Leikurinn byrjaði fjörlega og enska liðið gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu, að minnsta kosti í tvígang, en Jonas Eriksson dæmdi ekkert.
Þeir komust svo yfir á 35. mínútu. Þeir létu þá boltann ganga vel á milli manna og endaði sóknin á frábæru utanfótarskoti Daniel Sturridge og boltinn söng í netinu.
Liverpool leiddi 1-0 í hálfleik, en í síðari hálfleik snerist leikurinn algjörlega við. Spánverjarnir voru búnir að jafna eftir tuttugu sekúndur í síðari hálfleik.
Mariano rölti þá framhjá Alberto Moreno og lagði boltann fyrir markið þar sem markahrókurinn mikli, Kevin Gameiro, var mættur og skoraði.
Gamero var aftur á ferðinni á 60. mínútu, en hann fékk þá dauðafæri. Hann tókst ekki að koma boltanum framhjá Simon Mignolet, en skotið fór beint á Mignolet.
Fjórum mínútum siðar komust Sevilla yfir. Þeir áttu þá frábæra sókn sem endaði með því að Coke átti frábært skot sem Simon Mignolet átti engan möguleika á að verja.
Þeir gerðu svo út um leikinn á 70. mínútu þegar Coke var aftur á ferðinni. Liverpool vildi fá jafntefli, en eins og áhorfendur get séð hér neðar í fréttinni, fór boltann af leikmanni Liverpool til Coke sem skoraði.
Lokatölur því 3-1 sigur Sevilla og þeir eru á leið í Meistaradeildina á næstu leiktíð, en Liverpool klúðraði að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni.