Sjaldan verið betri aðstæður til að ganga á Hvannadalshnjúk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2016 11:41 Frá ferðinni upp á toppinn á laugardaginn. mynd/ólafur már björnsson Tómas Guðbjartsson, læknir, var einn af þeim sem gekk á Hvannadalshnjúk um helgina í frábæru veðri og góðu færi. Hann segir að núna séu kjöraðstæður til að fara á hæsta tind landsins og vill því hvetja áhugasama til þess að nýta tækifærið og ganga á hnjúkinn eigi þeir þess kost. „Mér telst til að það hafi hátt í 300 manns farið á toppinn nú um helgina þannig að það var mikil traffík en hún hefði alveg getað verið meiri,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann segir að fólk eigi þó alls ekki að fara á eigin vegum á hnjúkinn heldur slást í för með vönu fjallafólki. Ýmsir aðilar skipuleggi ferðir á hnjúkinn, þar á meðal Ferðafélag Íslands og Útivist sem og ferðaþjónustuaðilar í Skaftafelli. „Þetta er um 14-16 tíma ganga þannig að fólk þarf að vera í góðu formi. Svo er auðvitað betra ef fólk hefur gengið áður í línu og á broddum, það er kannski svolítið erfitt að ætla að byrja á þessu. En þetta er auðvitað frábær útivist í góðum félagsskap að upplifa náttúruna svona eins og þarna á sunnudaginn. Það sást yfir hálft landið,“ segir Tómas. Tómas hefur farið nokkrum sinnum upp á hnjúkinn og segir að aðstæður hafi sjaldan verið betri. Aðeins minni snjór sé reyndar nú en í meðalári en sprungur séu lítt sjáanlegar og góður snjór bæði fyrir göngu- og skíðafólk. Meðfylgjandi myndir tóku Tómas og ferðafélagi hans, Ólafur Már Björnsson. Frá upphafi ferðarinnar.mynd/ólafur már björnsson Tómas segir að færið til að fara á tindinn sé nú mjög gott og hafi sjaldan verið betra.mynd/ólafur már björnsson Alls fóru hátt í 300 manns á Hvannadalshnjúk um helgina.mynd/ólafur már björnsson Hvannadalshnjúkur Fjallamennska Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, læknir, var einn af þeim sem gekk á Hvannadalshnjúk um helgina í frábæru veðri og góðu færi. Hann segir að núna séu kjöraðstæður til að fara á hæsta tind landsins og vill því hvetja áhugasama til þess að nýta tækifærið og ganga á hnjúkinn eigi þeir þess kost. „Mér telst til að það hafi hátt í 300 manns farið á toppinn nú um helgina þannig að það var mikil traffík en hún hefði alveg getað verið meiri,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann segir að fólk eigi þó alls ekki að fara á eigin vegum á hnjúkinn heldur slást í för með vönu fjallafólki. Ýmsir aðilar skipuleggi ferðir á hnjúkinn, þar á meðal Ferðafélag Íslands og Útivist sem og ferðaþjónustuaðilar í Skaftafelli. „Þetta er um 14-16 tíma ganga þannig að fólk þarf að vera í góðu formi. Svo er auðvitað betra ef fólk hefur gengið áður í línu og á broddum, það er kannski svolítið erfitt að ætla að byrja á þessu. En þetta er auðvitað frábær útivist í góðum félagsskap að upplifa náttúruna svona eins og þarna á sunnudaginn. Það sást yfir hálft landið,“ segir Tómas. Tómas hefur farið nokkrum sinnum upp á hnjúkinn og segir að aðstæður hafi sjaldan verið betri. Aðeins minni snjór sé reyndar nú en í meðalári en sprungur séu lítt sjáanlegar og góður snjór bæði fyrir göngu- og skíðafólk. Meðfylgjandi myndir tóku Tómas og ferðafélagi hans, Ólafur Már Björnsson. Frá upphafi ferðarinnar.mynd/ólafur már björnsson Tómas segir að færið til að fara á tindinn sé nú mjög gott og hafi sjaldan verið betra.mynd/ólafur már björnsson Alls fóru hátt í 300 manns á Hvannadalshnjúk um helgina.mynd/ólafur már björnsson
Hvannadalshnjúkur Fjallamennska Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira