Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er á leið til þýska stórliðsins Wolfsburg í júní þegar samningur hennar við Svíþjóðarmeistara Rosengård rennur út.
Eins og kom fram fyrr í dag var Sara Björk búin að ákveða, í samstarfi við félagið sem hún hefur spilað fyrir undanfarin fimm ár, að endurnýja ekki samninginn.
Sydsvenskan greinir frá því á heimasíðu sinni að Sara Björk sé að ganga í raðir Wolfsburg sem er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en Wolfsburg er eitt af bestu liðum Evrópu.
Sara Björk hefur fjórum sinnum orðið Svíþjóðarmeistari með Malmö. Hjá Wolfsburg hittir hún tvo fyrrverandi samherja sína hjá Rosengård sem áður hét LdB Malmö.
Wolfsburg er sem stendur í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar á eftir Bayern München.
Sara Björk á leið til Wolfsburg
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1





Bayern varð sófameistari
Fótbolti