Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur ákveðið að vísa málum Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara Fylkis, og Þorvaldar Örlygssonar, þjálfara Keflavíkur, til aganefndar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv.
Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna í Árbænum á mánudag en Þorvaldur sló Reynir Leósson, þjálfara HK, í punginn eftir leik liðanna í 1. deild karla fyrir tveimur vikum síðan.
Sjá einnig: Þorvaldur virðist kýla Reyni í punginn
Klara sagði í samtali við Vísi í dag að hún teldi hegðun Hermanns ekki knattspyrnunni til framdráttar en hún var þá að bíða eftir skýrslu dómara og hafði því ekki tekið ákvörðun í málinu.
Ólafur Geir Magnússon, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Fylkis, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að félagið myndi ekki gera meira úr málinu, það væri búið að taka á því innan veggja þess.
Sjá einnig: Hermann er skotspónn fjölmiðla
„Við gerum ekkert frekar í þessu máli. Við erum búnir að ræða þetta innanhúss og við Hermann. Þetta leit að sjálfsögðu mjög illa út og umfjöllunin hefur öll verið mjög óvægin. Það er eins og Hermann sé skotspónn fjölmiðla,“ sagði Ólafur Geir.
„Við sáum svona atvik uppi í Kór um daginn þegar landsliðsþjálfari kýlir annan þjálfara í punginn. Eru þið búnir að tala við stjórnarmenn Keflvíkinga? Ég veit ekki til þess,“ sagði Ólafur Geir og vísaði til þess þegar Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Keflavíkur, kýldi Reyni Leósson, þjálfara HK, eftir leik liðanna í 1. umferð Inkasso-deildarinnar á dögunum.
Málum Hermanns og Þorvaldar vísað til aganefndar

Tengdar fréttir

Stjórnarmaður Fylkis: Hermann er skotspónn fjölmiðla
Fylkir mun ekkert aðhafast frekar í máli þjálfara liðsins, Hermanns Hreiðarssonar, sem tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna í 4. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn.

Hemmi í Akraborginni: Svona spjalla menn stundum í Eyjum
Hermann Hreiðarsson verður gestur Akraborgarinnar á X-inu í dag.

Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik: „Þetta lýsir honum vel“
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, réðst að stjórnarmanni síns uppeldisfélags eftir tapið gegn ÍBV í dag.

Hegðun Hermanns til skoðunar hjá KSÍ
„Það er alveg ljóst að þessi hegðun er knattspyrnunni ekki til framdráttar,“ segir framkvæmdastjóri KSÍ.

Arnar: Hegðun Hermanns óásættanleg
Umræða um hegðun Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara Fylkis í Pepsi-mörkunum í gær.

Þorvaldur virðist kýla Reyni í punginn
Þorvaldi Örlygssyni, þjálfara Keflavíkur, var heitt í hamsi eftir leik Keflavíkur og HK í kvöld.