Einskiptisliðirnir hverfa og ósiðirnir haldast Skjóðan skrifar 18. maí 2016 10:10 Hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er rétt ríflega þriðjungur þess sem var á síðasta ári. Samtals högnuðust bankarnir um 9,7 milljarða samanborið við 26,7 milljarða árið 2015. Helsta ástæða þessa hagnaðarsamdráttar er sú að einskiptistekjur, sem hafa borið uppi ofurhagnað bankanna allt frá hruni, eru hverfandi nú. Bankarnir eru búnir að endurverðmeta þær eignir sem þeir fengu á afslætti frá þrotabúum gömlu bankanna. Þegar gluggað er í ársfjórðungsuppgjör bankanna kemur eitt og annað forvitnilegt í ljós. Heildareignir bankanna þriggja nema ríflega 3.150 milljörðum en útlán þeirra eru innan við 2.200 milljarðar. Það er því augljóst að bankarnir eiga enn eignir upp á næstum 1.000 milljarða, sem ekki tengjast hefðbundinni lánastarfsemi. Þetta eru að stofni til fasteignafélög og rekstrarfélög sem stunda virka samkeppni við viðskiptavini bankanna. Bankarnir miða afkomu sína við arðsemi eigin fjár (RoE). Það er merkilegt að eigendur bankanna og eftirlitsaðilar skuli leyfa slíkt. Arðsemi eigin fjár gefur mjög villandi mynd af afkomu og áhættu í rekstri banka, eins og glögglega kom í ljós í hruninu, þegar bankar sem voru með arðsemi eigin fjár upp á 20-30 prósent féllu með braki og brestum á örskömmum tíma. Mun nær er að miða við arðsemi heildareigna (RoA). Þegar arðsemi heildareigna íslensku bankanna er skoðuð kemur í ljós að hún er um 1 prósent en ekki milli 5 og 7 prósent eins og birtar upplýsingar frá bönkunum gefa til kynna. Þetta atriði skiptir máli því ef einungis er horft til arðsemi eigin fjár en ekki arðsemi heildareigna er að verulegu leyti horft fram hjá áhættunni sem felst í starfsemi banka. Eigið fé íslensku bankanna er hátt um þessar mundir, m.a. vegna þess að FME gerir nú kröfur um hærra eiginfjárhlutfall en áður. Eignir bankanna, sem ekki tengjast hefðbundinni útlánastarfsemi, eru samt sem áður næstum 50 prósentum hærri en eigið fé þeirra. Þessar eignir eru háðar markaðssveiflum með mun beinni hætti en útlánasöfn bankanna og því er mikilvægt að eftirlitsaðilar og eigendur bankanna horfi ekki blint á arðsemi eigin fjár eins og gert var fyrir hrun. Verðsveiflur geta gerbreytt eiginfjárstöðu á einni nóttu. Yfirlýst áform banka um arðgreiðslur til eigenda á komandi árum kunna að færa eigið fé og þá ekki síður handbært fé undir tilskilin mörk. Það er dýrt að liggja með mikið eigið fé og handbært fé á lausu. Þessir þættir hljóta að hafa áhrif á mögulegt söluverð bankanna og vitanlega er þeirri spurningu ósvarað hverjir eigi að kaupa þrjá íslenska banka. Skjóðan Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er rétt ríflega þriðjungur þess sem var á síðasta ári. Samtals högnuðust bankarnir um 9,7 milljarða samanborið við 26,7 milljarða árið 2015. Helsta ástæða þessa hagnaðarsamdráttar er sú að einskiptistekjur, sem hafa borið uppi ofurhagnað bankanna allt frá hruni, eru hverfandi nú. Bankarnir eru búnir að endurverðmeta þær eignir sem þeir fengu á afslætti frá þrotabúum gömlu bankanna. Þegar gluggað er í ársfjórðungsuppgjör bankanna kemur eitt og annað forvitnilegt í ljós. Heildareignir bankanna þriggja nema ríflega 3.150 milljörðum en útlán þeirra eru innan við 2.200 milljarðar. Það er því augljóst að bankarnir eiga enn eignir upp á næstum 1.000 milljarða, sem ekki tengjast hefðbundinni lánastarfsemi. Þetta eru að stofni til fasteignafélög og rekstrarfélög sem stunda virka samkeppni við viðskiptavini bankanna. Bankarnir miða afkomu sína við arðsemi eigin fjár (RoE). Það er merkilegt að eigendur bankanna og eftirlitsaðilar skuli leyfa slíkt. Arðsemi eigin fjár gefur mjög villandi mynd af afkomu og áhættu í rekstri banka, eins og glögglega kom í ljós í hruninu, þegar bankar sem voru með arðsemi eigin fjár upp á 20-30 prósent féllu með braki og brestum á örskömmum tíma. Mun nær er að miða við arðsemi heildareigna (RoA). Þegar arðsemi heildareigna íslensku bankanna er skoðuð kemur í ljós að hún er um 1 prósent en ekki milli 5 og 7 prósent eins og birtar upplýsingar frá bönkunum gefa til kynna. Þetta atriði skiptir máli því ef einungis er horft til arðsemi eigin fjár en ekki arðsemi heildareigna er að verulegu leyti horft fram hjá áhættunni sem felst í starfsemi banka. Eigið fé íslensku bankanna er hátt um þessar mundir, m.a. vegna þess að FME gerir nú kröfur um hærra eiginfjárhlutfall en áður. Eignir bankanna, sem ekki tengjast hefðbundinni útlánastarfsemi, eru samt sem áður næstum 50 prósentum hærri en eigið fé þeirra. Þessar eignir eru háðar markaðssveiflum með mun beinni hætti en útlánasöfn bankanna og því er mikilvægt að eftirlitsaðilar og eigendur bankanna horfi ekki blint á arðsemi eigin fjár eins og gert var fyrir hrun. Verðsveiflur geta gerbreytt eiginfjárstöðu á einni nóttu. Yfirlýst áform banka um arðgreiðslur til eigenda á komandi árum kunna að færa eigið fé og þá ekki síður handbært fé undir tilskilin mörk. Það er dýrt að liggja með mikið eigið fé og handbært fé á lausu. Þessir þættir hljóta að hafa áhrif á mögulegt söluverð bankanna og vitanlega er þeirri spurningu ósvarað hverjir eigi að kaupa þrjá íslenska banka.
Skjóðan Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira