okkar Íslendinga þetta árið hélt í gærmorgun til Svíþjóðar og lenti gengið á Arlanda flugvellínum í Stokkhólmi.

Myndatökumaður fylgir Gretu allt sem hún fer og fangaði hann stemninguna á ferðalaginu til Svíþjóðar.

Greta Salóme flytur lagið Hear Them Calling sem framlag okkar Íslendinga í Eurovision þetta árið.

Fyrsta æfing hópsins í Svíþjóð er í dag en hún verður ekki opin fjölmiðlum. Hægt verður að fylgjast með æfingunni á skjám í keppnishöllinni Globen en allar myndatökur eru bannaðar.

Greta Salóme flytur lag sitt á fyrra undanúrslitakvöldinu næstkomandi þriðjudag. Lagið er númer sextán í röðinni. Ólöf Erla Einarsdóttir, sem er grafískur hönnuður atriði okkar Íslendinga, er einnig með í för og er hún mjög virk á samfélagsmiðlum Snapchat. Hér að neðan má sjá myndbönd af ferðalagi hópsins út til Stokkhólms.

Ólöf Erla fer á kostum á Snapchat





Fleiri fréttir

Sjá meira


×